Skoðun

Ég styð Höllu Hrund Logadóttur

Þórólfur Árnason skrifar

Það er mikilvægt að forseti Íslands sé óháður valdastéttum og pólitískum flokkum. Forseti má ekki þurfa að taka afstöðu til máls sem hann hefur áður stutt eða lagt fram.

Forseti Íslands þarf að geta staðist þrýsting valdaaflanna. Það er ekki trúverðugt að vera í lykilhlutverki í stjórnarmyndun en vera mjög nátengdur helstu persónum og leikendum á sviðinu.

Forseti Íslands þarf að hafa góða menntun og reynslu og að mínu mati að hafa búið erlendis til að afla sér slíkrar reynslu. Það er ekki nóg að hafa brugðið sér út fyrir landsteinana til að sitja á fundum og ráðsstefnum.

Ég treysti Höllu Hrund til að standa vörð um auðlindir Íslands, sem eru sameign allrar þjóðarinnar.

Af þessum ástæðum styð ég Höllu Hrund.

Höfundur er verkfræðingur, fyrrum borgarstjóri og forstjóri.




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×