Skoðun

Baldur Þór­halls­son er vitur og vís

Bryndís Friðgeirsdóttir skrifar

Ég hef fylgst með rannsóknum og fræðastörfum Baldurs Þórhallssonar undanfarin ár og hrifist af þeirri nálgun og sýn sem hann hefur varðandi mannréttindi og alþjóðamál. Baldur hikar ekki við að kalla Ísland smáríki, jafnvel örríki í óþökk nokkurra karla í stjórnkerfi landsins sem reyna að fela smæðina og spila sig gjarnan stóra á heimavelli og á alþjóðavísu. Hann skilgreinir Ísland sem fámennt eyríki í Norður-Atlandshafi sem hefur sterka rödd fremur en að stilla því upp meðal stórþjóða með efnahagslega, hernaðarlega og pólitíska yfirburði til að beita áhrifum og völdum í eigin þágu. Þegar Baldur talar um að styrkja varnir Íslands talar hann um heimavarnir og á hann þá við netöryggi, sæstreng og öflugan stuðning við Landhelgisgæsluna, björgunarsveitir og lögreglu. Þegar Baldur ákvað að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands ákvað ég strax að bjóða mig fram í stuðningsliðið því hann er sá forseti sem Ísland á skilið. Framboðsfrestur var þá ekki enn runninn út en ég ákvað samt að skipta ekki um skoðun, jæja, nema ef eitthvert barna minna færi í framboð, þau eru miklir meistarar á flestum sviðum.

Ég hef verið spurð að því hvort við Baldur þekkjumst eða værum vinir. Ég þekki Baldur ekki persónulega en ég hef fylgst með málflutningi hans sem prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í kosningabaráttunni höfum við einnig fengið að fylgjast með fjölskyldu hans og þeirri mannréttindabaráttu sem þau öll standa fyrir og það skiptir svo sannarlega máli fyrir okkur öll. Svo er Felix Bergsson eiginmaður Baldurs svo hress og klár og þeir svo skemmtilegir afar og kærleiksríkir fjölskyldumenn.

Höfundur er fyrrverandi kennari og svæðisfulltrúi Rauða krossins á Íslandi.




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×