Skoðun

Til ó­á­kveðinna kjós­enda

Eygló Halldórsdóttir skrifar

Nú er bara vika til kjördags í forsetakosningum og margir málsmetandi menn, konur og kvár búin að upplýsa almúgann um hvaða frambjóðandi verður svo heppinn að fá þeirra atkvæði.

Það er því ekki eftir neinu að bíða með að ég tilkynni ykkur, ágætu Íslendingar, hvern/hverja ég ætla að velja.

Þó er einn hængur á, nefnilega sá að ég hef enn ekki gert það upp við mig hver af þessum 12 flottu frambjóðendum fær mitt atkvæði. Ég er að vinna í málinu!

Því verð ég að biðja ykkur, sem ennþá eruð óákveðin þegar tjaldið fellur að baki ykkur í kjörklefanum á laugardaginn, að loka augunum í 5 sek og opna hugann svo ég geti sent ykkur hugskeyti um hvaða reit höndin og blýanturinn eigi að krossfesta. - Passið bara að vera ekki mikð að stroka út því það getur gerst að þá komi gat á reitinn í stað krossins og gæti þá atkvæðaseðillinn verið ógildur þrátt fyrir að krossað hafi verið í annan reit.

Ef vel tekst til munum við með samstilltum hugum velja rétta einstaklinginn til forsætis á Bessastöðum.

Höfundur er óákveðinn kjósandi.




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×