Að fortíð skal hyggja Guðrún Jónsdóttir skrifar 30. maí 2024 15:16 Hún er svo undarleg þessi stemming í samfélaginu núna. Ég skil hana ekki. Ég skil ekki hversu margt fólk sem hefur gagnrýnt ríkisstjórn Íslands harkalega undanfarin ár flykkir sér á bak við fyrrverandi forsætisráðherra og er sannfært um að hún yrði frábær forseti. Áberandi fólk úr öllum stjórnmálaflokkum og úr ólíkustu þjóðfélagshópum. Þar á meðal ágætis vinir mínir. Einhvern veginn hef ég alltaf trúað því að besti mælikvarðinn á framtíðarhegðun fólks væri hvernig það hefði hagað sér í fortíðinni. Fyrrverandi forsætisráðherra getur ekki vikið sér undan því að hafa leitt stjórnina sem var sannarlega gagnrýniverð og gekk í berhögg við það sem VG þóttist standa fyrir. Ég upplifi merkilega þögn og ósýnileika frá mörgum þeim sem ég veit að eru sammála mér, en veigra sér við að segja það upphátt. Ég upplifi hreinlega hræðslu hugrakkra femínista, heitra náttúruverndarsinna og annarra mannréttindafrömuða við að opinbera sig og það er alveg nýtt fyrir mér en ég reyni að skilja það. Getur það verið vegna þess að það er við svo öflugan og ráðandi hóp að etja og málflutningur þeirra hefur náð í gegn? Að málefnaleg umræða eigi að snúast eingöngu um að halda fram kostum eigin frambjóðenda, en hallmæla undir engum kringumstæðum öðrum frambjóðendum? Þau sem orði það að þau vilji ekki fyrrum forsætisráðherra á Bessastaði séu sjálfkrafa vont fólk með ómálefnalegan hatursáróður og minnimáttarkennd? Ansi hávær kór fólks sem venjulega er í sama liði og við sem erum ósammála. Þess vegna er hætt við að málin verði persónuleg og að fólk óttist að verða útilokað úr hópi vina, ættingja eða samstarfsfólks. Ég lít á þetta sem gaslýsingu og ég neita að undirgangast hana. Gaslýsing er áhrifamikið ofbeldisform sem margir eru ómeðvitaðir um, bæði þau sem beita henni og þau sem verða fyrir henni. Hún byggist á því að ef fólk sem beitt er einhvers konar kúgun eða rangindum kvartar undan því, er því talin trú um að engin rangindi hafi átt sér stað, heldur sé um ímyndun eða rangtúlkun þolandans að ræða. Heppnist hún fer þolandinn að efast um eigin dómgreind. Þegar stórir og valdamiklir hópar sameinast um að beita hópgaslýsingu verður hún svo áhrifamikil að hún þaggar auðveldlega niður í fjölda manns. Ég gæti nefnt mörg dæmi um gaslýsingar á samfélagsmiðlum undanfarið, þau eru augljós ef fólk þekkir fyrirbærið. Það sem er óvenjulegt er að hópamyndanirnar eru óhefðbundnar. Ég skrifa þetta til umhugsunar fyrir þau sem hafa fundið fyrir óþægindunum sem fylgja því að þegja þó þau langi til þess að tjá sig. Ég áfellist ykkur ekki, en bendi bara á öflin sem eru í gangi og að við erum mörg sem höfum dröslast með þessar tilfinningar. Ég segi það upphátt að ég vil ekki fyrrum forsætisráðherra á Bessastaði. Það hefur ekkert með hatur, illkvittni eða minnimáttarkennd að gera, heldur heilbrigða skynsemi og réttlætiskennd. Ég vil forseta sem þjóðin getur treyst, sameinast um og verið stolt af. Sjálf ætla ég að kjósa Höllu Hrund. Höfundur er félagsráðgjafi og fyrrum talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Sjá meira
Hún er svo undarleg þessi stemming í samfélaginu núna. Ég skil hana ekki. Ég skil ekki hversu margt fólk sem hefur gagnrýnt ríkisstjórn Íslands harkalega undanfarin ár flykkir sér á bak við fyrrverandi forsætisráðherra og er sannfært um að hún yrði frábær forseti. Áberandi fólk úr öllum stjórnmálaflokkum og úr ólíkustu þjóðfélagshópum. Þar á meðal ágætis vinir mínir. Einhvern veginn hef ég alltaf trúað því að besti mælikvarðinn á framtíðarhegðun fólks væri hvernig það hefði hagað sér í fortíðinni. Fyrrverandi forsætisráðherra getur ekki vikið sér undan því að hafa leitt stjórnina sem var sannarlega gagnrýniverð og gekk í berhögg við það sem VG þóttist standa fyrir. Ég upplifi merkilega þögn og ósýnileika frá mörgum þeim sem ég veit að eru sammála mér, en veigra sér við að segja það upphátt. Ég upplifi hreinlega hræðslu hugrakkra femínista, heitra náttúruverndarsinna og annarra mannréttindafrömuða við að opinbera sig og það er alveg nýtt fyrir mér en ég reyni að skilja það. Getur það verið vegna þess að það er við svo öflugan og ráðandi hóp að etja og málflutningur þeirra hefur náð í gegn? Að málefnaleg umræða eigi að snúast eingöngu um að halda fram kostum eigin frambjóðenda, en hallmæla undir engum kringumstæðum öðrum frambjóðendum? Þau sem orði það að þau vilji ekki fyrrum forsætisráðherra á Bessastaði séu sjálfkrafa vont fólk með ómálefnalegan hatursáróður og minnimáttarkennd? Ansi hávær kór fólks sem venjulega er í sama liði og við sem erum ósammála. Þess vegna er hætt við að málin verði persónuleg og að fólk óttist að verða útilokað úr hópi vina, ættingja eða samstarfsfólks. Ég lít á þetta sem gaslýsingu og ég neita að undirgangast hana. Gaslýsing er áhrifamikið ofbeldisform sem margir eru ómeðvitaðir um, bæði þau sem beita henni og þau sem verða fyrir henni. Hún byggist á því að ef fólk sem beitt er einhvers konar kúgun eða rangindum kvartar undan því, er því talin trú um að engin rangindi hafi átt sér stað, heldur sé um ímyndun eða rangtúlkun þolandans að ræða. Heppnist hún fer þolandinn að efast um eigin dómgreind. Þegar stórir og valdamiklir hópar sameinast um að beita hópgaslýsingu verður hún svo áhrifamikil að hún þaggar auðveldlega niður í fjölda manns. Ég gæti nefnt mörg dæmi um gaslýsingar á samfélagsmiðlum undanfarið, þau eru augljós ef fólk þekkir fyrirbærið. Það sem er óvenjulegt er að hópamyndanirnar eru óhefðbundnar. Ég skrifa þetta til umhugsunar fyrir þau sem hafa fundið fyrir óþægindunum sem fylgja því að þegja þó þau langi til þess að tjá sig. Ég áfellist ykkur ekki, en bendi bara á öflin sem eru í gangi og að við erum mörg sem höfum dröslast með þessar tilfinningar. Ég segi það upphátt að ég vil ekki fyrrum forsætisráðherra á Bessastaði. Það hefur ekkert með hatur, illkvittni eða minnimáttarkennd að gera, heldur heilbrigða skynsemi og réttlætiskennd. Ég vil forseta sem þjóðin getur treyst, sameinast um og verið stolt af. Sjálf ætla ég að kjósa Höllu Hrund. Höfundur er félagsráðgjafi og fyrrum talskona Stígamóta.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun