Rannsóknir á söfnum skapa dýrmæta þekkingu Arndís Bergsdóttr skrifar 17. maí 2024 13:01 Í tilefni Alþjóðlega safnadagsins 18. maí, sem í ár er tileinkaður rannsóknum og fræðslu, er mikilvægt að brýna hlutverk safna. Söfn eru ekki aðeins vörslumenn menningar- og náttúruarfleifðar, heldur einnig virkir þátttakendur í fræðslu og ábyrgri nýsköpun. Þessi dagur kallar á ígrundun um hlutverk safna í nútímasamfélagi sem stendur frammi fyrir fjölmörgum áskorunum, þar á meðal loftslagsbreytingum og þverrandi líffræðilegum fjölbreytileika, auk vaxandi kynþáttahyggju og fordómum gagnvart fjölmenningu. Lengi vel hafa söfn verið álitin staðir sem varðveita minjar um menningu, og nátturu fortíðar, en þau eru jafnframt mikilvæg miðstöðvar rannsókna sem geta haft djúpstæð áhrif á framtíðina. Með því að rannsaka samskipti mannkyns við náttúruna og hvernig menning mótast af ríkjandi hugmyndum og umhverfinu, geta söfn skapað dýrmæta þekkingu um hvernig best sé að takast á við núverandi vandamál og áskoranir framtíðar. Á Alþjóðlega safnadeginum í ár er sérstök áhersla lögð á mikilvægi rannsókna og fræðslu í safnastarfi. Rannsóknasetur í safnafræðum, sem sameinar fræða- og safnafólk, er hlekkur í þessari þróun. Setrið er vettvangur samstarfs þar sem akademískar rannsóknir, rannsóknarsýningar safna, listir og fagleg ástundun mætast. Slíkur samtakamáttur opnar nýja möguleika og leiðir til nýsköpunar sem ekki aðeins örvar skilning og styrkir þjálfun safnafólks framtíðarinnar, heldur eflir söfn sem lifandi miðstöðvar þar sem fram fara mikilvægar umræður um sjálfbærni og menningarlegan skilning. Á þessum tímamótum, þegar við tökumst á við áskoranir samtímans, er mikilvægt að eigendur safna, sem eru samfélagið, ríki og sveitarfélögin, geri þeim kleift að grípa þetta tækifæri. Með því að nýta sér kraftinn sem felst í rannsóknum og fræðslu, geta söfn orðið þýðingarmiklar í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, útrýmingu tegunda og í leitinni að réttlátari heimi. Safnadagurinn er því ekki aðeins dagur til að heiðra fortíðina, heldur einnig tækifæri til að móta framtíðina. Á þessum degi er okkur öllum boðið að taka þátt í að endurskilgreina og styrkja þátt safna í að byggja brú milli fortíðar, nútíðar og framtíðar, og tryggja að þau séu áfram miðstöðvar þekkingar, menningar og nýsköpunar. Höfundur er aðjúnkt í safnafræði, framkvæmdastýra Rannsóknaseturs í Safnafræðum, ritstýra Nordisk Museologi og rannsóknasérfræðingur hjá ROCS rannsóknasetrinu, Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kýs ég frjálshyggju og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í tilefni Alþjóðlega safnadagsins 18. maí, sem í ár er tileinkaður rannsóknum og fræðslu, er mikilvægt að brýna hlutverk safna. Söfn eru ekki aðeins vörslumenn menningar- og náttúruarfleifðar, heldur einnig virkir þátttakendur í fræðslu og ábyrgri nýsköpun. Þessi dagur kallar á ígrundun um hlutverk safna í nútímasamfélagi sem stendur frammi fyrir fjölmörgum áskorunum, þar á meðal loftslagsbreytingum og þverrandi líffræðilegum fjölbreytileika, auk vaxandi kynþáttahyggju og fordómum gagnvart fjölmenningu. Lengi vel hafa söfn verið álitin staðir sem varðveita minjar um menningu, og nátturu fortíðar, en þau eru jafnframt mikilvæg miðstöðvar rannsókna sem geta haft djúpstæð áhrif á framtíðina. Með því að rannsaka samskipti mannkyns við náttúruna og hvernig menning mótast af ríkjandi hugmyndum og umhverfinu, geta söfn skapað dýrmæta þekkingu um hvernig best sé að takast á við núverandi vandamál og áskoranir framtíðar. Á Alþjóðlega safnadeginum í ár er sérstök áhersla lögð á mikilvægi rannsókna og fræðslu í safnastarfi. Rannsóknasetur í safnafræðum, sem sameinar fræða- og safnafólk, er hlekkur í þessari þróun. Setrið er vettvangur samstarfs þar sem akademískar rannsóknir, rannsóknarsýningar safna, listir og fagleg ástundun mætast. Slíkur samtakamáttur opnar nýja möguleika og leiðir til nýsköpunar sem ekki aðeins örvar skilning og styrkir þjálfun safnafólks framtíðarinnar, heldur eflir söfn sem lifandi miðstöðvar þar sem fram fara mikilvægar umræður um sjálfbærni og menningarlegan skilning. Á þessum tímamótum, þegar við tökumst á við áskoranir samtímans, er mikilvægt að eigendur safna, sem eru samfélagið, ríki og sveitarfélögin, geri þeim kleift að grípa þetta tækifæri. Með því að nýta sér kraftinn sem felst í rannsóknum og fræðslu, geta söfn orðið þýðingarmiklar í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, útrýmingu tegunda og í leitinni að réttlátari heimi. Safnadagurinn er því ekki aðeins dagur til að heiðra fortíðina, heldur einnig tækifæri til að móta framtíðina. Á þessum degi er okkur öllum boðið að taka þátt í að endurskilgreina og styrkja þátt safna í að byggja brú milli fortíðar, nútíðar og framtíðar, og tryggja að þau séu áfram miðstöðvar þekkingar, menningar og nýsköpunar. Höfundur er aðjúnkt í safnafræði, framkvæmdastýra Rannsóknaseturs í Safnafræðum, ritstýra Nordisk Museologi og rannsóknasérfræðingur hjá ROCS rannsóknasetrinu, Háskóla Íslands.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun