Óttarr og Sigurjón ráðherrar Jóns í stjórnarkreppu Jón Þór Stefánsson skrifar 30. maí 2024 22:32 „Ég er kominn strax með tvo ráðherra og svo myndum við finna út úr rest,“ sagði Jón Gnarr um hvað hann myndi gera í mögulegri stjórnarkreppu. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr segir að ef kæmi til stjórnarkreppu á meðan hann væri forseti og hann þyrfti að skipa utanþingsstjórn þá myndi hann skipa Óttarr Proppé, listamann og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, og Sigurjón Kjartansson, kvikmyndagerðarmann og Tvíhöfðabróður Jóns, í ráðuneyti. Óttarr Proppé yrði forsætisráðherra og Sigurjón Kjartansson yrði menntamálráðherra. Þetta kom fram í kappræðum Stöðvar 2 í kvöld, en þar voru frambjóðendurnir spurðir út í hvað þeir myndu gera sem forseti kæmi til stjórnarkreppu. „Ég er með tvo einstaklinga í huga sem ég myndi treysta í þetta. Ég myndi skipa forsætisráðherra Óttarr Proppé. Enginn spurning. Og svo myndi ég gera Sigurjón Kjartansson að menntamálaráðherra vegna þess að ég svona hálflofaði honum því fyrir löngu síðan, og ég veit að hann langar það. Þarna fengi hann tækifæri til þess,“ sagði Jón. „Ég er kominn strax með tvo ráðherra og svo myndum við finna út úr rest.“ Þessir yrðu ráðherrar í utanþingsstjórn í forsetatíð Jóns ef það kæmi stjórnarkreppa.Vísir Einungis örþrifaráð Í kappræðunum voru frambjóðendurnir spurðir hvort það tæki þá langan tíma að skipa utanþingsstjórn og hvort það væri með sérstakt fólk í huga. Halla Tómasdóttir sagði að um væri að ræða heimild sem forsetinn er með en hann eigi ekki að nýta hann nema sem örþrifaráð. „Það tæki mig ekki langan tíma. Mig meira að segja dreymdi um þetta þegar ég var yngri að árum að það væri hægt að ráða í ríkisstjórn, þá eftir hæfni og bakgrunni,“ sagði Halla, sem vildi þó ekki fara að máta einstaka embættismenn við ráðherrastólana í sjónvarpssal. Hægt að stjórna Bretlandi með fimm góðum mönnum Arnar Þór Jónsson vísaði til orða Margrétar heitinnar Thatcher. „Hún sagði að það væri hægt að stjórna Bretlandi með fimm góðum mönnum. Five good men. En bætti því við að henni hefði aldrei tekist að finna alla fimm á sama tíma. Þannig það væri örugglega ekki einfalt mál á Íslandi, en örugglega gerlegt.“ Utanþingsstjórn ef ríkisstjórnarleysið væri hamlandi Katrín Jakobsdóttir sagði að sér þætti mikilvægt að forsetinn gæfi þinginu tíma. Hann eigi ekki að hlaupa til svo hann geti myndað utanþingsstjórn. Hún sagði þó að ef staðan væri orðin þannig að „ríkisstjórnarleysið“ væri farið að hamla eðlilegum störfum í stjórnsýslunni þá gæti hún skipað utanþingsstjórn nokkuð hratt og örugglega. Myndi skipa eftir því hvaða hæfni þörf væri á Halla Hrund Logadóttir tók undir með Katrínu. Hún sagði að hún myndi skipa utanþingsstjórn hratt og örugglega ef til þess kæmi, enda myndi það þýða að það lægi á því að fá nýja stjórn. „Ég myndi horfa á hvað væri í gangi í samfélaginu og hvers konar hæfni þyrfti fyrir verkefnin fram undan.“ Lýðræðislegra að skoða kosningar fyrst Baldur Þórhallsson sagði að ef sú staða væri kominn upp að fólk væri farið að íhuga utanþingsstjórn að þá myndi hann sem forseti athuga áhuga þingsins á að boða til nýrra kosninga. Honum þætti það lýðræðislegast. Hins vegar væri hann tilbúinn í ákveðinni stöðu að skipa utanþingsstjórn, en þá þyrfti líka að gera það með vilja þingsins þar sem það þurfi að vinna með ríkisstjórninni. Kappræðurnar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Óttarr Proppé yrði forsætisráðherra og Sigurjón Kjartansson yrði menntamálráðherra. Þetta kom fram í kappræðum Stöðvar 2 í kvöld, en þar voru frambjóðendurnir spurðir út í hvað þeir myndu gera sem forseti kæmi til stjórnarkreppu. „Ég er með tvo einstaklinga í huga sem ég myndi treysta í þetta. Ég myndi skipa forsætisráðherra Óttarr Proppé. Enginn spurning. Og svo myndi ég gera Sigurjón Kjartansson að menntamálaráðherra vegna þess að ég svona hálflofaði honum því fyrir löngu síðan, og ég veit að hann langar það. Þarna fengi hann tækifæri til þess,“ sagði Jón. „Ég er kominn strax með tvo ráðherra og svo myndum við finna út úr rest.“ Þessir yrðu ráðherrar í utanþingsstjórn í forsetatíð Jóns ef það kæmi stjórnarkreppa.Vísir Einungis örþrifaráð Í kappræðunum voru frambjóðendurnir spurðir hvort það tæki þá langan tíma að skipa utanþingsstjórn og hvort það væri með sérstakt fólk í huga. Halla Tómasdóttir sagði að um væri að ræða heimild sem forsetinn er með en hann eigi ekki að nýta hann nema sem örþrifaráð. „Það tæki mig ekki langan tíma. Mig meira að segja dreymdi um þetta þegar ég var yngri að árum að það væri hægt að ráða í ríkisstjórn, þá eftir hæfni og bakgrunni,“ sagði Halla, sem vildi þó ekki fara að máta einstaka embættismenn við ráðherrastólana í sjónvarpssal. Hægt að stjórna Bretlandi með fimm góðum mönnum Arnar Þór Jónsson vísaði til orða Margrétar heitinnar Thatcher. „Hún sagði að það væri hægt að stjórna Bretlandi með fimm góðum mönnum. Five good men. En bætti því við að henni hefði aldrei tekist að finna alla fimm á sama tíma. Þannig það væri örugglega ekki einfalt mál á Íslandi, en örugglega gerlegt.“ Utanþingsstjórn ef ríkisstjórnarleysið væri hamlandi Katrín Jakobsdóttir sagði að sér þætti mikilvægt að forsetinn gæfi þinginu tíma. Hann eigi ekki að hlaupa til svo hann geti myndað utanþingsstjórn. Hún sagði þó að ef staðan væri orðin þannig að „ríkisstjórnarleysið“ væri farið að hamla eðlilegum störfum í stjórnsýslunni þá gæti hún skipað utanþingsstjórn nokkuð hratt og örugglega. Myndi skipa eftir því hvaða hæfni þörf væri á Halla Hrund Logadóttir tók undir með Katrínu. Hún sagði að hún myndi skipa utanþingsstjórn hratt og örugglega ef til þess kæmi, enda myndi það þýða að það lægi á því að fá nýja stjórn. „Ég myndi horfa á hvað væri í gangi í samfélaginu og hvers konar hæfni þyrfti fyrir verkefnin fram undan.“ Lýðræðislegra að skoða kosningar fyrst Baldur Þórhallsson sagði að ef sú staða væri kominn upp að fólk væri farið að íhuga utanþingsstjórn að þá myndi hann sem forseti athuga áhuga þingsins á að boða til nýrra kosninga. Honum þætti það lýðræðislegast. Hins vegar væri hann tilbúinn í ákveðinni stöðu að skipa utanþingsstjórn, en þá þyrfti líka að gera það með vilja þingsins þar sem það þurfi að vinna með ríkisstjórninni. Kappræðurnar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira