Menningarelítan klofin og tekst á um ... elítur Jakob Bjarnar skrifar 29. maí 2024 13:21 Ragnar Kjartansson og Auður Jónsdóttir tilheyra bæði menningarelítu landsins, hvað svo sem það nú er, en húnvirðist klofin í herðar niður í afstöðu sinni til Katrínar Jakobsdóttur. getty/vísir Baráttan um Bessastaði hefur harðnað svo um munar á síðustu dögum. Einkum eru það andstæðingar Katrínar Jakobsdóttur sem ekki mega til þess hugsa að hún hoppi eins auðveldlega og skoðanakannanir gefa til kynna úr stóli forsætisráðherra yfir í að verða sjálfur forseti Íslands. Þessi ágreiningur kjarnast í tveimur nýlegum skoðanagreinum sem fólk keppist við að dreifa sína á milli. Annars vegar er það rithöfundurinn Auður Jónsdóttir sem skrifa mikla grein á Heimildina þar sem hún beinir sjónum sínum að Katrínu, hennar fólki og finnur því allt til foráttu. Og hins vegar er það Ragnar Kjartansson listamaður sem rís henni til varnar. Andi elítisma í kringum Katrínu Auður byrjar bratt: „Það er andi elítisma í kringum kosningabaráttu Katrínar Jakobsdóttur. Nafntogaðir listamenn, áhrifafólk í samfélaginu og stjórnmálum jafnt sem velvirkjar þaulsetnasta stjórnmálaflokks landsins leggjast á eina sveif með henni.“ Auði þykir þetta félagsfræðileg stúdía og aðstöðumunur á stöðu frambjóðenda sláandi. Andi elítismans sýni sitt andlit nema þetta eru svo ólíkir hópar að elítuandlitið sé farið að fæla fremur en laða: „Vélvirkjar Sjálfstæðisflokksins baka köku, orðræðu og vídeó, sumir fyrir opnari tjöldum en aðrir, vanir að redda Bjarna Ben og meðvitaðir um að ef forsetinn þarf að skreppa úr landi getur Bjarni í ofan á lag verið handhafi forsetavaldsins. Og sprautur í VG hlæja í samtakamætti með Sjálfstæðisflokknum sem er löngu orðinn þeim eiginlegur. Kári, Össur, Víkingur og Bubbi ... Mogginn er jafn þægilega retró og Friðarhúsið á Snorrabraut; þetta skemmtilega land nostalgíunnar er þeirra og útlendingafrumvarpið hefur séð til þess að það er opnara fyrir norskum fyrirtækjum að þurrausa firðina en fólki í neyð sem raskar við eitís-ásýnd þess.“ Kári Stefáns er kallaður til, Össur Skarhéðinsson vaktar netið, Víkingur Heiðar og Bubbi syngja og leika og Guðni Ágústsson hrópar. Þeir sem mótmæla eru kallaðir eltihrellar af Kolbrúnu Bergþórsdóttur. Og Auður spyr hvort verið geti að Katrín sameini fremur þá voldugu en þjóðina? Auður fer yfir feril Katrínar þar sem ekki gætir samræmis, svo vægt sé til orða tekið: „Þarna er bara fólk í einhverri kreðsu að eiga einhver embætti, sagði sprenglærð manneskja í samfélagsfúnksjón við mig. Það er ekki góð menning. Þau eru blindust á valdið sem búa að því. Þurfa ekki að hafa fyrir því. Aðeins samstöðunni um að það sé þeirra.“ Og stór menningarelítusilfurskeið í munni Grein Auðar hefur farið sem eldur í sinu, meðal þeirra sem eru henni sammála, líkt og algóritmi alnetsins kveður á um. Þá rís upp á ögurstundu gamall og gegnheill stuðningsmaður Katrínar. Maður sem aldrei bregst þegar í harðbakkann slær. Ragnar Kjartansson listamaður og ritar grein sem virðist ætla að fá allt eins mikla dreifingu og grein Auðar. „Hér er elíta, um elítu, frá elítu, til elítu“ heitir grein Ragnars. „Ég heiti Ragnar Kjartansson og ég er elíta. Ég las grein Auðar Jónsdóttur um Katrínu Jakobsdóttur í Heimildinni þar sem samkrull hennar við völd og elítu var aðalmálið og fannst þetta allt saman bara orðið aðeins of fyndið. Auður sagði reyndar af sér sem menningarritstjóri Heimildarinnar eftir umræður um að hún sjálf væri fædd með of stóra menningarelítusilfurskeið í munni og ég gat ekki annað en flissað yfir þessu öllu saman.“ Grein Ragnars er, líkt og Auðar, baneitruð, þó ekki sé hún eins mikil vöxtum og hann heggur í augljósar mótsagnir. „En mér heyrist reyndar að þau sem voru reiðust yfir því að hún sæti sem forsætisráðherra í samstarfi með Sjálfstæðisflokki og Framsókn séu þau sömu og eru reiðust út í hana fyrir að hætta.“ Þetta hefur gagnast Donald Trump ágætlega Ragnar segir að eðlilegt sé að spá í hvort of mikil tengsl séu milli framkvæmdavalds og forseta en það sé akkúrat í því tilfelli sem honum finnst kostirnir fleiri en gallarnir. Því Ragnar treystir Katrínu til að vera hlutlaus og heil og að hún hafi þjóðarhagsmuni að leiðarljósi í stórum málum sem koma á hennar borð. Og hann teflir fram sjálfum Trump: „Donald Trump og stuðningsmönnum hans hefur orðið ótrúlega ágengt með tali um elítu og djúpríki,“ skrifar Ragnar og segir að Katrín hafi þrátt fyrir allt unnið frábært starf sem þingmaður, menntamálaráðherra og forsætisráðherra og beitt sér sérstaklega fyrir „mannréttindum, kvenfrelsi, kynferlsi, náttúruvernd og þar fram eftir götunum.“ Og Ragnar ætti að þekkja það því honum hefur verið teflt fram á ögurstundu af VG og Katrínu. Nú er spurt hvort það dugi til. Katrín eða ekki Katrín, sú virðist spurningin. Forsetakosningar 2024 Menning Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Þessi ágreiningur kjarnast í tveimur nýlegum skoðanagreinum sem fólk keppist við að dreifa sína á milli. Annars vegar er það rithöfundurinn Auður Jónsdóttir sem skrifa mikla grein á Heimildina þar sem hún beinir sjónum sínum að Katrínu, hennar fólki og finnur því allt til foráttu. Og hins vegar er það Ragnar Kjartansson listamaður sem rís henni til varnar. Andi elítisma í kringum Katrínu Auður byrjar bratt: „Það er andi elítisma í kringum kosningabaráttu Katrínar Jakobsdóttur. Nafntogaðir listamenn, áhrifafólk í samfélaginu og stjórnmálum jafnt sem velvirkjar þaulsetnasta stjórnmálaflokks landsins leggjast á eina sveif með henni.“ Auði þykir þetta félagsfræðileg stúdía og aðstöðumunur á stöðu frambjóðenda sláandi. Andi elítismans sýni sitt andlit nema þetta eru svo ólíkir hópar að elítuandlitið sé farið að fæla fremur en laða: „Vélvirkjar Sjálfstæðisflokksins baka köku, orðræðu og vídeó, sumir fyrir opnari tjöldum en aðrir, vanir að redda Bjarna Ben og meðvitaðir um að ef forsetinn þarf að skreppa úr landi getur Bjarni í ofan á lag verið handhafi forsetavaldsins. Og sprautur í VG hlæja í samtakamætti með Sjálfstæðisflokknum sem er löngu orðinn þeim eiginlegur. Kári, Össur, Víkingur og Bubbi ... Mogginn er jafn þægilega retró og Friðarhúsið á Snorrabraut; þetta skemmtilega land nostalgíunnar er þeirra og útlendingafrumvarpið hefur séð til þess að það er opnara fyrir norskum fyrirtækjum að þurrausa firðina en fólki í neyð sem raskar við eitís-ásýnd þess.“ Kári Stefáns er kallaður til, Össur Skarhéðinsson vaktar netið, Víkingur Heiðar og Bubbi syngja og leika og Guðni Ágústsson hrópar. Þeir sem mótmæla eru kallaðir eltihrellar af Kolbrúnu Bergþórsdóttur. Og Auður spyr hvort verið geti að Katrín sameini fremur þá voldugu en þjóðina? Auður fer yfir feril Katrínar þar sem ekki gætir samræmis, svo vægt sé til orða tekið: „Þarna er bara fólk í einhverri kreðsu að eiga einhver embætti, sagði sprenglærð manneskja í samfélagsfúnksjón við mig. Það er ekki góð menning. Þau eru blindust á valdið sem búa að því. Þurfa ekki að hafa fyrir því. Aðeins samstöðunni um að það sé þeirra.“ Og stór menningarelítusilfurskeið í munni Grein Auðar hefur farið sem eldur í sinu, meðal þeirra sem eru henni sammála, líkt og algóritmi alnetsins kveður á um. Þá rís upp á ögurstundu gamall og gegnheill stuðningsmaður Katrínar. Maður sem aldrei bregst þegar í harðbakkann slær. Ragnar Kjartansson listamaður og ritar grein sem virðist ætla að fá allt eins mikla dreifingu og grein Auðar. „Hér er elíta, um elítu, frá elítu, til elítu“ heitir grein Ragnars. „Ég heiti Ragnar Kjartansson og ég er elíta. Ég las grein Auðar Jónsdóttur um Katrínu Jakobsdóttur í Heimildinni þar sem samkrull hennar við völd og elítu var aðalmálið og fannst þetta allt saman bara orðið aðeins of fyndið. Auður sagði reyndar af sér sem menningarritstjóri Heimildarinnar eftir umræður um að hún sjálf væri fædd með of stóra menningarelítusilfurskeið í munni og ég gat ekki annað en flissað yfir þessu öllu saman.“ Grein Ragnars er, líkt og Auðar, baneitruð, þó ekki sé hún eins mikil vöxtum og hann heggur í augljósar mótsagnir. „En mér heyrist reyndar að þau sem voru reiðust yfir því að hún sæti sem forsætisráðherra í samstarfi með Sjálfstæðisflokki og Framsókn séu þau sömu og eru reiðust út í hana fyrir að hætta.“ Þetta hefur gagnast Donald Trump ágætlega Ragnar segir að eðlilegt sé að spá í hvort of mikil tengsl séu milli framkvæmdavalds og forseta en það sé akkúrat í því tilfelli sem honum finnst kostirnir fleiri en gallarnir. Því Ragnar treystir Katrínu til að vera hlutlaus og heil og að hún hafi þjóðarhagsmuni að leiðarljósi í stórum málum sem koma á hennar borð. Og hann teflir fram sjálfum Trump: „Donald Trump og stuðningsmönnum hans hefur orðið ótrúlega ágengt með tali um elítu og djúpríki,“ skrifar Ragnar og segir að Katrín hafi þrátt fyrir allt unnið frábært starf sem þingmaður, menntamálaráðherra og forsætisráðherra og beitt sér sérstaklega fyrir „mannréttindum, kvenfrelsi, kynferlsi, náttúruvernd og þar fram eftir götunum.“ Og Ragnar ætti að þekkja það því honum hefur verið teflt fram á ögurstundu af VG og Katrínu. Nú er spurt hvort það dugi til. Katrín eða ekki Katrín, sú virðist spurningin.
Forsetakosningar 2024 Menning Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00