Hvað viljum við? 21. maí 2024 15:30 Það er makalaust að nú rúmri viku fyrir kosningar sé enginn frambjóðandi sem nær að höfða til meirihluta þjóðarinnar. Samkvæmt skoðanakönnunum mælist Katrín efst en samt eru 78% sem velja hana ekki sem forsetaefni. Næst er Halla Hrund sem 80% þjóðarinnar velur ekki. Þar næst er Baldur sem 82% þjóðarinnar velur ekki. 84% velja ekki Höllu Tómasar og 87% ekki Jón, 94 % ekki Arnar og 99% þjóðarinnar velur ekkert okkar hinna? Hvað vill þjóðin? Það er í það minnsta víst að ekkert okkar frambjóðendanna nær því að ná almannahylli nema síður sé og það er rannsóknarefni. Hvað vill þjóðin? Eftir að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar gekk með eftirminnilegum hætti fram af þjóðinni tryggði VG Sjálfstæðisflokki og Framsókn áframhaldandi stjórnarsetu þrátt fyrir loforð um annað. Sú stjórn hafði kosningaloforð að engu og efndir ekki í sjónmáli. Tökum dæmi. Alþingi er verið að girða fyrir fjölskyldusameiningu flóttafólks, selja okkur að dýraníð í kvíum og að vindmyllur séu lausnin á öllum okkar vanda, þrátt fyrir heims kunnar staðreyndir um hið gagnstæða. Þjóðin vildi þjóðfélagsbreytingar eftir hrunið og með búsáhaldabyltingu átti að skapa sátt og von um nýja tíma, en hvað gerðist svo? Því er enn fleygt í útlöndum af ráðamönnum að við höfum gert upp sakirnar við ráðamenn og eignafólk sem tefldu þjóðinni á tæpasta vað þótt við vitum öll að það er langt frá því að vera sannleikur. Því sumir sitja enn og leiða jafnvel ríkisstjórn Íslands. 78% þjóðarinnar er ósátt við þann ráðahag. Um 45.000 manns skrifuðu undir afsögn Bjarna Benediktssonar. Um óhæfi Bjarna ríkir meiri samstaða en um nokkurn forsetaframbjóðanda. Það liggur allavega ljóst fyrir að almenningur er ekki sáttur, ekki glaður, ekki með nokkurt forsetaefni og alls ekki með ríkisstjórnina. Og þá spyr maður, hvað getur forseti gert fyrir ósátta þjóð, eitthvað það sem sameinar þjóðina, færir henni gleði von og trú á samfélagið okkar? Því það er hans hlutverk að hlusta eftir vilja þjóðarinnar. Ég er með þessum skrifum að reyna allt sem ég get til að skilja þetta samfélag okkar og hvað það er sem við viljum. Forseti er þjónn þjóðarinnar, hann hefur aðeins vald með þjóðarvilja og ef forseti á að vera sameiningartákn þá lýtur hann vilja þjóðarinnar í einu og öllu. Sumsé, ef það er raunverulegur vilji þjóðar að losna við þessa ríkisstjórn, getur forseti komið því í kring ef þjóðin kallar eftir því. Ef það sem þjóðin vill eru stjórnarslit og hún kallar eftir því, getur forseti með athafnaleysi þreytt stjórnina með því að skrifa ekki undir lög þau er fram eru borin, þar til ríkisstjórnin sér sóma sinn í að hrökklast burt. Íslendingar eru orðnir langþreyttir á því að á þá sé ekki hlustað. Tæplega 100.000 manns vildu umbætur í heilbrigðiskerfinu. Ekkert gerðist. Kallað hefur verið eftir afsögn óhæfs fólks af almenningi en þingið ver það fram í rauðan dauðann. Þeir sem krafðir eru um afsögn skipta um stól. Skoðanakannanir sýna fram á mikla óánægju með ríkisstjórn Katrínar og Bjarna, en allt kemur fyrir ekki. Á æðsta valdið, þjóðina sjálfa, er ekki hlustað. En forseti getur hlustað og forseti sem hefur aðeins skyldur við almenning í landinu og þarf bara beiðni hluta þjóðar til að fara að hennar vilja. Samkvæmt tillögum stjórnlagaráðs nægir að 10% þjóðar skori á forseta. Tillögur Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskrá og hvað þyrfti til að forseti virti vilja þjóðar var að markið ætti að setja við 15%. Forseta ber fyrsta skylda til að verja þingræðið og þótt meirihluti tryggi núverandi ríkisstjórn völdin, þá snýst þingræði um það að við stýrið sé ríkisstjórn sem þingið getur afborið. Ef eitthvað er að marka skoðanannakannanir sem lýsa óánægju með Bjarna Benediktsson og ríkisstjórn hans og það er raunverulegur vilji þjóðarinnar að koma þessari óvinsælu ríkisstjórn frá völdum í eitt skipti fyrir öll þá er hægur vandi fyrir þjóðina að kalla eftir því að forseti staðfesti ekki lög sem ríkisstjórnin setur fram. Og krefja svo forsetaframbjóðendur um slíkt loforð. Ef forseti hlýtir ákalli þjóðarinnar og staðfestir ekki lög frá ríkisstjórninni þarf ríkisstjórnin að vera tilbúin að leggja sjálfa sig að veði með því að reyna að fella forsetann. Þá verða samkvæmt stjórnarskrá þrír fjórðu hlutar þingsins að krefjast þess að forseti fari frá og knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um forseta. Fái forseti fleiri atkvæði en þingið er stjórnin fallin og boða þarf til alþingiskosninga. Er þetta það sem þjóðin vill raunverulega? Er eitthvað að marka skoðannakannanir sem lýsa óánægju með ríkisstjórnina? Er eitthvað að marka skoðanakannanir yfirleitt? Já, skoðanakannanir veita ábendingar um afstöðu þjóðarinnar til manna og málefna. Þær segja að ríkisstjórnin og Bjarni Benediktsson séu óvinsæl. Þær segja að þjóðin vilji ríkisstjórnina burt. Þjóðin segist vilja sameiningartákn. Sameiningartákn verður að hafa innihald. Að vera sameiningartákn snýst ekki um það að vera óaðfinnanleg manneskja, því slík manneskja er einfaldlega ekki til. Forseti þarf hinsvegar að vera sú manneskja sem stendur með fólkinu í landinu. Ég vil biðja ykkur lesendur góðir ,að hugsa alvarlega um það til hvers þið ætlist af forseta svo þjóðinni megi auðnast að eignast forseta með mikið og almennt traust en ekki ríflega 20% fylgi. Höfundur er leikkona og í forsetaframboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Það er makalaust að nú rúmri viku fyrir kosningar sé enginn frambjóðandi sem nær að höfða til meirihluta þjóðarinnar. Samkvæmt skoðanakönnunum mælist Katrín efst en samt eru 78% sem velja hana ekki sem forsetaefni. Næst er Halla Hrund sem 80% þjóðarinnar velur ekki. Þar næst er Baldur sem 82% þjóðarinnar velur ekki. 84% velja ekki Höllu Tómasar og 87% ekki Jón, 94 % ekki Arnar og 99% þjóðarinnar velur ekkert okkar hinna? Hvað vill þjóðin? Það er í það minnsta víst að ekkert okkar frambjóðendanna nær því að ná almannahylli nema síður sé og það er rannsóknarefni. Hvað vill þjóðin? Eftir að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar gekk með eftirminnilegum hætti fram af þjóðinni tryggði VG Sjálfstæðisflokki og Framsókn áframhaldandi stjórnarsetu þrátt fyrir loforð um annað. Sú stjórn hafði kosningaloforð að engu og efndir ekki í sjónmáli. Tökum dæmi. Alþingi er verið að girða fyrir fjölskyldusameiningu flóttafólks, selja okkur að dýraníð í kvíum og að vindmyllur séu lausnin á öllum okkar vanda, þrátt fyrir heims kunnar staðreyndir um hið gagnstæða. Þjóðin vildi þjóðfélagsbreytingar eftir hrunið og með búsáhaldabyltingu átti að skapa sátt og von um nýja tíma, en hvað gerðist svo? Því er enn fleygt í útlöndum af ráðamönnum að við höfum gert upp sakirnar við ráðamenn og eignafólk sem tefldu þjóðinni á tæpasta vað þótt við vitum öll að það er langt frá því að vera sannleikur. Því sumir sitja enn og leiða jafnvel ríkisstjórn Íslands. 78% þjóðarinnar er ósátt við þann ráðahag. Um 45.000 manns skrifuðu undir afsögn Bjarna Benediktssonar. Um óhæfi Bjarna ríkir meiri samstaða en um nokkurn forsetaframbjóðanda. Það liggur allavega ljóst fyrir að almenningur er ekki sáttur, ekki glaður, ekki með nokkurt forsetaefni og alls ekki með ríkisstjórnina. Og þá spyr maður, hvað getur forseti gert fyrir ósátta þjóð, eitthvað það sem sameinar þjóðina, færir henni gleði von og trú á samfélagið okkar? Því það er hans hlutverk að hlusta eftir vilja þjóðarinnar. Ég er með þessum skrifum að reyna allt sem ég get til að skilja þetta samfélag okkar og hvað það er sem við viljum. Forseti er þjónn þjóðarinnar, hann hefur aðeins vald með þjóðarvilja og ef forseti á að vera sameiningartákn þá lýtur hann vilja þjóðarinnar í einu og öllu. Sumsé, ef það er raunverulegur vilji þjóðar að losna við þessa ríkisstjórn, getur forseti komið því í kring ef þjóðin kallar eftir því. Ef það sem þjóðin vill eru stjórnarslit og hún kallar eftir því, getur forseti með athafnaleysi þreytt stjórnina með því að skrifa ekki undir lög þau er fram eru borin, þar til ríkisstjórnin sér sóma sinn í að hrökklast burt. Íslendingar eru orðnir langþreyttir á því að á þá sé ekki hlustað. Tæplega 100.000 manns vildu umbætur í heilbrigðiskerfinu. Ekkert gerðist. Kallað hefur verið eftir afsögn óhæfs fólks af almenningi en þingið ver það fram í rauðan dauðann. Þeir sem krafðir eru um afsögn skipta um stól. Skoðanakannanir sýna fram á mikla óánægju með ríkisstjórn Katrínar og Bjarna, en allt kemur fyrir ekki. Á æðsta valdið, þjóðina sjálfa, er ekki hlustað. En forseti getur hlustað og forseti sem hefur aðeins skyldur við almenning í landinu og þarf bara beiðni hluta þjóðar til að fara að hennar vilja. Samkvæmt tillögum stjórnlagaráðs nægir að 10% þjóðar skori á forseta. Tillögur Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskrá og hvað þyrfti til að forseti virti vilja þjóðar var að markið ætti að setja við 15%. Forseta ber fyrsta skylda til að verja þingræðið og þótt meirihluti tryggi núverandi ríkisstjórn völdin, þá snýst þingræði um það að við stýrið sé ríkisstjórn sem þingið getur afborið. Ef eitthvað er að marka skoðanannakannanir sem lýsa óánægju með Bjarna Benediktsson og ríkisstjórn hans og það er raunverulegur vilji þjóðarinnar að koma þessari óvinsælu ríkisstjórn frá völdum í eitt skipti fyrir öll þá er hægur vandi fyrir þjóðina að kalla eftir því að forseti staðfesti ekki lög sem ríkisstjórnin setur fram. Og krefja svo forsetaframbjóðendur um slíkt loforð. Ef forseti hlýtir ákalli þjóðarinnar og staðfestir ekki lög frá ríkisstjórninni þarf ríkisstjórnin að vera tilbúin að leggja sjálfa sig að veði með því að reyna að fella forsetann. Þá verða samkvæmt stjórnarskrá þrír fjórðu hlutar þingsins að krefjast þess að forseti fari frá og knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um forseta. Fái forseti fleiri atkvæði en þingið er stjórnin fallin og boða þarf til alþingiskosninga. Er þetta það sem þjóðin vill raunverulega? Er eitthvað að marka skoðannakannanir sem lýsa óánægju með ríkisstjórnina? Er eitthvað að marka skoðanakannanir yfirleitt? Já, skoðanakannanir veita ábendingar um afstöðu þjóðarinnar til manna og málefna. Þær segja að ríkisstjórnin og Bjarni Benediktsson séu óvinsæl. Þær segja að þjóðin vilji ríkisstjórnina burt. Þjóðin segist vilja sameiningartákn. Sameiningartákn verður að hafa innihald. Að vera sameiningartákn snýst ekki um það að vera óaðfinnanleg manneskja, því slík manneskja er einfaldlega ekki til. Forseti þarf hinsvegar að vera sú manneskja sem stendur með fólkinu í landinu. Ég vil biðja ykkur lesendur góðir ,að hugsa alvarlega um það til hvers þið ætlist af forseta svo þjóðinni megi auðnast að eignast forseta með mikið og almennt traust en ekki ríflega 20% fylgi. Höfundur er leikkona og í forsetaframboði.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun