Góð gildi og staðfesta Höllu Hrundar Margrét Reynisdóttir skrifar 19. maí 2024 13:31 Þegar sú hugmynd kom upp að skora á Höllu Hrund Logadóttur í forsetaframboð, var mín fyrsta hugsun hvílík gjöf það yrði til okkar Íslendinga gæfi hún kost á sér. Halla Hrund hefur alla þá kosti sem prýtt getur góðan forseta. Hún hefur að bera þá staðfestu, heiðarleika og sameiningarmátt sem þarf í þetta mikilvæga embætti. Hún hefur aldrei verið tengd stjórnmálum og sækir fylgi sitt til ólíkra hópa. Flestir þekkja hana sem skelegga orkumálastjórann okkar og treysti ég henni best allra frambjóðenda til að standa vörð um auðlindir og hagsmuni okkar Íslendinga og tala máli okkar á erlendri grundu. Hún hefur vissulega reynslumikil, með góða menntun og glæsta ferilskrá. Að auki er hún mikill mannþekkjari, með mikla tilfinningagreind, snögg að lesa í aðstæður og draga skynsamlegar ályktanir. Þrátt fyrir alþýðleika og einlægni lætur Halla Hrund ekki spila með sig eða segja sér fyrir verkum. Hún sér í gegnum allt fals og tækifærismennsku og tekur vel ígrundaðar ákvarðanir með heildarhagsmuni í huga. Það hefur hún sýnt í starfi sínu sem orkumálastjóri að hún er fulltrúi fólksins og talar fyrir skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda. Samvinna og þátttaka eru henni ofarlega í huga og hefur hún sýnt það glöggt í verkum sínum. Verkefnið Girls for Girls (stelpur fyrir stelpur) stofnaði hún ásamt öðrum kennurum við Harward háskóla og hafa þúsundir kvenna um allan heim notið góðs af því. Hún hefur starfað sem meðstofnandi og framkvæmdastjóri við Miðstöð norðurslóða (Arctic Initiative) við Harward. Framsýni hennar og jákvæðni gerir einnig það að verkum að hún sér nýjan vinkil á hlutunum sem öðrum er hulinn og kemur ætíð auga á tækifæri til framfara. Hún siglir verkefnum í höfn og gerir það vel. Sjálf hef ég þekkt Höllu Hrund í áratugi. Staðfesta hennar er áberandi, hún er traustur vinur og hreinskilinn, ekki aðeins þegar vel árar en líka þegar á móti blæs. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd og er ekki fyrir tilgerð eða innihaldslaust orðagjálfur. Það sem einkennir Höllu Hrund dagsdaglega er mikil orka, einlægni og góð nærvera. Hún á afar auðvelt með láta fólki líða vel, mætir því þar sem það er statt og hefur almennt lítinn áhuga á sjálfri sér. Það á hún sameiginlegt með eiginmanni sínum, Kristjáni Frey, en þau eru afar samhent og alþýðleg hjón. Halla Hrund hefur sterkt bein í nefinu og hefur sýnt fádæma styrk og yfirvegun bæði sem orkumálastjóri og í lífsins ólgusjó. Hún hefur þá náðargáfu að draga fram það besta í hverjum og einum, líkt og einkennir góðan þjóðarleiðtoga. Svo er hún bara svo skemmtileg. Ég vona einlæglega að Íslendingum beri sú gæfa að kjósa Höllu Hrund til forseta. Hjarta hennar slær svo sannarlega fyrir Ísland og Íslendinga. Höfundur er grunnskólakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Þegar sú hugmynd kom upp að skora á Höllu Hrund Logadóttur í forsetaframboð, var mín fyrsta hugsun hvílík gjöf það yrði til okkar Íslendinga gæfi hún kost á sér. Halla Hrund hefur alla þá kosti sem prýtt getur góðan forseta. Hún hefur að bera þá staðfestu, heiðarleika og sameiningarmátt sem þarf í þetta mikilvæga embætti. Hún hefur aldrei verið tengd stjórnmálum og sækir fylgi sitt til ólíkra hópa. Flestir þekkja hana sem skelegga orkumálastjórann okkar og treysti ég henni best allra frambjóðenda til að standa vörð um auðlindir og hagsmuni okkar Íslendinga og tala máli okkar á erlendri grundu. Hún hefur vissulega reynslumikil, með góða menntun og glæsta ferilskrá. Að auki er hún mikill mannþekkjari, með mikla tilfinningagreind, snögg að lesa í aðstæður og draga skynsamlegar ályktanir. Þrátt fyrir alþýðleika og einlægni lætur Halla Hrund ekki spila með sig eða segja sér fyrir verkum. Hún sér í gegnum allt fals og tækifærismennsku og tekur vel ígrundaðar ákvarðanir með heildarhagsmuni í huga. Það hefur hún sýnt í starfi sínu sem orkumálastjóri að hún er fulltrúi fólksins og talar fyrir skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda. Samvinna og þátttaka eru henni ofarlega í huga og hefur hún sýnt það glöggt í verkum sínum. Verkefnið Girls for Girls (stelpur fyrir stelpur) stofnaði hún ásamt öðrum kennurum við Harward háskóla og hafa þúsundir kvenna um allan heim notið góðs af því. Hún hefur starfað sem meðstofnandi og framkvæmdastjóri við Miðstöð norðurslóða (Arctic Initiative) við Harward. Framsýni hennar og jákvæðni gerir einnig það að verkum að hún sér nýjan vinkil á hlutunum sem öðrum er hulinn og kemur ætíð auga á tækifæri til framfara. Hún siglir verkefnum í höfn og gerir það vel. Sjálf hef ég þekkt Höllu Hrund í áratugi. Staðfesta hennar er áberandi, hún er traustur vinur og hreinskilinn, ekki aðeins þegar vel árar en líka þegar á móti blæs. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd og er ekki fyrir tilgerð eða innihaldslaust orðagjálfur. Það sem einkennir Höllu Hrund dagsdaglega er mikil orka, einlægni og góð nærvera. Hún á afar auðvelt með láta fólki líða vel, mætir því þar sem það er statt og hefur almennt lítinn áhuga á sjálfri sér. Það á hún sameiginlegt með eiginmanni sínum, Kristjáni Frey, en þau eru afar samhent og alþýðleg hjón. Halla Hrund hefur sterkt bein í nefinu og hefur sýnt fádæma styrk og yfirvegun bæði sem orkumálastjóri og í lífsins ólgusjó. Hún hefur þá náðargáfu að draga fram það besta í hverjum og einum, líkt og einkennir góðan þjóðarleiðtoga. Svo er hún bara svo skemmtileg. Ég vona einlæglega að Íslendingum beri sú gæfa að kjósa Höllu Hrund til forseta. Hjarta hennar slær svo sannarlega fyrir Ísland og Íslendinga. Höfundur er grunnskólakennari
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun