Bjarni vill fjölga meðmælendum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. júní 2024 07:30 Bjarni hefur boðað formenn flokka á fund í dag vegna stjórnarskrárbreytinga Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur boðað formenn allra flokka á fund í dag að loknum ríkisstjórnarfundi. Tilefni fundarins er að ræða hugsanlegar breytingar á stjórnarskrá. Líklegt er að þar verði breytingar á meðmælendafjölda forsetaframbjóðenda til umræðu. Í samtali við mbl segist Bjarni þeirrar skoðunar að auka ætti meðmælandafjölda sem þurfi til að bjóða fram í forsetakosningum. „Ég efast ekki um að þeir frambjóðendur sem höfðu mestan stuðning í forsetakosningunum hefðu farið létt með að komast yfir hærri þröskuld en þann sem er í dag,“ segir Bjarni. Fimmtán hundruð undirskrifir þarf til að bjóða sig fram til embættis forseta en hækkun á þeim fjölda hefur reglulega komið til tals. Meðal þess sem lagt var til í frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, um stjórnarskrárbreytingar var að meðmælafjöldi yrði 2,5 prósent Íslendinga í stað 1500. Frumvarpið hlaut ekki þinglega meðferð árið 2021. Meðal þeirra sem hefur gagnrýnt Alþingi fyrir að hafa ekki enn breytt ákvæðinu um fjölda meðmæla er Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus við Háskóla Ísland. Hann sagði í upphafi árs að það drægi stórlega úr virðingu forsetaembættisins hversu fáar undirskriftir þyrfti. „Það er góð spurning af hverju þessu hefur ekki verið breytt og það er í rauninni mikil sorgarsaga. Það verður að skrifast á reikning þingsins og reikning sérstaklega þingmeirihlutans á hverjum tíma og ríkisstjórnarinnar á hverjum tíma sem er náttúrulega leiðandi um það að svona breytingar séu gerðar,“ sagði Ólafur. Tólf voru í framboði til forseta í nýafstöðnum kosningum. Sex frambjóðendur fengu minna en 1500 atkvæði, en þau fengu samanlagt 3.010 atkvæði, alls 1,41 prósent atkvæða. Flest atkvæði, af þessum sex, fékk Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem fékk 1.383 atkvæði. Næstflest fékk Ástþór Magnússon með 465 atkvæði og svo Ásdís Rán Gunnarsdóttir með 394 atkvæði. Viktor Traustason fékk svo aðeins færri en Ásdís Rán eða 392 atkvæði. Helga Þórisdóttir fékk svo 275 atkvæði en fæst atkvæði fékk Eiríkur Ingi Jóhannsson sem fékk 101 atkvæði. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Stjórnarskrá Tengdar fréttir Brýnt að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs Mjög brýnt er að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs að mati prófessors í stjórnmálafræði til að tryggja víðtækari stuðning við þann sem er kjörinn. Sigur Höllu Tómasdóttur sé augljóslega taktískur að vissu leyti. 3. júní 2024 12:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Í samtali við mbl segist Bjarni þeirrar skoðunar að auka ætti meðmælandafjölda sem þurfi til að bjóða fram í forsetakosningum. „Ég efast ekki um að þeir frambjóðendur sem höfðu mestan stuðning í forsetakosningunum hefðu farið létt með að komast yfir hærri þröskuld en þann sem er í dag,“ segir Bjarni. Fimmtán hundruð undirskrifir þarf til að bjóða sig fram til embættis forseta en hækkun á þeim fjölda hefur reglulega komið til tals. Meðal þess sem lagt var til í frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, um stjórnarskrárbreytingar var að meðmælafjöldi yrði 2,5 prósent Íslendinga í stað 1500. Frumvarpið hlaut ekki þinglega meðferð árið 2021. Meðal þeirra sem hefur gagnrýnt Alþingi fyrir að hafa ekki enn breytt ákvæðinu um fjölda meðmæla er Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus við Háskóla Ísland. Hann sagði í upphafi árs að það drægi stórlega úr virðingu forsetaembættisins hversu fáar undirskriftir þyrfti. „Það er góð spurning af hverju þessu hefur ekki verið breytt og það er í rauninni mikil sorgarsaga. Það verður að skrifast á reikning þingsins og reikning sérstaklega þingmeirihlutans á hverjum tíma og ríkisstjórnarinnar á hverjum tíma sem er náttúrulega leiðandi um það að svona breytingar séu gerðar,“ sagði Ólafur. Tólf voru í framboði til forseta í nýafstöðnum kosningum. Sex frambjóðendur fengu minna en 1500 atkvæði, en þau fengu samanlagt 3.010 atkvæði, alls 1,41 prósent atkvæða. Flest atkvæði, af þessum sex, fékk Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem fékk 1.383 atkvæði. Næstflest fékk Ástþór Magnússon með 465 atkvæði og svo Ásdís Rán Gunnarsdóttir með 394 atkvæði. Viktor Traustason fékk svo aðeins færri en Ásdís Rán eða 392 atkvæði. Helga Þórisdóttir fékk svo 275 atkvæði en fæst atkvæði fékk Eiríkur Ingi Jóhannsson sem fékk 101 atkvæði.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Stjórnarskrá Tengdar fréttir Brýnt að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs Mjög brýnt er að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs að mati prófessors í stjórnmálafræði til að tryggja víðtækari stuðning við þann sem er kjörinn. Sigur Höllu Tómasdóttur sé augljóslega taktískur að vissu leyti. 3. júní 2024 12:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Brýnt að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs Mjög brýnt er að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs að mati prófessors í stjórnmálafræði til að tryggja víðtækari stuðning við þann sem er kjörinn. Sigur Höllu Tómasdóttur sé augljóslega taktískur að vissu leyti. 3. júní 2024 12:15