Könnun Maskínu daginn fyrir kjördag staðfesti flugið á Höllu Tómasdóttur Heimir Már Pétursson skrifar 2. júní 2024 12:31 Halla Tómasdóttir hafði sannarlega ástæðu til að fagna vel með stuðningsfólki sínu allt frá fyrstu tölum til þeirra síðustu. Vísir/Vilhelm Könnun sem Maskína gerði daginn fyrir kjördag staðfesti að allar líkur væru á að Halla Tómasdóttir myndi bera sigur úr bítum í kosningunum. Maskínu þótti hins vegar ekki rétt að birta könnun á kjördag. Halla Tómasdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Halla Hrund Logadóttir mættu í beina útsendingu á kosningavöku Stöðvar 2 eftir að nokkuð ljóst var hvert stefndi með úrslitin. Þær fögnuðu því allar að þrjár konur hefðu verið í toppbaráttunni um forsetaembættið.Vísir Síðasta könnun Maskínu fyrir fréttastofuna var birt sama dag og síðari kappræður forsetaframbjóðenda fóru fram fimmtudaginn 30. maí. Þar hafði Halla Tómasdóttir siglt upp að hlið Katrínar Jakobsdóttur, báðar með 24,1 prósenta fylgi. Könnunin sýndi að Halla Tómasdóttir var enn á flugi frá því fylgi hennar nánast þrefaldaðist milli kannana Maskínu hinn 8. maí og 16. maí þegar sex efstu frambjóðendur samkvæmt könnunum mættu í fyrri kappræður Stöðvar 2. Hér sést mjög skýrt hvernig fylgi Höllu Tómasdóttur var á mikilli uppleið í þremur könnunum Maskínu síðustu vikuna fyrir kosningar, í samanburði við úrslit kosninga.Stöð 2/Sara Maskína hélt hins vegar áfram að fylgjast með þeim miklu hreyfingum sem kannanir fyrirtækisins og annarra könnunarfyrirtækja höfðu sýnt að voru á fylgi efstu frambjóðenda allt frá upphafi annarar viku aprílmánaðar. Í fyrstu tveimur könnunum Maskínu sem birtar voru 8. apríl og 18. apríl var Katrín með örugga forystu með 32,9 prósenta fylgi í fyrstu könnuninni og 31,4 prósent í annarri. Flökti fylgi Katrínar frá 23 prósentum til 27 prósenta en fylgi Höllu Hrundar Logadóttur, Baldurs Þórhallassonar, Jóns Gnarrs og Höllu Tómasdóttur fór á mikla hreyfingu. Hér er þróunin á fylgi efstu sex forsetaframbjóðenda í fimm könnunum Maskínu frá 8. maí til dagsins fyrir kjördag, í samanburði við úrslit kosninganna í gær.Stöð 2/Sara Leið Höllu Tómasdóttur upp á við hófst í könnun Gallups sem birt var 10. maí, Prósents 13. maí og Maskínu 16. maí. Það jókst síðan stöðugt milli kannana eins og rakið hefur verið. Í könnun sem Maskína gerði síðan frá klukkan tíu að morgni til átta að kveldi föstudagsins 31. maí, daginn fyrir kjördag kom fram að Halla Tómasdóttir var enn í mikilli sókn og hafði þá stungið alla aðra frambjóðendur af. Þóra Ásgeirsdóttir framvæmdastjóri Maskínu segir að fyrirtækið hafi hins vegar ákveðið að birta ekki könnunina vegna þess að ekki hafi þótt viðeigandi að birta könnun á kjördag. Í þessari síðustu könnun mældist Halla með 32 prósenta fylgi og Katrín með 23 prósent. Katrín var þannig föst með rétt rúmlega tuttugu prósent frá síðustu könnunum og fylgi annarra efstu frambjóðenda komið á mikla ferð. Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Skoðanakannanir Tengdar fréttir Ekki sammála að fólk hafi kosið taktískt „Mér líður furðu vel fyrir utan svefnleysið. Mér er hlýtt í hjarta og hjarta mitt er fullt af þakklæti fyrir ótrúlegan stuðning og ótrúlega gleði, alla leiðina í framboðinu,“ segir Halla Tómasdóttir nýkjörin forseti Íslands. Hún þakkar þjóðinni fyrir traustið og upplýsir að snemma í maí hafi hún verið á mörkum þess að draga framboðið til baka. 2. júní 2024 11:39 Veit ekki hvað tekur við en byrjar á kaffibolla Katrín Jakobsdóttir hefur óskað Höllu Tómasdóttur til hamingju með kjör til embættis forseta Íslands. „Nú taka við ný ævintýri hjá mér sem ég veit ekkert hver verða. En fyrst ætla ég að fá mér kaffi og njóta þess að vera hér og nú.“ 2. júní 2024 10:25 Kosningarnar gerðar upp Þau Auður Jónsdóttir, Birgir Hermannsson og Björn Ingi Hrafnsson skiptast á skoðunum um úrslitin í forsetakosningunum á Sprengisandi í dag. Þá gæti verið von á að nýkjörinn forseti láti sjá sig. 2. júní 2024 09:31 Kosningarnar gerðar upp Þau Auður Jónsdóttir, Birgir Hermannsson og Björn Ingi Hrafnsson skiptast á skoðunum um úrslitin í forsetakosningunum á Sprengisandi í dag. Þá gæti verið von á að nýkjörinn forseti láti sjá sig. 2. júní 2024 09:31 Augljóst að kjósendur vilja konu sem næsta forseta „Mín viðbrögð eru mjög góð. Mér finnst skilaboðin skýr. Kjósendur vilja augljóslega fá konu sem næsta forseta og ég sætti mig auðmjúkur við það.“ 2. júní 2024 01:33 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Halla Tómasdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Halla Hrund Logadóttir mættu í beina útsendingu á kosningavöku Stöðvar 2 eftir að nokkuð ljóst var hvert stefndi með úrslitin. Þær fögnuðu því allar að þrjár konur hefðu verið í toppbaráttunni um forsetaembættið.Vísir Síðasta könnun Maskínu fyrir fréttastofuna var birt sama dag og síðari kappræður forsetaframbjóðenda fóru fram fimmtudaginn 30. maí. Þar hafði Halla Tómasdóttir siglt upp að hlið Katrínar Jakobsdóttur, báðar með 24,1 prósenta fylgi. Könnunin sýndi að Halla Tómasdóttir var enn á flugi frá því fylgi hennar nánast þrefaldaðist milli kannana Maskínu hinn 8. maí og 16. maí þegar sex efstu frambjóðendur samkvæmt könnunum mættu í fyrri kappræður Stöðvar 2. Hér sést mjög skýrt hvernig fylgi Höllu Tómasdóttur var á mikilli uppleið í þremur könnunum Maskínu síðustu vikuna fyrir kosningar, í samanburði við úrslit kosninga.Stöð 2/Sara Maskína hélt hins vegar áfram að fylgjast með þeim miklu hreyfingum sem kannanir fyrirtækisins og annarra könnunarfyrirtækja höfðu sýnt að voru á fylgi efstu frambjóðenda allt frá upphafi annarar viku aprílmánaðar. Í fyrstu tveimur könnunum Maskínu sem birtar voru 8. apríl og 18. apríl var Katrín með örugga forystu með 32,9 prósenta fylgi í fyrstu könnuninni og 31,4 prósent í annarri. Flökti fylgi Katrínar frá 23 prósentum til 27 prósenta en fylgi Höllu Hrundar Logadóttur, Baldurs Þórhallassonar, Jóns Gnarrs og Höllu Tómasdóttur fór á mikla hreyfingu. Hér er þróunin á fylgi efstu sex forsetaframbjóðenda í fimm könnunum Maskínu frá 8. maí til dagsins fyrir kjördag, í samanburði við úrslit kosninganna í gær.Stöð 2/Sara Leið Höllu Tómasdóttur upp á við hófst í könnun Gallups sem birt var 10. maí, Prósents 13. maí og Maskínu 16. maí. Það jókst síðan stöðugt milli kannana eins og rakið hefur verið. Í könnun sem Maskína gerði síðan frá klukkan tíu að morgni til átta að kveldi föstudagsins 31. maí, daginn fyrir kjördag kom fram að Halla Tómasdóttir var enn í mikilli sókn og hafði þá stungið alla aðra frambjóðendur af. Þóra Ásgeirsdóttir framvæmdastjóri Maskínu segir að fyrirtækið hafi hins vegar ákveðið að birta ekki könnunina vegna þess að ekki hafi þótt viðeigandi að birta könnun á kjördag. Í þessari síðustu könnun mældist Halla með 32 prósenta fylgi og Katrín með 23 prósent. Katrín var þannig föst með rétt rúmlega tuttugu prósent frá síðustu könnunum og fylgi annarra efstu frambjóðenda komið á mikla ferð.
Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Skoðanakannanir Tengdar fréttir Ekki sammála að fólk hafi kosið taktískt „Mér líður furðu vel fyrir utan svefnleysið. Mér er hlýtt í hjarta og hjarta mitt er fullt af þakklæti fyrir ótrúlegan stuðning og ótrúlega gleði, alla leiðina í framboðinu,“ segir Halla Tómasdóttir nýkjörin forseti Íslands. Hún þakkar þjóðinni fyrir traustið og upplýsir að snemma í maí hafi hún verið á mörkum þess að draga framboðið til baka. 2. júní 2024 11:39 Veit ekki hvað tekur við en byrjar á kaffibolla Katrín Jakobsdóttir hefur óskað Höllu Tómasdóttur til hamingju með kjör til embættis forseta Íslands. „Nú taka við ný ævintýri hjá mér sem ég veit ekkert hver verða. En fyrst ætla ég að fá mér kaffi og njóta þess að vera hér og nú.“ 2. júní 2024 10:25 Kosningarnar gerðar upp Þau Auður Jónsdóttir, Birgir Hermannsson og Björn Ingi Hrafnsson skiptast á skoðunum um úrslitin í forsetakosningunum á Sprengisandi í dag. Þá gæti verið von á að nýkjörinn forseti láti sjá sig. 2. júní 2024 09:31 Kosningarnar gerðar upp Þau Auður Jónsdóttir, Birgir Hermannsson og Björn Ingi Hrafnsson skiptast á skoðunum um úrslitin í forsetakosningunum á Sprengisandi í dag. Þá gæti verið von á að nýkjörinn forseti láti sjá sig. 2. júní 2024 09:31 Augljóst að kjósendur vilja konu sem næsta forseta „Mín viðbrögð eru mjög góð. Mér finnst skilaboðin skýr. Kjósendur vilja augljóslega fá konu sem næsta forseta og ég sætti mig auðmjúkur við það.“ 2. júní 2024 01:33 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Ekki sammála að fólk hafi kosið taktískt „Mér líður furðu vel fyrir utan svefnleysið. Mér er hlýtt í hjarta og hjarta mitt er fullt af þakklæti fyrir ótrúlegan stuðning og ótrúlega gleði, alla leiðina í framboðinu,“ segir Halla Tómasdóttir nýkjörin forseti Íslands. Hún þakkar þjóðinni fyrir traustið og upplýsir að snemma í maí hafi hún verið á mörkum þess að draga framboðið til baka. 2. júní 2024 11:39
Veit ekki hvað tekur við en byrjar á kaffibolla Katrín Jakobsdóttir hefur óskað Höllu Tómasdóttur til hamingju með kjör til embættis forseta Íslands. „Nú taka við ný ævintýri hjá mér sem ég veit ekkert hver verða. En fyrst ætla ég að fá mér kaffi og njóta þess að vera hér og nú.“ 2. júní 2024 10:25
Kosningarnar gerðar upp Þau Auður Jónsdóttir, Birgir Hermannsson og Björn Ingi Hrafnsson skiptast á skoðunum um úrslitin í forsetakosningunum á Sprengisandi í dag. Þá gæti verið von á að nýkjörinn forseti láti sjá sig. 2. júní 2024 09:31
Kosningarnar gerðar upp Þau Auður Jónsdóttir, Birgir Hermannsson og Björn Ingi Hrafnsson skiptast á skoðunum um úrslitin í forsetakosningunum á Sprengisandi í dag. Þá gæti verið von á að nýkjörinn forseti láti sjá sig. 2. júní 2024 09:31
Augljóst að kjósendur vilja konu sem næsta forseta „Mín viðbrögð eru mjög góð. Mér finnst skilaboðin skýr. Kjósendur vilja augljóslega fá konu sem næsta forseta og ég sætti mig auðmjúkur við það.“ 2. júní 2024 01:33