Ég kýs Katrínu! Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 27. maí 2024 15:31 Forsetakosningar eru ekkert þýðingarlaust léttmeti eins og sumir gefa í skyn. Mér finnst það stórmál hver velst í hlutverk forseta Íslands. Þó forsetinn sé valdalítill, þá er hann áhrifamikill. Hann er tákn og fulltrúi þjóðarinnar bæði inn á við og ekki síður út á við og hefur mikil áhrif á ímynd landsins meðal þjóða heims. Því er mikilvægt að í hlutverkið veljist einstaklingur sem við Íslendingar getum verið stolt af, hvar sem er og hvenær sem er. Mannkostir Katrínar Ég styð Katrínu Jakobsdóttur heils hugar og vil að hún verði næsti forseti Íslands. Það er engin tilviljun. Ég þekki Katrínu ekki persónulega, en hef vegna starfa minna í tengslum við atvinnulífið undanfarin sex ár, hitt hana á fundum og viðburðum og oft hlustað á hana halda ræður og erindi. Katrín er vel máli farin, talar ekki í innihaldslausum frösum og verður sjaldan fótaskortur í hugsun eða á tungunni. Mér finnst Katrín þar að auki skarpgreind, réttsýn, eldfljót að setja sig inn í flókin mál og vera fær um að horfa á þau frá mismunandi sjónarhornum. Hún hefur jákvæða útgeislun, alþýðlegt yfirbragð, góða nærveru og á auðvelt með að setja sig í spor annarra. Hún getur hins vegar svo sannarlega verið föst fyrir, ef aðstæður skapa tilefni til þess - en það er að mínu mati ein mikilvægasta fjöðrin í hattinn. Dýrmæt þekking og reynsla Mér finnst yfirgripsmikil þekking og reynsla Katrínar úr stjórnmálum mjög jákvæð og dýrmæt og hljóta að styrkja hana í embætti forseta. Það á ekki síður við reynslu hennar sem leiðtogi ríkisstjórnarinnar síðastliðin ár.Katrín hefur áunnið sér traust og virðingu þvert á hið pólítíska litróf og óháð stétt og stöðu. Ekki má svo gleyma tengslaneti hennar, sem ég er viss um að er stórt og gott og nær yfir lönd og höf. Það er gríðarlega mikilvægt, ekki síst nú, þegar alþjóðasamstarf og -samvinna hafa líklega aldrei verið mikilvægari. Þar mun reynsla hennar í samskiptum við önnur ríki, erlenda þjóðhöfðingja og leiðtöga verða mikils virði. Það skiptir máli hver verður forseti Ég treysti Katrínu langbest til að vera fulltrúi og sameiningartákn íslensku þjóðarinnar. Ég treysti henni best til að vera okkar sendiboði á erlendri grundu og tala þar fyrir hagsmunum Íslands og breiða gildi þjóðarinnar út bæði innanlands og um heimsbyggðina. Ekki er svo verra að hún er kona, en nú eru komin 28 ár síðan Vigdís Finnbogadóttir yfirgaf sviðið. Nú standa yfir mikilvægustu atvinnuviðtöl ársins, sem hafa áhrif á þjóðina og samskipti okkar við önnur ríki inn í næstu ár og jafnvel áratug. Það skiptir máli hver verður forseti. Vöndum okkur á kjördag. Áfram Katrín! Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Forsetakosningar eru ekkert þýðingarlaust léttmeti eins og sumir gefa í skyn. Mér finnst það stórmál hver velst í hlutverk forseta Íslands. Þó forsetinn sé valdalítill, þá er hann áhrifamikill. Hann er tákn og fulltrúi þjóðarinnar bæði inn á við og ekki síður út á við og hefur mikil áhrif á ímynd landsins meðal þjóða heims. Því er mikilvægt að í hlutverkið veljist einstaklingur sem við Íslendingar getum verið stolt af, hvar sem er og hvenær sem er. Mannkostir Katrínar Ég styð Katrínu Jakobsdóttur heils hugar og vil að hún verði næsti forseti Íslands. Það er engin tilviljun. Ég þekki Katrínu ekki persónulega, en hef vegna starfa minna í tengslum við atvinnulífið undanfarin sex ár, hitt hana á fundum og viðburðum og oft hlustað á hana halda ræður og erindi. Katrín er vel máli farin, talar ekki í innihaldslausum frösum og verður sjaldan fótaskortur í hugsun eða á tungunni. Mér finnst Katrín þar að auki skarpgreind, réttsýn, eldfljót að setja sig inn í flókin mál og vera fær um að horfa á þau frá mismunandi sjónarhornum. Hún hefur jákvæða útgeislun, alþýðlegt yfirbragð, góða nærveru og á auðvelt með að setja sig í spor annarra. Hún getur hins vegar svo sannarlega verið föst fyrir, ef aðstæður skapa tilefni til þess - en það er að mínu mati ein mikilvægasta fjöðrin í hattinn. Dýrmæt þekking og reynsla Mér finnst yfirgripsmikil þekking og reynsla Katrínar úr stjórnmálum mjög jákvæð og dýrmæt og hljóta að styrkja hana í embætti forseta. Það á ekki síður við reynslu hennar sem leiðtogi ríkisstjórnarinnar síðastliðin ár.Katrín hefur áunnið sér traust og virðingu þvert á hið pólítíska litróf og óháð stétt og stöðu. Ekki má svo gleyma tengslaneti hennar, sem ég er viss um að er stórt og gott og nær yfir lönd og höf. Það er gríðarlega mikilvægt, ekki síst nú, þegar alþjóðasamstarf og -samvinna hafa líklega aldrei verið mikilvægari. Þar mun reynsla hennar í samskiptum við önnur ríki, erlenda þjóðhöfðingja og leiðtöga verða mikils virði. Það skiptir máli hver verður forseti Ég treysti Katrínu langbest til að vera fulltrúi og sameiningartákn íslensku þjóðarinnar. Ég treysti henni best til að vera okkar sendiboði á erlendri grundu og tala þar fyrir hagsmunum Íslands og breiða gildi þjóðarinnar út bæði innanlands og um heimsbyggðina. Ekki er svo verra að hún er kona, en nú eru komin 28 ár síðan Vigdís Finnbogadóttir yfirgaf sviðið. Nú standa yfir mikilvægustu atvinnuviðtöl ársins, sem hafa áhrif á þjóðina og samskipti okkar við önnur ríki inn í næstu ár og jafnvel áratug. Það skiptir máli hver verður forseti. Vöndum okkur á kjördag. Áfram Katrín! Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun