„Síðustu mánuðir ógeðslega erfiðir en maður á samt alltaf að mæta og spila“ Smári Jökull Jónsson skrifar 29. maí 2024 22:54 Ólafur svekktur í leikslok. Vísir/Anton Brink Ólafur Ólafsson fyrirliði Grindavíkur fór yfir tímabilið eftir úrslitaleikinn gegn Val í kvöld þar sem Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn.Hann sagði síðustu mánuði hjá Grindvíkingum hafa verið mjög erfiða og þó svo að hægt væri að gleyma sér á æfingum og leikjum væru andvökunæturnar búnar að vera margar. Andri Már Eggertsson ræddi við Ólaf eftir leikinn í kvöld og byrjaði á að spyrja út í hvað hefði gert það að verkum að Valur stóð uppi sem Íslandsmeistari í leikslok. „Þeir bara náðu að stoppa áhlaupin okkar og við aftur á móti náðum ekki að stoppa þeirra. Þeir voru alltaf með svör við öllu sem við gerðum og bara til hamingju Valur.“ Ólafur gaf lítið fyrir það að Grindvíkingar hefðu ekki náð að bregðast við því að Kristófer Acox hafi meiðst í upphafi leiks. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá var ég búinn að gleyma því að Kristó hefði meiðst og bara vona að hann nái sér sem allra fyrst. Ég var búinn að gleyma því bara eftir tvær mínútur. Þeir eru búnir að vera það lengi saman að spila og kunna á hvern annan. Þeir spiluðu bara betur en við í dag.“ Grindvíkingar létu dómgæsluna fara töluvert í taugarnar á sér en það hallaði á gestina í fjölda villna og lentu þeir í miklum villuvandræðum. Hann sagði það ekki hafa haft úrslitaáhrif. „Ekkert frekar. Það var verið að tala um að þeir hefðu skotið sautján vítum í fyrri hálfleik en við fjórum, samt vorum við að fara jafn kröftuglega á körfuna. Leikurinn tapast ekki þar. Það er mjög erfitt að setja þettta eitthvað í orð en ég er mjög stoltur af mínu liði.“ „Margar andvökunætur og stundum ekkert sofið, bara að hugsa um hvað ef“ Grindvíkingar hafa gengið í gegnum mikið á tímabilinu síðan jarðhræringar hófust í nóvember og rýma þurfti bæinn. Ólafur viðurkenndi að síðustu mánuðir hafi verið mjög erfiðir. „Þetta er búið að vera erfitt. Að við þurfum að vera að ganga í gegnum þetta er ógeðslega erfitt og dagurinn í dag er búinn að vera erfiður. Síðustu sex til sjö mánuðir eru búnir að vera ógeðslega erfiðir en maður á samt alltaf að mæta og spila körfubolta.“ „Það sem er búið að vera á herðunum á manni allan þennan tíma er búið að vera ógeðslega erfitt. Maður þarf alltaf að setja upp einhvern svip þegar manni líður illa og vissulega gleymir maður sér á æfingum og í leikjum en það eru búnar að vera margar andvökunætur og stundum ekkert sofið, bara að hugsa um hvað ef. Þetta er búið að vera skrýtið og erfitt.“ Eldgos hófst við Grindavík í enn eitt skiptið í dag og mættu Grindvíkingar til leiks með þær fréttir á bakinu. „Dagurinn í dag var ekkert til að hjálpa til því stærðin á þessu var svo mikil. Það þarf örugglega bara að leggja mig inn eftir þetta, ég er alveg andlega búinn á því. Það er ekki dropi eftir á tanknum.“ Ólafur sagði kærkomið fjölskyldufrí framundan. „Á maður ekki bara skilið að fara í frí? Við erum að fara núna í næsta mánuði í fjölskylduferð sem verður geggjað fyrir okkur, aðeins að komast í burtu. Það sem maður þarf er að komast í burtu frá þessu öllu saman. Maður er búinn að vera að standa vaktina og þetta er búið að vera ógeðslega erfitt.“ Ólafur hugsaði um þegar hann var spurður hvort hann yrði í Grindavík á næsta tímabili en sagði erfitt að hoppa frá borði eins og staðan væri. „Ég held ég þurfi bara að vinna í sjálfum mér. Þetta er búið að vera ógeðslega erfitt en ég býst við því. Það er erfitt að labba frá borði eftir þetta tímabil, eftir allt þetta erfiði og að ná þetta langt. Ég er bara ógeðslega stoltur af mínu liði, öllum þjálfurum og allri stjórninni. Öllum bænum að komast í gegnum þetta allt saman. Þetta er búið að vera algjör viðbjóður.“ Subway-deild karla Valur Grindavík Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira
Andri Már Eggertsson ræddi við Ólaf eftir leikinn í kvöld og byrjaði á að spyrja út í hvað hefði gert það að verkum að Valur stóð uppi sem Íslandsmeistari í leikslok. „Þeir bara náðu að stoppa áhlaupin okkar og við aftur á móti náðum ekki að stoppa þeirra. Þeir voru alltaf með svör við öllu sem við gerðum og bara til hamingju Valur.“ Ólafur gaf lítið fyrir það að Grindvíkingar hefðu ekki náð að bregðast við því að Kristófer Acox hafi meiðst í upphafi leiks. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá var ég búinn að gleyma því að Kristó hefði meiðst og bara vona að hann nái sér sem allra fyrst. Ég var búinn að gleyma því bara eftir tvær mínútur. Þeir eru búnir að vera það lengi saman að spila og kunna á hvern annan. Þeir spiluðu bara betur en við í dag.“ Grindvíkingar létu dómgæsluna fara töluvert í taugarnar á sér en það hallaði á gestina í fjölda villna og lentu þeir í miklum villuvandræðum. Hann sagði það ekki hafa haft úrslitaáhrif. „Ekkert frekar. Það var verið að tala um að þeir hefðu skotið sautján vítum í fyrri hálfleik en við fjórum, samt vorum við að fara jafn kröftuglega á körfuna. Leikurinn tapast ekki þar. Það er mjög erfitt að setja þettta eitthvað í orð en ég er mjög stoltur af mínu liði.“ „Margar andvökunætur og stundum ekkert sofið, bara að hugsa um hvað ef“ Grindvíkingar hafa gengið í gegnum mikið á tímabilinu síðan jarðhræringar hófust í nóvember og rýma þurfti bæinn. Ólafur viðurkenndi að síðustu mánuðir hafi verið mjög erfiðir. „Þetta er búið að vera erfitt. Að við þurfum að vera að ganga í gegnum þetta er ógeðslega erfitt og dagurinn í dag er búinn að vera erfiður. Síðustu sex til sjö mánuðir eru búnir að vera ógeðslega erfiðir en maður á samt alltaf að mæta og spila körfubolta.“ „Það sem er búið að vera á herðunum á manni allan þennan tíma er búið að vera ógeðslega erfitt. Maður þarf alltaf að setja upp einhvern svip þegar manni líður illa og vissulega gleymir maður sér á æfingum og í leikjum en það eru búnar að vera margar andvökunætur og stundum ekkert sofið, bara að hugsa um hvað ef. Þetta er búið að vera skrýtið og erfitt.“ Eldgos hófst við Grindavík í enn eitt skiptið í dag og mættu Grindvíkingar til leiks með þær fréttir á bakinu. „Dagurinn í dag var ekkert til að hjálpa til því stærðin á þessu var svo mikil. Það þarf örugglega bara að leggja mig inn eftir þetta, ég er alveg andlega búinn á því. Það er ekki dropi eftir á tanknum.“ Ólafur sagði kærkomið fjölskyldufrí framundan. „Á maður ekki bara skilið að fara í frí? Við erum að fara núna í næsta mánuði í fjölskylduferð sem verður geggjað fyrir okkur, aðeins að komast í burtu. Það sem maður þarf er að komast í burtu frá þessu öllu saman. Maður er búinn að vera að standa vaktina og þetta er búið að vera ógeðslega erfitt.“ Ólafur hugsaði um þegar hann var spurður hvort hann yrði í Grindavík á næsta tímabili en sagði erfitt að hoppa frá borði eins og staðan væri. „Ég held ég þurfi bara að vinna í sjálfum mér. Þetta er búið að vera ógeðslega erfitt en ég býst við því. Það er erfitt að labba frá borði eftir þetta tímabil, eftir allt þetta erfiði og að ná þetta langt. Ég er bara ógeðslega stoltur af mínu liði, öllum þjálfurum og allri stjórninni. Öllum bænum að komast í gegnum þetta allt saman. Þetta er búið að vera algjör viðbjóður.“
Subway-deild karla Valur Grindavík Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira