Vonar að landsliðsdyrnar séu enn opnar: „Ég hef ekki heyrt múkk“ Aron Guðmundsson skrifar 4. júní 2024 10:31 Jón Daði Böðvarsson í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Getty Atvinnumaðurinn í knattspyrnu, Jón Daði Böðvarsson hefur ekkert heyrt frá núverandi landsliðsþjálfara Íslands síðan að sá tók við þjálfun liðsins. Hann vonar að landsliðsdyrnar séu enn opnar. Jón Daði á að baki 64 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann hefur farið á tvö stórmót með liðinu en hefur ekki fengið kallið í landsliðið í rúm tvö ár. Norðmaðurinn Age Hareide tók við þjálfun íslenska landsliðsins í apríl í fyrra. Jón Daði hefur ekki enn heyrt frá honum „Ég ber fulla virðingu fyrir vali landsliðsþjálfarans og þeir leikmenn sem eru þarna núna í landsliðinu eiga það skilið að vera í hópnum,“ segir Jón Daði. „Eina sem ég hefði viljað eru smá samskipti. Það er ekki mikið sem ég bið um. Bara til að sjá hvar maður stendur í þessu öllu saman. Maður er að lesa fréttir og annað þar sem að maður er að heyra hann segja frá því að hann hafi heyrt í leikmönnum reglulega. Þar spyr hann þá hvernig gangi hjá þeim og annað. Ég hef ekki heyrt múkk. Það er bara eins og það er. Jón Daði hefur verið á mála hjá enska C-deildar liðinu Bolton Wanderers undanfarin ár. Samningur hans við félagið rann út eftir nýafstaðið tímabil. Jón er því núna að ákveða næsta skref á sínum atvinnumannaferli. @OfficialBWFC Ekki það að það þurfi að gera eitthvað svoleiðis. En að mínu mati er þetta bara ákveðinn hlutur tengdur virðingu. Fyrir leikmenn sem hafa til að mynda verið lengi í þessu. Það hefði verið fínt að fá smá spjall eða eitthvað. Ég er ekki að segja að ég eigi þetta eitthvað meira skilið en aðrir.“ Hann vonar að landsliðsdyrnar séu enn opnar fyrir sig. „Ég er alltaf með augun opin varðandi það hvaða leikmenn eru valdir í landsliðið hverju sinni. Ég geri mér líka alveg grein fyrir því að jú landsliðsferillinn minn er langur en ef þú horfir á tölfræðina markalega séð þá er hún kannski ekki frábær. Maður var í ákveðnu hlutverki, kannski öðruvísi hlutverki hjá landsliðinu heldur en félagsliðinu. Maður var öðruvísi leikmaður á þeim tíma. Kannski vegna þess að við vorum svo mikið teymi á þeim tíma í landsliðinu. Ég gegndi bara mínu hlutverki. Var bassaleikarinn í teyminu. Lét lítið fyrir mér fara. Var bara í ákveðnu hlutverki og naut mín alveg í botn í þennan landsliðstíma. Maður vill alltaf vera í landsliðinu og allt það. Þetta snýst hins vegar ekki um mig. Heldur þá leikmenn sem eru þar nú þegar. Ég ber fulla virðingu fyrir öllum sem eru þarna í KSÍ. Leikmönnum, þjálfurum og þeim ákvörðunum sem eru þar teknar.“ Landslið karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Sjá meira
Jón Daði á að baki 64 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann hefur farið á tvö stórmót með liðinu en hefur ekki fengið kallið í landsliðið í rúm tvö ár. Norðmaðurinn Age Hareide tók við þjálfun íslenska landsliðsins í apríl í fyrra. Jón Daði hefur ekki enn heyrt frá honum „Ég ber fulla virðingu fyrir vali landsliðsþjálfarans og þeir leikmenn sem eru þarna núna í landsliðinu eiga það skilið að vera í hópnum,“ segir Jón Daði. „Eina sem ég hefði viljað eru smá samskipti. Það er ekki mikið sem ég bið um. Bara til að sjá hvar maður stendur í þessu öllu saman. Maður er að lesa fréttir og annað þar sem að maður er að heyra hann segja frá því að hann hafi heyrt í leikmönnum reglulega. Þar spyr hann þá hvernig gangi hjá þeim og annað. Ég hef ekki heyrt múkk. Það er bara eins og það er. Jón Daði hefur verið á mála hjá enska C-deildar liðinu Bolton Wanderers undanfarin ár. Samningur hans við félagið rann út eftir nýafstaðið tímabil. Jón er því núna að ákveða næsta skref á sínum atvinnumannaferli. @OfficialBWFC Ekki það að það þurfi að gera eitthvað svoleiðis. En að mínu mati er þetta bara ákveðinn hlutur tengdur virðingu. Fyrir leikmenn sem hafa til að mynda verið lengi í þessu. Það hefði verið fínt að fá smá spjall eða eitthvað. Ég er ekki að segja að ég eigi þetta eitthvað meira skilið en aðrir.“ Hann vonar að landsliðsdyrnar séu enn opnar fyrir sig. „Ég er alltaf með augun opin varðandi það hvaða leikmenn eru valdir í landsliðið hverju sinni. Ég geri mér líka alveg grein fyrir því að jú landsliðsferillinn minn er langur en ef þú horfir á tölfræðina markalega séð þá er hún kannski ekki frábær. Maður var í ákveðnu hlutverki, kannski öðruvísi hlutverki hjá landsliðinu heldur en félagsliðinu. Maður var öðruvísi leikmaður á þeim tíma. Kannski vegna þess að við vorum svo mikið teymi á þeim tíma í landsliðinu. Ég gegndi bara mínu hlutverki. Var bassaleikarinn í teyminu. Lét lítið fyrir mér fara. Var bara í ákveðnu hlutverki og naut mín alveg í botn í þennan landsliðstíma. Maður vill alltaf vera í landsliðinu og allt það. Þetta snýst hins vegar ekki um mig. Heldur þá leikmenn sem eru þar nú þegar. Ég ber fulla virðingu fyrir öllum sem eru þarna í KSÍ. Leikmönnum, þjálfurum og þeim ákvörðunum sem eru þar teknar.“
Landslið karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Sjá meira