Skautadrottningin Katrín Jakobsdóttir Einar Steingrímsson skrifar 21. maí 2024 11:01 Það er algeng skoðun (sem ég deili ekki, enda er hún fáránleg tálsýn) að forseti Íslands eigi að vera „sameiningartákn þjóðarinnar“, þjóðar sem er klofin í tvennt á ýmsan hátt, þar sem sorglegasti klofningurinn, og skammarlegasti fyrir jafn ríkt samfélag og Ísland, er munurinn milli þeirra sem minnstar tekjur hafa og flestra hinna. Fólksins sem vinnur mörg mikilvægustu störfin í samfélaginu, fær skítalaun fyrir og þarf að berjast á "frjálsum" leigumarkaði þar sem leiga fyrir pínulitla íbúð kostar yfir 70% af nettólaunum hinna lægstlaunuðu. Þessi skammarlegi klofningur þjóðarinnar — í þau sem hafa það nokkuð gott eða mjög fínt og hin sem strita myrkranna á milli til að búa til þetta góða samfélag fyrir okkur hin — er eitt af því sem flokka mætti sem skautun, því þetta skiptir þjóðinni í tvo ólíka hópa, sem búa við gerólík kjör. Það er samt annars konar klofningur sem er mest áberandi í umræðunni um skautun, nefnilega tvískipting í áberandi hópa sem takast harkalega á í deilumálum sem eru ofarlega á baugi í samfélaginu. Og það er væntanlega það sem Katrín Jakobsdóttir á við þegar hún talar um að hún vilji, sem forseti, vinna gegn skautun: "Það eru tímar mikilla breytinga og við stöndum frammi fyrir nýjum áskorunum sem geta reynt á samheldni okkar. Í þessum aðstæðum er hlutverk forseta að byggja brýr á milli ólíkra skoðana og vinna gegn skautun til að verja þau grunngildi sem við byggjum íslenskt samfélag á; lýðræði, mannréttindi og réttarríkið." Katrín vill auðvitað ekki tala um efnahagslegu skautunina sem minnst er á hér í upphafi, enda ber hún augljóslega mikla ábyrgð á henni, hafandi verið forsætisráðherra í meira en sex og hálft ár, á tíma þegar efnahagur landsins stóð í miklum blóma (þrátt fyrir tímabil faraldursins), tíma þegar þjóðartekjur voru svo gríðarlegar að tækifærið hefði verið frábært til að bæta hag hinna lægstlaunuðu, sem flokkur Katrínar hefur alla tíð þóst berjast fyrir. Í staðinn hefur hagur þeirra farið síversnandi, vegna mikillar verðbólgu og þess sturlaða leiguverðs sem efnahagslegur uppgangur hefur haft í för með sér. En það er ekki síður kaldhæðnislegt, svo maður segi ekki sóðalegt, af Katrínu, að tala um sjálfa sig sem komandi "afskautara" hinna hatrömmu afla sem takast á í samfélagsumræðunni. Í fyrsta lagi byggist sú skautun ekki síst á því að Katrín hefur blygðunarlaust leitt til valda fulltrúa þeirra auðvaldsafla sem eru eigendur Sjálfstæðisflokksins, gegn hagsmunum yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Þar er ekki bara um að ræða beina efnahagslega hagsmuni, heldur líka að verja ofurvald sömu afla á öllu ríkisvaldinu, meðal annars með því að koma í veg fyrir þær breytingar á stjórnarskránni sem yfirgnæfandi meirihluti kjósenda hefur viljað fá í áratugi. Í öðru lagi er ljóst að það er Katrín, og engin önnur manneskja, sem hefur skautað kosningabaráttuna um forsetaembættið. Fylgi Katrínar hefur verið mjög stöðugt í margar vikur, á meðan fylgi annarra frambjóðenda hefur sveiflast talsvert. Það sem er hins vegar mest sláandi við þær kannanir sem gerðar hafa verið er að þegar spurt er hvaða frambjóðanda kjósendur vilji helst ef fyrsta val þeirra nær ekki kjöri, þá er Katrín alltaf neðarlega á blaði. Ef kjósendur fengju að raða frambjóðendum, og sá yrði kjörinn sem meirihluti vildi frekar en nokkurt hinna, þá er ljóst að Katrín ætti engan séns. Af því Katrín "skautar" kjósendur, skiptir þeim í tvo hópa, þann minnihluta sem vill Katrínu, og þann meirihluta sem vill umfram allt ekki Katrínu, óháð því hvaða frambjóðanda viðkomandi vilja helst sjá sem forseta. Ef Katrín vill í raun og veru vinna gegn skautun í íslensku samfélagi þá myndi hún best gera það með því að draga framboð sitt tilbaka, og draga sig í hlé. Höfundur er ekkert sérstakt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er algeng skoðun (sem ég deili ekki, enda er hún fáránleg tálsýn) að forseti Íslands eigi að vera „sameiningartákn þjóðarinnar“, þjóðar sem er klofin í tvennt á ýmsan hátt, þar sem sorglegasti klofningurinn, og skammarlegasti fyrir jafn ríkt samfélag og Ísland, er munurinn milli þeirra sem minnstar tekjur hafa og flestra hinna. Fólksins sem vinnur mörg mikilvægustu störfin í samfélaginu, fær skítalaun fyrir og þarf að berjast á "frjálsum" leigumarkaði þar sem leiga fyrir pínulitla íbúð kostar yfir 70% af nettólaunum hinna lægstlaunuðu. Þessi skammarlegi klofningur þjóðarinnar — í þau sem hafa það nokkuð gott eða mjög fínt og hin sem strita myrkranna á milli til að búa til þetta góða samfélag fyrir okkur hin — er eitt af því sem flokka mætti sem skautun, því þetta skiptir þjóðinni í tvo ólíka hópa, sem búa við gerólík kjör. Það er samt annars konar klofningur sem er mest áberandi í umræðunni um skautun, nefnilega tvískipting í áberandi hópa sem takast harkalega á í deilumálum sem eru ofarlega á baugi í samfélaginu. Og það er væntanlega það sem Katrín Jakobsdóttir á við þegar hún talar um að hún vilji, sem forseti, vinna gegn skautun: "Það eru tímar mikilla breytinga og við stöndum frammi fyrir nýjum áskorunum sem geta reynt á samheldni okkar. Í þessum aðstæðum er hlutverk forseta að byggja brýr á milli ólíkra skoðana og vinna gegn skautun til að verja þau grunngildi sem við byggjum íslenskt samfélag á; lýðræði, mannréttindi og réttarríkið." Katrín vill auðvitað ekki tala um efnahagslegu skautunina sem minnst er á hér í upphafi, enda ber hún augljóslega mikla ábyrgð á henni, hafandi verið forsætisráðherra í meira en sex og hálft ár, á tíma þegar efnahagur landsins stóð í miklum blóma (þrátt fyrir tímabil faraldursins), tíma þegar þjóðartekjur voru svo gríðarlegar að tækifærið hefði verið frábært til að bæta hag hinna lægstlaunuðu, sem flokkur Katrínar hefur alla tíð þóst berjast fyrir. Í staðinn hefur hagur þeirra farið síversnandi, vegna mikillar verðbólgu og þess sturlaða leiguverðs sem efnahagslegur uppgangur hefur haft í för með sér. En það er ekki síður kaldhæðnislegt, svo maður segi ekki sóðalegt, af Katrínu, að tala um sjálfa sig sem komandi "afskautara" hinna hatrömmu afla sem takast á í samfélagsumræðunni. Í fyrsta lagi byggist sú skautun ekki síst á því að Katrín hefur blygðunarlaust leitt til valda fulltrúa þeirra auðvaldsafla sem eru eigendur Sjálfstæðisflokksins, gegn hagsmunum yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Þar er ekki bara um að ræða beina efnahagslega hagsmuni, heldur líka að verja ofurvald sömu afla á öllu ríkisvaldinu, meðal annars með því að koma í veg fyrir þær breytingar á stjórnarskránni sem yfirgnæfandi meirihluti kjósenda hefur viljað fá í áratugi. Í öðru lagi er ljóst að það er Katrín, og engin önnur manneskja, sem hefur skautað kosningabaráttuna um forsetaembættið. Fylgi Katrínar hefur verið mjög stöðugt í margar vikur, á meðan fylgi annarra frambjóðenda hefur sveiflast talsvert. Það sem er hins vegar mest sláandi við þær kannanir sem gerðar hafa verið er að þegar spurt er hvaða frambjóðanda kjósendur vilji helst ef fyrsta val þeirra nær ekki kjöri, þá er Katrín alltaf neðarlega á blaði. Ef kjósendur fengju að raða frambjóðendum, og sá yrði kjörinn sem meirihluti vildi frekar en nokkurt hinna, þá er ljóst að Katrín ætti engan séns. Af því Katrín "skautar" kjósendur, skiptir þeim í tvo hópa, þann minnihluta sem vill Katrínu, og þann meirihluta sem vill umfram allt ekki Katrínu, óháð því hvaða frambjóðanda viðkomandi vilja helst sjá sem forseta. Ef Katrín vill í raun og veru vinna gegn skautun í íslensku samfélagi þá myndi hún best gera það með því að draga framboð sitt tilbaka, og draga sig í hlé. Höfundur er ekkert sérstakt.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun