„Unga fólkið er klárlega að velja okkar framboð“ Ólafur Björn Sverrisson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 1. júní 2024 12:02 Halla mætti á kjörstað ásamt fjölskyldunni. ragnar visage Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi kaus í ráðhúsinu ásamt fjölskyldu sinni í dag. Hún segir ljóst að unga fólkið velji hennar framboð og vonar að það skili sér á kjörstað í dag. „Ekki síst þykir mér vænt um að í gærkvöldi sá ég tölur sem sýna að unga fólkið sé klárlega að velja okkar framboð. Það var eitthvað sem skipti okkur sköpum í okkar framboði þannig að mér líður nú þegar eins og við höfum náð að hafa jákvæð áhrif og gera gagn. Ég vona bara að unga fólkið skili sér á kjörstað, það skiptir auðvitað öllu máli fyrir heilbrigt lýðræði og þeirra framtíð,“ segir Halla. Hún segir meira „skoðanakannanablæti“ hafa viðgengist í þessari kosningabaráttu, samanborið við þá sem háð var árið 2016. „En að öðru leyti er þetta svipað. Eigum við ekki að segja að stundum hafi ég staldrað við orðræðuna í samfélaginu núna. Ég tel að við sem erum í framboði eigum alltaf að lyfta okkur upp fyrir það og sýna gott fordæmi. Það höfum við gert og ég held að það hafi fallið fólki vel. Við höfum horft á styrkleika annarra meðframbjóðenda og styrkleikana í okkar framboði og hvaða sýn við höfum á embættið. Aldrei reynt að níða skóinn af öðrum, enda eigum sem erum í framboði ekki að gera það.“ Halla er bjartsýn.ragnar visage Hvernig ætlið þið að verja restinni af deginum? „Við ætlum að leyfa okkur að fara út að borða saman, við höfum ekki náð máltíð saman í svolítinn tíma fjölskyldan þannig það stendur til að fá sér að borða. Svo ætlum við að hitta kjósendur á kosningaskrifstofunni, fara í nokkur viðtöl, kosningavaka í Grósku í kvöld. Við ætlum bara að njóta þessa dags, þetta er lýðræðisveisla. Við eigum öll að fagna þessum degi og ég upplifi að landinn ætli svo sannarlega að gera það.“ Kaust þú rétt? „Ég kýs alltaf rétt, með hjartanu,“ segir Halla að lokum. Atkvæðinu komið til skila.ragnar visage Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
„Ekki síst þykir mér vænt um að í gærkvöldi sá ég tölur sem sýna að unga fólkið sé klárlega að velja okkar framboð. Það var eitthvað sem skipti okkur sköpum í okkar framboði þannig að mér líður nú þegar eins og við höfum náð að hafa jákvæð áhrif og gera gagn. Ég vona bara að unga fólkið skili sér á kjörstað, það skiptir auðvitað öllu máli fyrir heilbrigt lýðræði og þeirra framtíð,“ segir Halla. Hún segir meira „skoðanakannanablæti“ hafa viðgengist í þessari kosningabaráttu, samanborið við þá sem háð var árið 2016. „En að öðru leyti er þetta svipað. Eigum við ekki að segja að stundum hafi ég staldrað við orðræðuna í samfélaginu núna. Ég tel að við sem erum í framboði eigum alltaf að lyfta okkur upp fyrir það og sýna gott fordæmi. Það höfum við gert og ég held að það hafi fallið fólki vel. Við höfum horft á styrkleika annarra meðframbjóðenda og styrkleikana í okkar framboði og hvaða sýn við höfum á embættið. Aldrei reynt að níða skóinn af öðrum, enda eigum sem erum í framboði ekki að gera það.“ Halla er bjartsýn.ragnar visage Hvernig ætlið þið að verja restinni af deginum? „Við ætlum að leyfa okkur að fara út að borða saman, við höfum ekki náð máltíð saman í svolítinn tíma fjölskyldan þannig það stendur til að fá sér að borða. Svo ætlum við að hitta kjósendur á kosningaskrifstofunni, fara í nokkur viðtöl, kosningavaka í Grósku í kvöld. Við ætlum bara að njóta þessa dags, þetta er lýðræðisveisla. Við eigum öll að fagna þessum degi og ég upplifi að landinn ætli svo sannarlega að gera það.“ Kaust þú rétt? „Ég kýs alltaf rétt, með hjartanu,“ segir Halla að lokum. Atkvæðinu komið til skila.ragnar visage
Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira