„Verður gönguferð í garðinum fyrir þá“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. maí 2024 22:03 Pétur Ingvarsson ræðir við sína menn í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Við spiluðum bara góðan leik í kvöld. Það eru 44 klukkutímar þar til næsti leikur er. Það verður erfitt að gera mannskapinn tilbúinn fyrir það,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn á Grindavík í kvöld.Framundan í einvígi liðanna er oddaleikur á þriðjudag. Keflavík setti tóninn í kvöld strax í byrjun. Þeir skoruðu tólf fyrstu stigin og komust í 15-1 í upphafi leiks. „Við náum þremur sóknarfráköstum í fyrstu sókninni en náðum ekki að skora samt. Það setti svolítið tóninn í þessum leik en þeir náðu áhlaupi í fjórða leikhluta og gerðu sig líklega til að stela þessu,“ sagði Pétur í samtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. Grindavík tókst að minnka muninn í þrjú stig í fjórða leikhlutanum. Í hálfleik munaði tólf stigum á liðunum en Keflvíkingar mættu alveg jafn ákveðnir í upphafi þriðja leikhluta eins og þeir höfðu gert í þeim fyrsta. „Við töluðum bara um það eini sénsinn fyrir þá væri að hleypa leiknum eitthvað upp og ef við værum ekki tilbúnir þá myndu þeir pakka okkur saman. Þetta er hörkulið. Þegar við missum Halldór Garðar útaf þá varð þetta svolítið erfitt.“ „Hann þarf að vera skynsamari í næsta leik“ Halldór Garðar Hermannsson var rekinn af velli eftir að hafa fengið tæknivillu í seinni hálfleik. Hann mótmælti þá dómi of kröftuglega en hann hafði fengið óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleik. Andri Már spurði Pétur hvort hann hefði átt að taka Halldór Garðar af velli eftir að hann var sýnilega orðinn pirraður rétt áður en hann fékk tæknivilluna. „Við erum með litla róteringu og það er erfitt að taka menn útaf í svona leikjum. Hann þarf bara aðeins að vera skynsamari og hann verður það pottþétt í næsta leik.“ Pétur svaraði svo á ansi áhugaverðan hátt þegar Andri Már spurði hann út í oddaleikinn sem framundan er á þriðjudag. „Í fljótu bragði þá held ég að þetta sé bara orðið gott hjá okkur og við nennum ekkert að vinna. Náttúruöflin og allt eru með þeim í liði og eðlilega verður þetta bara gönguferð í garðinum fyrir þá,“ en Pétur var væntanlega að slá á létta strengi á góðri stundu. Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Keflavík setti tóninn í kvöld strax í byrjun. Þeir skoruðu tólf fyrstu stigin og komust í 15-1 í upphafi leiks. „Við náum þremur sóknarfráköstum í fyrstu sókninni en náðum ekki að skora samt. Það setti svolítið tóninn í þessum leik en þeir náðu áhlaupi í fjórða leikhluta og gerðu sig líklega til að stela þessu,“ sagði Pétur í samtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. Grindavík tókst að minnka muninn í þrjú stig í fjórða leikhlutanum. Í hálfleik munaði tólf stigum á liðunum en Keflvíkingar mættu alveg jafn ákveðnir í upphafi þriðja leikhluta eins og þeir höfðu gert í þeim fyrsta. „Við töluðum bara um það eini sénsinn fyrir þá væri að hleypa leiknum eitthvað upp og ef við værum ekki tilbúnir þá myndu þeir pakka okkur saman. Þetta er hörkulið. Þegar við missum Halldór Garðar útaf þá varð þetta svolítið erfitt.“ „Hann þarf að vera skynsamari í næsta leik“ Halldór Garðar Hermannsson var rekinn af velli eftir að hafa fengið tæknivillu í seinni hálfleik. Hann mótmælti þá dómi of kröftuglega en hann hafði fengið óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleik. Andri Már spurði Pétur hvort hann hefði átt að taka Halldór Garðar af velli eftir að hann var sýnilega orðinn pirraður rétt áður en hann fékk tæknivilluna. „Við erum með litla róteringu og það er erfitt að taka menn útaf í svona leikjum. Hann þarf bara aðeins að vera skynsamari og hann verður það pottþétt í næsta leik.“ Pétur svaraði svo á ansi áhugaverðan hátt þegar Andri Már spurði hann út í oddaleikinn sem framundan er á þriðjudag. „Í fljótu bragði þá held ég að þetta sé bara orðið gott hjá okkur og við nennum ekkert að vinna. Náttúruöflin og allt eru með þeim í liði og eðlilega verður þetta bara gönguferð í garðinum fyrir þá,“ en Pétur var væntanlega að slá á létta strengi á góðri stundu.
Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira