„Við vorum mjög öflugir í 70 mínútur“ Hinrik Wöhler skrifar 2. júní 2024 20:37 Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari Fylkis Vísir/Anton Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, þurfti að játa sig sigraðan á móti Íslandsmeisturum Víkings í kvöld. Leikurinn var fjörugur en Árbæingar komust yfir á fyrstu mínútu en þurftu á endanum að sætta sig við 5-2 tap. „Við vorum mjög öflugir í 70 mínútur í þessum leik. Allt fram að fjórða marki þeirra, sem var algjör gjöf af okkar hálfu. Annars fannst mér við vera standa okkur vel, fáum fínt tækifæri að skora í 2-2. Fáum ágætis færi og Óli [Ólafur Kristófer Helgason] ver þrisvar sinnum vel og markmaðurinn hjá þeim gerir hið sama, ver tvö eða þrjú dauðafæri,“ sagði Rúnar Páll. „Við þurfum að nýta þessi færi betur og við þurfum einnig að verjast betur, það er algjört lykilatriði. Við erum að fá okkur mjög skrýtin mörk að mínu viti, svona ódýr gjafamörk sem við eigum að koma í veg fyrir. Það slökknar á okkur í einhverju ‚momenti' þarna sem er ekki í boði á móti svona góðu liði eins og Víking.“ Fylkir jafnar leikinn úr hornspyrnu á 52. mínútu en Víkingar gengu í kjölfarið á lagið og skoruðu þrjú mörk til viðbótar áður en leikurinn var úti. Rúnar Páll vill sjá sína leikmenn koma í veg fyrir mörk sem þessi. „Þriðja markið er bara bolti í gegn og við erum seinir eftir og við fylgjum ekki Helga [Guðjónssyni] í gegn. Við erum vel mannaðir þarna en enginn sem eltir. Aron [Snær Guðbjörnsson] missir Helga á undan sér og það er dýrt. Oft eru þetta einstaklingsmistök sem skilja á milli og við lentum í því,“ sagði Rúnar Páll. Fyrsta mark Víkinga var umdeilt og vildu Fylkismenn fá hendi á Aron Elís Þrándarson í aðdraganda marksins. „Fyrsta markið er hendi sem er ódýrt líka. Auðvitað snýst þetta um einstaklingsgæði varnarlega og gæði Víkinga að refsa okkur. Við stóðum okkur feykivel í 75 mínútur á móti þessu öfluga liði.“ Var þetta hendi í fyrsta marki Víkinga? „Mér skilst það en ég sé það ekki nægilega vel frá bekknum en ég sá bara viðbrögð leikmanna. Ég sá þetta aftur í Spiideo vélinni og þá er þetta pjúra' hendi. Auðvitað er það fúlt,“ sagði Rúnar Páll að lokum. Besta deild karla Fylkir Víkingur Reykjavík Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
„Við vorum mjög öflugir í 70 mínútur í þessum leik. Allt fram að fjórða marki þeirra, sem var algjör gjöf af okkar hálfu. Annars fannst mér við vera standa okkur vel, fáum fínt tækifæri að skora í 2-2. Fáum ágætis færi og Óli [Ólafur Kristófer Helgason] ver þrisvar sinnum vel og markmaðurinn hjá þeim gerir hið sama, ver tvö eða þrjú dauðafæri,“ sagði Rúnar Páll. „Við þurfum að nýta þessi færi betur og við þurfum einnig að verjast betur, það er algjört lykilatriði. Við erum að fá okkur mjög skrýtin mörk að mínu viti, svona ódýr gjafamörk sem við eigum að koma í veg fyrir. Það slökknar á okkur í einhverju ‚momenti' þarna sem er ekki í boði á móti svona góðu liði eins og Víking.“ Fylkir jafnar leikinn úr hornspyrnu á 52. mínútu en Víkingar gengu í kjölfarið á lagið og skoruðu þrjú mörk til viðbótar áður en leikurinn var úti. Rúnar Páll vill sjá sína leikmenn koma í veg fyrir mörk sem þessi. „Þriðja markið er bara bolti í gegn og við erum seinir eftir og við fylgjum ekki Helga [Guðjónssyni] í gegn. Við erum vel mannaðir þarna en enginn sem eltir. Aron [Snær Guðbjörnsson] missir Helga á undan sér og það er dýrt. Oft eru þetta einstaklingsmistök sem skilja á milli og við lentum í því,“ sagði Rúnar Páll. Fyrsta mark Víkinga var umdeilt og vildu Fylkismenn fá hendi á Aron Elís Þrándarson í aðdraganda marksins. „Fyrsta markið er hendi sem er ódýrt líka. Auðvitað snýst þetta um einstaklingsgæði varnarlega og gæði Víkinga að refsa okkur. Við stóðum okkur feykivel í 75 mínútur á móti þessu öfluga liði.“ Var þetta hendi í fyrsta marki Víkinga? „Mér skilst það en ég sé það ekki nægilega vel frá bekknum en ég sá bara viðbrögð leikmanna. Ég sá þetta aftur í Spiideo vélinni og þá er þetta pjúra' hendi. Auðvitað er það fúlt,“ sagði Rúnar Páll að lokum.
Besta deild karla Fylkir Víkingur Reykjavík Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira