Nauðsynlegt að fresta atkvæðagreiðslu um umdeilda verksmiðju Bjarki Sigurðsson skrifar 18. maí 2024 14:00 Elliði Vignisson er bæjarstjóri Ölfuss. Vísir/Egill Íbúakosningu um hvort reisa eigi umdeilda mölunarverksmiðju í Ölfusi var frestað á síðustu stundu í gær, sem bæjarstjóri segir hafa verið nauðsynlegt. Minnihlutinn segir ákvörðunina hins vegar óskiljanlega og hyggst leita álits á því hvort hún sé yfir höfuð lögleg. Íbúar áttu að greiða atkvæði um deiliskipulag fyrir mölunarverksmiðju og höfn þýska fyrirtækisins Heidelberg í Keflavík við Þórshöfn í Ölfus. Á aukafundi bæjarstjórnar í gær var ákveðið að fresta atkvæðagreiðslunni, sem gerist afar sjaldan. Hafði áhyggjur af staðsetningu Ákvörðunin var tekin eftir að bæjarstjórn barst fréf frá forstjóra landeldisfyrirtækisins First Water sem er með starfsstöðvar nálægt fyrirhugaðri mölunarverksmiðju. Í bréfinu lýsti hann áhyggjum af því að verksmiðjan væri svo nálægt eldisstöðvunum. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir fundinn í gær ekki hafa verið hitafund, hins vegar hafi ekki verið hægt að gera annað en að fresta atkvæðagreiðslunni. „Þetta er náttúrulega mjög sérstök staða sem þetta félag setur bæjarfulltrúa í, af því að vilji allra er að vanda til verka,“ segir Elliði. „Það er ekki hægt að láta hjá líða eins og ekkert hafi í skorist en það er heldur ekki hægt að láta órökstuddar fullyrðingar stærsta félags staðarins lifa óhaggaðar,“ segir Elliði. Boða First Water á fund Bæjarstjórnin hefur óskað eftir fundi með First Water þar sem fyrirtækið er beðið um að rökstyðja þær fullyrðingar sem ritaðar voru í bréfinu. „Tekjur sveitarfélagsins gætu numið 700 miljónum á ári og það verða til sextíu til áttatíu störf sem greiða um eða yfir milljón á mánuði. Um leið eru þetta umhverfisáhrif, þetta er verksmiðja sem fer ekki framhjá neinum sem keyrir framhjá. Þannig það er mjög eðlilegt að um málið séu skiptar skoðanir,“ segir Elliði. Upplýsingarnar séu ekki nýjar Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi minnihlutans, segir ákvörðun meirihlutans vera furðulega. „Sveitarfélagið boðaði til bindandi íbúakosningar og þessi gögn sem komu fram í þessu bréfi, þetta var í raun ekki nýtt því þessi sjónarmið höfðu algjörlega verið á lofti áður. Margir höfðu bent á að þetta fer ekki saman, það er að segja umhverfisvænn matvælaiðnaður og risavaxin grjótmulningsverksmiðja. Þannig að eins og við hörfum á þetta þá eru þetta ekki nýjar upplýsingar og alls engin ástæða til þess að fyrirhuguðum boðuðum kosningum verði frestað,“ segir Ása Berglind. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, oddviti minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.Vísir/Arnar Ölfus Skipulag Námuvinnsla Fiskeldi Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Íbúar áttu að greiða atkvæði um deiliskipulag fyrir mölunarverksmiðju og höfn þýska fyrirtækisins Heidelberg í Keflavík við Þórshöfn í Ölfus. Á aukafundi bæjarstjórnar í gær var ákveðið að fresta atkvæðagreiðslunni, sem gerist afar sjaldan. Hafði áhyggjur af staðsetningu Ákvörðunin var tekin eftir að bæjarstjórn barst fréf frá forstjóra landeldisfyrirtækisins First Water sem er með starfsstöðvar nálægt fyrirhugaðri mölunarverksmiðju. Í bréfinu lýsti hann áhyggjum af því að verksmiðjan væri svo nálægt eldisstöðvunum. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir fundinn í gær ekki hafa verið hitafund, hins vegar hafi ekki verið hægt að gera annað en að fresta atkvæðagreiðslunni. „Þetta er náttúrulega mjög sérstök staða sem þetta félag setur bæjarfulltrúa í, af því að vilji allra er að vanda til verka,“ segir Elliði. „Það er ekki hægt að láta hjá líða eins og ekkert hafi í skorist en það er heldur ekki hægt að láta órökstuddar fullyrðingar stærsta félags staðarins lifa óhaggaðar,“ segir Elliði. Boða First Water á fund Bæjarstjórnin hefur óskað eftir fundi með First Water þar sem fyrirtækið er beðið um að rökstyðja þær fullyrðingar sem ritaðar voru í bréfinu. „Tekjur sveitarfélagsins gætu numið 700 miljónum á ári og það verða til sextíu til áttatíu störf sem greiða um eða yfir milljón á mánuði. Um leið eru þetta umhverfisáhrif, þetta er verksmiðja sem fer ekki framhjá neinum sem keyrir framhjá. Þannig það er mjög eðlilegt að um málið séu skiptar skoðanir,“ segir Elliði. Upplýsingarnar séu ekki nýjar Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi minnihlutans, segir ákvörðun meirihlutans vera furðulega. „Sveitarfélagið boðaði til bindandi íbúakosningar og þessi gögn sem komu fram í þessu bréfi, þetta var í raun ekki nýtt því þessi sjónarmið höfðu algjörlega verið á lofti áður. Margir höfðu bent á að þetta fer ekki saman, það er að segja umhverfisvænn matvælaiðnaður og risavaxin grjótmulningsverksmiðja. Þannig að eins og við hörfum á þetta þá eru þetta ekki nýjar upplýsingar og alls engin ástæða til þess að fyrirhuguðum boðuðum kosningum verði frestað,“ segir Ása Berglind. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, oddviti minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.Vísir/Arnar
Ölfus Skipulag Námuvinnsla Fiskeldi Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira