Dýrmætt veganesti í forsetaembættið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 26. maí 2024 17:30 Víða í lýðveldum Evrópu er fyrir að fara einhvers konar neitunarvaldi forseta. Að sama skapi er velþekkt víða í álfunni að háttsettir ráðherrar, þar á meðal forsætisráðherrar, séu kosnir forsetar og segi þá ekki af sér fyrr en þeir hafa verið kjörnir. Þar á meðal í hinu norræna lýðveldinu, Finnlandi. Hvað hin norrænu ríkin varðar er þjóðhöfðinginn ekki einu sinni kjörinn heldur gengur staðan sem kunnugt er í erfðir. Varla dettur þó nokkrum í hug að halda því fram að fyrir vikið séu hin Norðurlöndin ekki lýðræðisríki eða að lýðræði þeirra sé á einhvern hátt stefnt í voða. Líkt og einhverjir hafa fullyrt að yrði raunin hér á landi verði Katrín Jakobsdóttir kjörin forseti Íslands. Flestir telja þvert á móti að norrænu ríkin séu fyrirmynd í þeim efnum. Evrópskir forsetar eru þess utan gjarnan þingkjörnir en ekki þjóðkjörnir líkt og hér. Tal um að Katrínu sé ekki treystandi fyrir málskotsrétti forseta lýðveldisins þar sem hún hafi verið í stjórnmálum stenzt að sama skapi ekki skoðun. Hið sama hefði þá átt við Ólaf Ragnar Grímsson. Þá hafa forsetar Evrópuríkja, sem koma sem fyrr segir iðulega úr stjórnmálum, gjarnan vald til þess að stöðva beinlínis löggjöf frá viðkomandi þjóðþingum en ekki einungis vísa henni í dóm kjósenda líkt og í tilfelli forseta Íslands. Valdapólitíkus sem sækist eftir minni völdum? Tveir forsetar Íslands voru þingmenn þegar þeir buðu sig fram til að gegna embættinu og höfðu auk þess báðir verið ráðherrar áður, þeir Ólafur Ragnar og Ásgeir Ásgeirsson. Meðal annars hafði Ásgeir gegnt embætti forsætisráðherra. Hvorugur sagði af sér þingmennsku fyrr en fyrir lá að þeir hefðu náð kjöri. Væntanlega hafa þeir viljað hafa vaðið fyrir neðan sig og geta haldið áfram á þingi næðu þeir ekki kjöri. Hins vegar sagði Katrín ekki einungis af sér sem forsætisráðherra í kjölfar þess að hún tilkynnti um framboð sitt til embættis forseta Íslands heldur einnig sem þingmaður mörgum vikum fyrir kjördag. Þá afsalaði hún sér enn fremur biðlaunum í kosningabaráttunni. Katrín hefði hæglega getað verið áfram þingmaður og ekki sagt af sér nema hún næði kjöri eins og Ólafur og Ásgeir en kaus þess í stað að setja nýtt fordæmi. Með öðrum orðum sagði Katrín af sér valdamesta embætti landsins til þess að eiga einungis möguleika á að vera kosin í líklega valdaminnsta embættið í lýðræðislegum kosningum. Þá sagði hún enn fremur af sér þingmennsku sem fyrr segir án þess að þurfa þess auk flokksformennsku. Engu að síður hefur Katrín meðal annars verið sökuð um það að vera „valdapólitíkus“. Hvaða valdapólitíkus hefði staðið þannig að málum? Hefði ekki sett Icesave-málið í þjóðaratkvæði Hvað reynslu af stjórnmálum annars varðar, svo ekki sé talað um mikla reynsla í þeim efnum líkt og Katrín býr yfir, getur hún reynzt afar dýrmætt veganesti í forsetaembættið. Forsetinn þarf þannig eðli málsins samkvæmt að eiga í ýmsum samskiptum við stjórnmálamenn og getur jafnvel staðið frammi fyrir mjög erfiðum áskorunum í þeim efnum. Við þær aðstæður getur komið sér afar vel að vita hvernig kaupin gerast þar. Fullyrða má að Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti lýðveldisins, hefði ekki vísað Icesave-samningunum í þjóðaratkvæði ef ekki hefði verið fyrir mikla reynslu hans úr heimi stjórnmálanna. Það skiptir máli að kunna mannganginn í þeim efnum, vera með þykkan pólitískan skráp og kippa sér ekki upp við það þó stjórnmálamenn láti glitta í tennurnar. Forsetinn þarf þá einfaldlega að geta sýnt þeim tennurnar á móti. Katrín er vitanlega umdeild vegna þátttöku sinnar í stjórnmálum. Eðli málsins samkvæmt. Það verða alltaf einhverjir bæði sammála og ósammála þeim sem gefa sig að stjórnmálum. Hins vegar er það í hennar tilfelli fyrst og fremst afleiðing þess að hafa staðið í stafni og þurft að taka ýmsar erfiðar ákvarðanir. Það er enda það sem forystumenn þurfa að geta gert. Þar með talinn og ekki sízt forseti lýðveldisins. Kjósendur fá það bezta úr báðum hópunum Hins vegar hefur Katrín sýnt einstakan hæfileika í gegnum tíðina til þess að virkja fólk úr ólíkum áttum til þess að vinna saman að því að finna lausn á erfiðum viðfangsefnum. Hæfileiki sem á góða samleið með embætti forseta lýðveldisins. Sá hæfileiki sýndi sig ekki hvað sízt í tengslum við kjaraviðræður sem skilað hefur til að mynda í þeirri viðurkenningu sem felst í stuðningi ófárra verkalýðsforingja við framboð hennar. Forsetum lýðveldisins hefur annars gjarnan verið skipt í tvo hópa. Þá sem komið hafa úr stjórnmálum og hina sem komið hafa úr fræða- og menningarheiminum. Með Katrínu fengi þjóðin í raun tvo fyrir einn í þeim efnum. Forseta með bæði mikla reynslu úr heimi stjórnmálanna, sem reynzt hefur þeim forsetum afar vel sem búið hafa að henni, og sem látið hefur sér annt um menningu þjóðarinnar og ekki sízt tungumálið. Vegna veru sinnar í sviðsljósi stjórnmálanna um árabil og undir smásjá fjölmiðla og annarra býr Katrín enn fremur yfir öðrum ótvíræðum kosti. Kjósendur vita fyrir vikið í raun nákvæmlega hvað felst í því að greiða henni atkvæði sitt. Kosti þess og galla. Þar hefur í raun öllum steinum verið velt við. Fólk sér ekki einungis einhverjar vel hannaðar umbúðir heldur fylgir með ítarleg innihaldslýsing. Fólk veit hvað það fær. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Víða í lýðveldum Evrópu er fyrir að fara einhvers konar neitunarvaldi forseta. Að sama skapi er velþekkt víða í álfunni að háttsettir ráðherrar, þar á meðal forsætisráðherrar, séu kosnir forsetar og segi þá ekki af sér fyrr en þeir hafa verið kjörnir. Þar á meðal í hinu norræna lýðveldinu, Finnlandi. Hvað hin norrænu ríkin varðar er þjóðhöfðinginn ekki einu sinni kjörinn heldur gengur staðan sem kunnugt er í erfðir. Varla dettur þó nokkrum í hug að halda því fram að fyrir vikið séu hin Norðurlöndin ekki lýðræðisríki eða að lýðræði þeirra sé á einhvern hátt stefnt í voða. Líkt og einhverjir hafa fullyrt að yrði raunin hér á landi verði Katrín Jakobsdóttir kjörin forseti Íslands. Flestir telja þvert á móti að norrænu ríkin séu fyrirmynd í þeim efnum. Evrópskir forsetar eru þess utan gjarnan þingkjörnir en ekki þjóðkjörnir líkt og hér. Tal um að Katrínu sé ekki treystandi fyrir málskotsrétti forseta lýðveldisins þar sem hún hafi verið í stjórnmálum stenzt að sama skapi ekki skoðun. Hið sama hefði þá átt við Ólaf Ragnar Grímsson. Þá hafa forsetar Evrópuríkja, sem koma sem fyrr segir iðulega úr stjórnmálum, gjarnan vald til þess að stöðva beinlínis löggjöf frá viðkomandi þjóðþingum en ekki einungis vísa henni í dóm kjósenda líkt og í tilfelli forseta Íslands. Valdapólitíkus sem sækist eftir minni völdum? Tveir forsetar Íslands voru þingmenn þegar þeir buðu sig fram til að gegna embættinu og höfðu auk þess báðir verið ráðherrar áður, þeir Ólafur Ragnar og Ásgeir Ásgeirsson. Meðal annars hafði Ásgeir gegnt embætti forsætisráðherra. Hvorugur sagði af sér þingmennsku fyrr en fyrir lá að þeir hefðu náð kjöri. Væntanlega hafa þeir viljað hafa vaðið fyrir neðan sig og geta haldið áfram á þingi næðu þeir ekki kjöri. Hins vegar sagði Katrín ekki einungis af sér sem forsætisráðherra í kjölfar þess að hún tilkynnti um framboð sitt til embættis forseta Íslands heldur einnig sem þingmaður mörgum vikum fyrir kjördag. Þá afsalaði hún sér enn fremur biðlaunum í kosningabaráttunni. Katrín hefði hæglega getað verið áfram þingmaður og ekki sagt af sér nema hún næði kjöri eins og Ólafur og Ásgeir en kaus þess í stað að setja nýtt fordæmi. Með öðrum orðum sagði Katrín af sér valdamesta embætti landsins til þess að eiga einungis möguleika á að vera kosin í líklega valdaminnsta embættið í lýðræðislegum kosningum. Þá sagði hún enn fremur af sér þingmennsku sem fyrr segir án þess að þurfa þess auk flokksformennsku. Engu að síður hefur Katrín meðal annars verið sökuð um það að vera „valdapólitíkus“. Hvaða valdapólitíkus hefði staðið þannig að málum? Hefði ekki sett Icesave-málið í þjóðaratkvæði Hvað reynslu af stjórnmálum annars varðar, svo ekki sé talað um mikla reynsla í þeim efnum líkt og Katrín býr yfir, getur hún reynzt afar dýrmætt veganesti í forsetaembættið. Forsetinn þarf þannig eðli málsins samkvæmt að eiga í ýmsum samskiptum við stjórnmálamenn og getur jafnvel staðið frammi fyrir mjög erfiðum áskorunum í þeim efnum. Við þær aðstæður getur komið sér afar vel að vita hvernig kaupin gerast þar. Fullyrða má að Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti lýðveldisins, hefði ekki vísað Icesave-samningunum í þjóðaratkvæði ef ekki hefði verið fyrir mikla reynslu hans úr heimi stjórnmálanna. Það skiptir máli að kunna mannganginn í þeim efnum, vera með þykkan pólitískan skráp og kippa sér ekki upp við það þó stjórnmálamenn láti glitta í tennurnar. Forsetinn þarf þá einfaldlega að geta sýnt þeim tennurnar á móti. Katrín er vitanlega umdeild vegna þátttöku sinnar í stjórnmálum. Eðli málsins samkvæmt. Það verða alltaf einhverjir bæði sammála og ósammála þeim sem gefa sig að stjórnmálum. Hins vegar er það í hennar tilfelli fyrst og fremst afleiðing þess að hafa staðið í stafni og þurft að taka ýmsar erfiðar ákvarðanir. Það er enda það sem forystumenn þurfa að geta gert. Þar með talinn og ekki sízt forseti lýðveldisins. Kjósendur fá það bezta úr báðum hópunum Hins vegar hefur Katrín sýnt einstakan hæfileika í gegnum tíðina til þess að virkja fólk úr ólíkum áttum til þess að vinna saman að því að finna lausn á erfiðum viðfangsefnum. Hæfileiki sem á góða samleið með embætti forseta lýðveldisins. Sá hæfileiki sýndi sig ekki hvað sízt í tengslum við kjaraviðræður sem skilað hefur til að mynda í þeirri viðurkenningu sem felst í stuðningi ófárra verkalýðsforingja við framboð hennar. Forsetum lýðveldisins hefur annars gjarnan verið skipt í tvo hópa. Þá sem komið hafa úr stjórnmálum og hina sem komið hafa úr fræða- og menningarheiminum. Með Katrínu fengi þjóðin í raun tvo fyrir einn í þeim efnum. Forseta með bæði mikla reynslu úr heimi stjórnmálanna, sem reynzt hefur þeim forsetum afar vel sem búið hafa að henni, og sem látið hefur sér annt um menningu þjóðarinnar og ekki sízt tungumálið. Vegna veru sinnar í sviðsljósi stjórnmálanna um árabil og undir smásjá fjölmiðla og annarra býr Katrín enn fremur yfir öðrum ótvíræðum kosti. Kjósendur vita fyrir vikið í raun nákvæmlega hvað felst í því að greiða henni atkvæði sitt. Kosti þess og galla. Þar hefur í raun öllum steinum verið velt við. Fólk sér ekki einungis einhverjar vel hannaðar umbúðir heldur fylgir með ítarleg innihaldslýsing. Fólk veit hvað það fær. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun