Ég kýs Baldur Guðrún Rögnvaldardóttir skrifar 22. maí 2024 21:00 Ég er svo heppin að eiga dóttur sem er lesbía. Í gegnum hana og störf okkar beggja innan hinsegin samfélagsins hef ég kynnst svo mörgu yndislegu fólki og lært svo margt um samfélagið okkar sem mér var áður hulið. Dóttir mín var um tíma í stjórn félags hinsegin stúdenta – félagsins sem stofnað var að frumkvæði Baldurs Þórhallssonar og fleiri. Sjálf var ég um tíma formaður samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra, og tók við formennskunni af tengdamóður Baldurs. Ég er svo ofboðslega þakklát þeim mörgu sem ruddu brautina hér á Íslandi hvað varðar réttindamál, sýnileika og viðurkenningu samkynhneigðra og alls hinsegin fólks. Það kostaði mikil átök og miklar fórnir fjölmargra einstaklinga að komast þangað sem við sem samfélag erum í dag. Fyrir þátt Baldurs Þórhallssonar í þessari mannréttindabaráttu – og ekki síður fyrir að lyfta henni upp í tengslum við komandi forsetakosningar – finnst mér hann eiga skilið atkvæði mitt og allra þeirra sem láta sig hag hinsegin fólks varða. Áherslur Baldurs í kosningabaráttunni hugnast mér einnig vel. Málefni landsbyggðarinnar eru honum hugleikin. Hann vill setja mannréttindamál, málefni barna og ungmenna og annarra sem standa höllum fæti í samfélaginu á oddinn. Og auðvitað eru málefni og réttindi hinsegin fólks og fjölskyldna þeirra einnig í fyrirrúmi. En ég myndi líka kjósa Baldur þótt hann væri ekki hommi. Sem stjórnmálafræðingur er Baldur virtur fræðimaður, á Íslandi sem og á alþjóðlegum vettvangi. Hann gjörþekkir íslenska stjórnmálakerfið og hefur einnig yfirgripsmikla þekkingu á þeim ógnum og tækifærum sem Ísland sem smáríki stendur frammi fyrir. Á mann sem býr yfir slíkri þekkingu og nýtur slíkrar virðingar er hlustað, innanlands sem utan landsteinanna, og það skiptir máli þegar þörf er á að tala máli Íslands. Ég var nemandi Baldurs í HÍ þegar ég var í meistaranámi í opinberri stjórnsýslu fyrir hátt í tuttugu árum, og fékk hann til að leiðbeina mér í meistaraverkefninu. Það er sjálfsagt ekki auðvelt að leiðbeina nemanda sem er 10 árum eldri en kennarinn og þykist þar að auki vita allt um efnið, en Baldur reyndist frábær leiðbeinandi. Hann spurði gagnrýninna spurninga en sýndi einnig diplómatíska hæfileika. Hvort tveggja kostir sem forseti þarf að mínu viti að hafa. En mestu máli skiptir að forseti okkar sé góð, heiðarleg og umfram allt einlæg manneskja, sem þjóðin treystir. Baldur Þórhallsson er að mínu mati fremstur meðal margra álitlegra frambjóðenda. Ég kýs því Baldur. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er svo heppin að eiga dóttur sem er lesbía. Í gegnum hana og störf okkar beggja innan hinsegin samfélagsins hef ég kynnst svo mörgu yndislegu fólki og lært svo margt um samfélagið okkar sem mér var áður hulið. Dóttir mín var um tíma í stjórn félags hinsegin stúdenta – félagsins sem stofnað var að frumkvæði Baldurs Þórhallssonar og fleiri. Sjálf var ég um tíma formaður samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra, og tók við formennskunni af tengdamóður Baldurs. Ég er svo ofboðslega þakklát þeim mörgu sem ruddu brautina hér á Íslandi hvað varðar réttindamál, sýnileika og viðurkenningu samkynhneigðra og alls hinsegin fólks. Það kostaði mikil átök og miklar fórnir fjölmargra einstaklinga að komast þangað sem við sem samfélag erum í dag. Fyrir þátt Baldurs Þórhallssonar í þessari mannréttindabaráttu – og ekki síður fyrir að lyfta henni upp í tengslum við komandi forsetakosningar – finnst mér hann eiga skilið atkvæði mitt og allra þeirra sem láta sig hag hinsegin fólks varða. Áherslur Baldurs í kosningabaráttunni hugnast mér einnig vel. Málefni landsbyggðarinnar eru honum hugleikin. Hann vill setja mannréttindamál, málefni barna og ungmenna og annarra sem standa höllum fæti í samfélaginu á oddinn. Og auðvitað eru málefni og réttindi hinsegin fólks og fjölskyldna þeirra einnig í fyrirrúmi. En ég myndi líka kjósa Baldur þótt hann væri ekki hommi. Sem stjórnmálafræðingur er Baldur virtur fræðimaður, á Íslandi sem og á alþjóðlegum vettvangi. Hann gjörþekkir íslenska stjórnmálakerfið og hefur einnig yfirgripsmikla þekkingu á þeim ógnum og tækifærum sem Ísland sem smáríki stendur frammi fyrir. Á mann sem býr yfir slíkri þekkingu og nýtur slíkrar virðingar er hlustað, innanlands sem utan landsteinanna, og það skiptir máli þegar þörf er á að tala máli Íslands. Ég var nemandi Baldurs í HÍ þegar ég var í meistaranámi í opinberri stjórnsýslu fyrir hátt í tuttugu árum, og fékk hann til að leiðbeina mér í meistaraverkefninu. Það er sjálfsagt ekki auðvelt að leiðbeina nemanda sem er 10 árum eldri en kennarinn og þykist þar að auki vita allt um efnið, en Baldur reyndist frábær leiðbeinandi. Hann spurði gagnrýninna spurninga en sýndi einnig diplómatíska hæfileika. Hvort tveggja kostir sem forseti þarf að mínu viti að hafa. En mestu máli skiptir að forseti okkar sé góð, heiðarleg og umfram allt einlæg manneskja, sem þjóðin treystir. Baldur Þórhallsson er að mínu mati fremstur meðal margra álitlegra frambjóðenda. Ég kýs því Baldur. Höfundur er verkfræðingur.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun