Gamli Íslandsvinurinn kraftaverkamaður í Mainz Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2024 10:00 Bo Henriksen fagnar eftitr sigur Mainz um helgina en liðið hélt sæti sínu í deildinni þökk sé frábæru gengi eftir að hann tók við. Getty/Selim Sudheimer Það muna eflaust einhverjir eftir Bomber Bo, Dananum Bo Henriksen, sem spilaði með þremur íslenskum félögum á árunum 2005 til 2006. Nú er kappinn að gera góða hluti sem þjálfari og er kallaður kraftaverkamaður í Mainz. Henriksen tók við þýska liðinu Mainz 05 í febrúar síðastliðnum eftir að félagið rak Jan Siewert. Henriksen þjálfaði FC Zürich í Sviss en hætti þar þegar kallið kom úr þýsku Bundesligunni. Staðan var alls ekki góð hjá Mainz þegar Bo mætti á svæðið. Liðið hafði þá aðeins unnið einn sigur í deildinni og hafði spilað ellefu leiki í röð án þess að fagna sigri. Það þurfti hálfgert kraftaverk til að snúa þessu við. 📈 Since Bo Henriksen joined Mainz, only 4️⃣ sides have scored more Bundesliga points 🤯💪#Mainz05 pic.twitter.com/iIEpy9hgRK— Mainz 05 English (@Mainz05en) May 13, 2024 Liðið sat í næst neðsta sæti, með jafnmörg stig og botnliðið, og níu stigum frá öruggu sæti. Allt stefndi því í fall úr deildinni. Henriksen tókst hins vegar að snúa genginu við og ná því að halda liðinu í Bundesligunni. Liðið vann sex af síðustu þrettán leikjum sínum, gerði fimm jafntefli og tapaði aðeins tveimur leikjum undir hans stjórn. Liðið hefur náð fimmtu flestu stigunum af öllum liðum deildarinnar síðan hann tók við. Mainz endaði í þrettánda sætinu með 35 stig og var tveimur stigum frá fallsætinu. Liðið hélt sér uppi með 3-1 útisigri á VfL Wolfsburg í lokaumferðinni. Henriksen kom fyrst til Íslands sumarið 2005 og byrjaði á því að fara í Val. Hann færði sig svo yfir til Fram á miðju tímabili og skoraði þá fjögur mörk í sjö deildarleikjum. Árið eftir lék hann með ÍBV og skoraði þá 3 mörk í 10 leikjum. Henriksen skoraði alls 7 mörk í 18 leikjum í efstu deild á Íslandi og var með 3 mörk í 5 bikarleikjum. Fram fór alla leið í bikarúrslitaleikinn sumarið 2005 en tapaði þá fyrir Val, liðinu sem Bo hafði byrjað tímabilið með. BO BO BO BO BO💪#Mainz05 pic.twitter.com/xdkehAJCZ1— 1. FSV Mainz 05 (@1FSVMainz05) May 19, 2024 Þýski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Sjá meira
Henriksen tók við þýska liðinu Mainz 05 í febrúar síðastliðnum eftir að félagið rak Jan Siewert. Henriksen þjálfaði FC Zürich í Sviss en hætti þar þegar kallið kom úr þýsku Bundesligunni. Staðan var alls ekki góð hjá Mainz þegar Bo mætti á svæðið. Liðið hafði þá aðeins unnið einn sigur í deildinni og hafði spilað ellefu leiki í röð án þess að fagna sigri. Það þurfti hálfgert kraftaverk til að snúa þessu við. 📈 Since Bo Henriksen joined Mainz, only 4️⃣ sides have scored more Bundesliga points 🤯💪#Mainz05 pic.twitter.com/iIEpy9hgRK— Mainz 05 English (@Mainz05en) May 13, 2024 Liðið sat í næst neðsta sæti, með jafnmörg stig og botnliðið, og níu stigum frá öruggu sæti. Allt stefndi því í fall úr deildinni. Henriksen tókst hins vegar að snúa genginu við og ná því að halda liðinu í Bundesligunni. Liðið vann sex af síðustu þrettán leikjum sínum, gerði fimm jafntefli og tapaði aðeins tveimur leikjum undir hans stjórn. Liðið hefur náð fimmtu flestu stigunum af öllum liðum deildarinnar síðan hann tók við. Mainz endaði í þrettánda sætinu með 35 stig og var tveimur stigum frá fallsætinu. Liðið hélt sér uppi með 3-1 útisigri á VfL Wolfsburg í lokaumferðinni. Henriksen kom fyrst til Íslands sumarið 2005 og byrjaði á því að fara í Val. Hann færði sig svo yfir til Fram á miðju tímabili og skoraði þá fjögur mörk í sjö deildarleikjum. Árið eftir lék hann með ÍBV og skoraði þá 3 mörk í 10 leikjum. Henriksen skoraði alls 7 mörk í 18 leikjum í efstu deild á Íslandi og var með 3 mörk í 5 bikarleikjum. Fram fór alla leið í bikarúrslitaleikinn sumarið 2005 en tapaði þá fyrir Val, liðinu sem Bo hafði byrjað tímabilið með. BO BO BO BO BO💪#Mainz05 pic.twitter.com/xdkehAJCZ1— 1. FSV Mainz 05 (@1FSVMainz05) May 19, 2024
Þýski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Sjá meira