„Þetta verður bara stríð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2024 09:01 Kristófer Acox í baráttunni við Grindvíkinginn DeAndre Kane í síðasta leik. Vísir/Anton Brink Kristófer Acox er að fara spila oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð og í fjórða sinn á síðustu fimm árum. Stefán Árni Pálsson ræddi við fyrirliða Valsmanna um leikinn við Grindavík sem fer fram í kvöld fyrir framan troðfullan Hlíðarenda. Valsmenn gátu tryggt sér titilinn í Smáranum á sunnudaginn en misstu leikinn frá sér í blálokin. „Tilfinningin var mjög súr. Við vorum kannski ekki alveg með unnin leik en við vorum með þetta í okkar höndum. Nú er maður búinn að horfa á þetta aftur og miðað við okkar spilamennsku í þeim leik þá áttum við ekkert skilið að lyfta titlunum miðað við þessa frammistöðu,“ sagði Kristófer Acox. Ætla að sýna sitt rétta andlit „Við vissum það að ef við spilum ekki góðan leik og sýnum okkar bestu frammistöðu þá er ekkert sjálfgefið að vinna þetta Grindavíkurlið,“ sagði Kristófer, „Eftir svona slaka frammistöðu þá held ég að við viljum sýna okkar rétta andlit á heimavelli og lyfta bikarnum þar,“ sagði Kristófer. Það hefur reynt verulega á Valsmenn í þessari úrslitakeppni en hvernig er skrokkurinn á Kristófer eftir alla þessa leiki? Kristófer Acox er algjör lykilmaður í Valsliðinu á báðum endum vallarins.Vísir/Anton Brink „Hann er bara á síðustu metrunum eins og hjá öllum öðrum. Það er búið að vera mikið líkamlegt áreiti, sérstaklega í Hattar- og Njarðvíkurseríunum. Það er búið að vera mikið af leikjum og auðvitað stutt á milli leikja í þessu öllu saman. Maður kemst áfram á adrenalíninu og geðveikinni,“ sagði Kristófer. Næstu vikur verða helvíti „Það er aldrei auðvelt að vinna titil og maður veit það þegar maður fer inn í úrslitakeppni að næstu vikur verða helvíti. Það er líka mikið áreiti andlega. Það þarf að halda sér góðum bæði líkamlega og andlega í þessu öllu saman. Liðið sem nær að vera sterkast þar nær að lyfta titlinum,“ sagði Kristófer. Eru margir að biðja hann um miða á leikinn? „Já svolítið mikið. Það er líka ótrúlegasta fólk sem biður um miða. Þetta hefur verið svona síðustu tvö ár. Þetta er þriðji oddaleikurinn í röð sem ég er að spila um titil. Þá vilja allir koma á þennan leik fimm í Valsheimilinu,“ sagði Kristófer. Kristófer ræðir um hvernig svefninn hans hafi verið síðustu vikur og það að allir vilji spyrja hann út í leikina. Hann vonast til að reynsla Valsliðsins af oddaleikjum síðustu ára hjálpi þeim núna. Að þrauka aðeins lengur „Þetta verður bara stríð. Bæði liðin eru komin bókstaflega á síðustu metrana. Þetta er síðasti leikurinn sem þú getur spilað næstu mánuði. Þetta verður drulluerfitt fyrir bæði lið,“ sagði Kristófer. „Ég held að það verði liðið sem nær að þrauka aðeins lengur, berjast aðeins betur í gegnum þreytuna sem nær að vinna þennan leik,“ sagði Kristófer. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Leikur Vals og Grindavíkur hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkustund fyrir leik, klukkan 18:15. Klippa: Kristófer Acox: Það er aldrei auðvelt að vinna titil Subway-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Valsmenn gátu tryggt sér titilinn í Smáranum á sunnudaginn en misstu leikinn frá sér í blálokin. „Tilfinningin var mjög súr. Við vorum kannski ekki alveg með unnin leik en við vorum með þetta í okkar höndum. Nú er maður búinn að horfa á þetta aftur og miðað við okkar spilamennsku í þeim leik þá áttum við ekkert skilið að lyfta titlunum miðað við þessa frammistöðu,“ sagði Kristófer Acox. Ætla að sýna sitt rétta andlit „Við vissum það að ef við spilum ekki góðan leik og sýnum okkar bestu frammistöðu þá er ekkert sjálfgefið að vinna þetta Grindavíkurlið,“ sagði Kristófer, „Eftir svona slaka frammistöðu þá held ég að við viljum sýna okkar rétta andlit á heimavelli og lyfta bikarnum þar,“ sagði Kristófer. Það hefur reynt verulega á Valsmenn í þessari úrslitakeppni en hvernig er skrokkurinn á Kristófer eftir alla þessa leiki? Kristófer Acox er algjör lykilmaður í Valsliðinu á báðum endum vallarins.Vísir/Anton Brink „Hann er bara á síðustu metrunum eins og hjá öllum öðrum. Það er búið að vera mikið líkamlegt áreiti, sérstaklega í Hattar- og Njarðvíkurseríunum. Það er búið að vera mikið af leikjum og auðvitað stutt á milli leikja í þessu öllu saman. Maður kemst áfram á adrenalíninu og geðveikinni,“ sagði Kristófer. Næstu vikur verða helvíti „Það er aldrei auðvelt að vinna titil og maður veit það þegar maður fer inn í úrslitakeppni að næstu vikur verða helvíti. Það er líka mikið áreiti andlega. Það þarf að halda sér góðum bæði líkamlega og andlega í þessu öllu saman. Liðið sem nær að vera sterkast þar nær að lyfta titlinum,“ sagði Kristófer. Eru margir að biðja hann um miða á leikinn? „Já svolítið mikið. Það er líka ótrúlegasta fólk sem biður um miða. Þetta hefur verið svona síðustu tvö ár. Þetta er þriðji oddaleikurinn í röð sem ég er að spila um titil. Þá vilja allir koma á þennan leik fimm í Valsheimilinu,“ sagði Kristófer. Kristófer ræðir um hvernig svefninn hans hafi verið síðustu vikur og það að allir vilji spyrja hann út í leikina. Hann vonast til að reynsla Valsliðsins af oddaleikjum síðustu ára hjálpi þeim núna. Að þrauka aðeins lengur „Þetta verður bara stríð. Bæði liðin eru komin bókstaflega á síðustu metrana. Þetta er síðasti leikurinn sem þú getur spilað næstu mánuði. Þetta verður drulluerfitt fyrir bæði lið,“ sagði Kristófer. „Ég held að það verði liðið sem nær að þrauka aðeins lengur, berjast aðeins betur í gegnum þreytuna sem nær að vinna þennan leik,“ sagði Kristófer. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Leikur Vals og Grindavíkur hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkustund fyrir leik, klukkan 18:15. Klippa: Kristófer Acox: Það er aldrei auðvelt að vinna titil
Subway-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira