Kane aðeins fjórum stigum frá mögnuðu meti Rondey Robinson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2024 14:01 Deandre Kane hefur verið frábær í fyrstu tveimur leikjum lokaúrslitanna. Vísir/Diego Grindvíkingurinn Deandre Kane hefur skorað 72 stig í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvígi Vals og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild karla í körfubolta. Þetta gera 36,0 stig að meðaltali í leik og með þessari frammistöðu komst Kane afar nálægt meti sem er einmitt þrjátíu ára gamalt á þessu ári. Kane skoraði 37 stig í fyrsta leiknum og fylgdi því eftir með því að skora 35 stig í leik tvö. Hann var með 59 prósent nýtingu í leik eitt og nýtti 73 prósent skota sinna í leik tvö. Kane er því búinn að skora þessi 72 stig úr aðeins 37 skotum en hann er með 65 prósent skotnýtingu í leikjunum tveimur. Rondey Robinson er sá sem hefur skorað flest stig í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvígi. Hann skoraði 76 stig í tveimur fyrstu leikjum Njarðvíkur á móti Grindavík í úrslitaeinvíginu vorið 1994. Þar munaði auðvitað mestu um stigamet Robinson í einum leik því hann skoraði fimmtíu stig í leik eitt í úrslitaeinvíginu 1994 þar sem Njarðvík tapaði í framlengingu. Enginn hefur skorað fleiri stig í einum leik í lokaúrslitum. Robinson fylgdi því eftir með því að skora 26 stig í leik tvö en hann vann Njarðvíkurliðið með fjórtán stigum, 96-82 þar em Teitur Örlygsson var stigahæstur með 35 stig. Njarðvík endaði á því að vinna einvígið í oddaleik í Grindavík. Robinson skoraði 133 stig í fimm leikjum eða 26,6 stig í leik. Herman Myers var sá sem hafði komist næst metinu en hann skoraði 70 stig fyrir Grindavík í fyrstu tveimur leikjunum í einvígi liðsins á móti Keflavík árið 1997. Grindavík tapaði báðum leikjunum og einvíginu 3-0. Valur Ingimundarson á metið hjá íslenskum leikmanni en hann skoraði 63 stig í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvíginu 1985 á móti Haukum en þá voru erlendir leikmenn bannaðir í deildinni. Íslenska metið þegar erlendir leikmönnum eru leyfðir á KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson sem skoraði 60 stig í fyrstu tveimur leikjum KR á móti Stjörnunni í úrslitaeinvíginu 2011. Grindvíkingar jöfnuðu metin í Smáranum í gær og það verða því að minnsta kosti tveir leikir í viðbótar í úrslitaeinvíginu í ár. Næsti leikur er á fimmtudagskvöldið. Flest stig í fyrstu tveimur leikjunum í lokaúrslitum: 76 stig - Rondey Robinson með Njarðvík 1994 á móti Grindavík 72 stig - Deandre Kane með Grindavík 2024 á móti Val 70 stig - Herman Myers með Grindavík 1997 á móti Keflavík 66 stig - Darrel Lewis með Grindavík 2003 á móti Keflavík 65 stig - Brenton Joe Birmingham með Njarðvík 1999 á móti Keflavík 63 stig - Edmund Saunders með Keflavík 2003 á móti Grindavík 63 stig - Valur Ingimundarson með Njarðvík 1985 á móti Haukum 60 stig - Brynjar Þór Björnsson með KR 2011 á móti Stjörnunni 59 stig - Aaron Broussard með Grindavík 2013 á móti Stjörnunni 57 stig - Marcus Walker með KR 2011 á móti Stjörnunni Subway-deild karla Grindavík Valur Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira
Þetta gera 36,0 stig að meðaltali í leik og með þessari frammistöðu komst Kane afar nálægt meti sem er einmitt þrjátíu ára gamalt á þessu ári. Kane skoraði 37 stig í fyrsta leiknum og fylgdi því eftir með því að skora 35 stig í leik tvö. Hann var með 59 prósent nýtingu í leik eitt og nýtti 73 prósent skota sinna í leik tvö. Kane er því búinn að skora þessi 72 stig úr aðeins 37 skotum en hann er með 65 prósent skotnýtingu í leikjunum tveimur. Rondey Robinson er sá sem hefur skorað flest stig í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvígi. Hann skoraði 76 stig í tveimur fyrstu leikjum Njarðvíkur á móti Grindavík í úrslitaeinvíginu vorið 1994. Þar munaði auðvitað mestu um stigamet Robinson í einum leik því hann skoraði fimmtíu stig í leik eitt í úrslitaeinvíginu 1994 þar sem Njarðvík tapaði í framlengingu. Enginn hefur skorað fleiri stig í einum leik í lokaúrslitum. Robinson fylgdi því eftir með því að skora 26 stig í leik tvö en hann vann Njarðvíkurliðið með fjórtán stigum, 96-82 þar em Teitur Örlygsson var stigahæstur með 35 stig. Njarðvík endaði á því að vinna einvígið í oddaleik í Grindavík. Robinson skoraði 133 stig í fimm leikjum eða 26,6 stig í leik. Herman Myers var sá sem hafði komist næst metinu en hann skoraði 70 stig fyrir Grindavík í fyrstu tveimur leikjunum í einvígi liðsins á móti Keflavík árið 1997. Grindavík tapaði báðum leikjunum og einvíginu 3-0. Valur Ingimundarson á metið hjá íslenskum leikmanni en hann skoraði 63 stig í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvíginu 1985 á móti Haukum en þá voru erlendir leikmenn bannaðir í deildinni. Íslenska metið þegar erlendir leikmönnum eru leyfðir á KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson sem skoraði 60 stig í fyrstu tveimur leikjum KR á móti Stjörnunni í úrslitaeinvíginu 2011. Grindvíkingar jöfnuðu metin í Smáranum í gær og það verða því að minnsta kosti tveir leikir í viðbótar í úrslitaeinvíginu í ár. Næsti leikur er á fimmtudagskvöldið. Flest stig í fyrstu tveimur leikjunum í lokaúrslitum: 76 stig - Rondey Robinson með Njarðvík 1994 á móti Grindavík 72 stig - Deandre Kane með Grindavík 2024 á móti Val 70 stig - Herman Myers með Grindavík 1997 á móti Keflavík 66 stig - Darrel Lewis með Grindavík 2003 á móti Keflavík 65 stig - Brenton Joe Birmingham með Njarðvík 1999 á móti Keflavík 63 stig - Edmund Saunders með Keflavík 2003 á móti Grindavík 63 stig - Valur Ingimundarson með Njarðvík 1985 á móti Haukum 60 stig - Brynjar Þór Björnsson með KR 2011 á móti Stjörnunni 59 stig - Aaron Broussard með Grindavík 2013 á móti Stjörnunni 57 stig - Marcus Walker með KR 2011 á móti Stjörnunni
Flest stig í fyrstu tveimur leikjunum í lokaúrslitum: 76 stig - Rondey Robinson með Njarðvík 1994 á móti Grindavík 72 stig - Deandre Kane með Grindavík 2024 á móti Val 70 stig - Herman Myers með Grindavík 1997 á móti Keflavík 66 stig - Darrel Lewis með Grindavík 2003 á móti Keflavík 65 stig - Brenton Joe Birmingham með Njarðvík 1999 á móti Keflavík 63 stig - Edmund Saunders með Keflavík 2003 á móti Grindavík 63 stig - Valur Ingimundarson með Njarðvík 1985 á móti Haukum 60 stig - Brynjar Þór Björnsson með KR 2011 á móti Stjörnunni 59 stig - Aaron Broussard með Grindavík 2013 á móti Stjörnunni 57 stig - Marcus Walker með KR 2011 á móti Stjörnunni
Subway-deild karla Grindavík Valur Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira