Skoðun

Hvar varstu?

Margrét Eymundardóttir skrifar

Hvar varstu þegar sprengjunum rigndi yfir? Hvað varstu að gera þegar barnið dó? Að nudda stírurnar úr augunum? Hella upp á kaffi? Taka fyrsta sopa dagsins? Þau dóu mörg. Klæða þig í skóna? Loka á eftir þér hurðinni? Allt þetta og meira. Vefja um þig kápunni? Myndatakan tekur á. Spenna beltið? Þú í framboði. Líta í baksýnisspegilinn? Sjá þar enga sjálfstæða ákvörðun. Mæta sífellt harðnandi augnaráðinu? Fylgja alltaf flokkslínunni. Hvaða línu? Hvaða flokki tilheyrir þú?

Ég skammast mín fyrir að vera meðal þeirra sem líta undan. Þau deyja mörg. Tortímingin heldur áfram. Hversu lengi? Þangað til búið er að drepa öll börnin? Ég er mállaus. Ætla að skrifa. Þér sem biður mig að kjósa þig. Allt þetta máttlausa starf. Engin knýjandi þörf á að hafa alla góða. Meðan verið er að drepa þjóð. Meðan við förum út í búð. Sjáum laufblöðin skærgrænu. Mætumst út á götu. Bjóðum góðan dag. Má vera kurteis og ósammála. Ég þurfti að segja þér það Katrín.

Höfundur er kennari. 




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×