Glódís og Sveindís hita upp fyrir Bestu-deildina: „Hún ákvað að verða Messi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. júní 2024 13:00 Glódís Perla Viggósdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir hituðu upp fyrir komandi umferð í Bestu-deild kvenna. Vísir/Stöð 2 Sport Landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir hituðu upp fyrir sjöundu umferð Bestu-deildar kvenna sem fram fer á morgun, laugardag. Heil umferð verður leikin í Bestu-deild kvenna á morgun. Þrír leikir hefjast klukkan 14:00 og tveir klukkan 16:15, en allir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Glódís og Sveindís fóru einnig yfir síðustu leiki íslenska kvennalandsliðsins þar sem þær voru sem fyrr í lykilhlutverki. Liðið lék tvo leiki gegn Austurríki þar sem Ísland hafði betur á Laugardalsvelli, en liðin skiptu stigunum á milli sín ytra. Íslenska liðið vann 2-1 sigur hér heima með mörkum frá Hlín Eiríksdóttur og Hildi Antonsdóttur, en mark Hlínar varð til upp úr því að Guðrún Arnardóttir tók magnaðan sprett upp völlinn og kom boltanum á Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur sem lagði markið upp. „Guðrún ákvað að verða Messi,“ sagði Glódís í upphitunarþættinum. „Hún sagði það fyrir leik að hún yrði Messi,“ bætti Sveindís við. „Hún ætlaði að spila eins og Amanda. Amanda, Messi, þetta er svona svipað.“ Klippa: Glódís og Sveindís hita upp fyrir Bestu-deildina Búast við endurteknu efni Þær stöllur voru þó ekki aðeins mættar til að ræða íslenska landsliðið. Þær fóru um víðan völl og ræddu meðal annars þýska bikarúrslitaleikinn þar sem Glódís og Sveindís mættust einmitt með félagsliðum sínum, Bayern München og Wolfsburg. Einnig fóru þær yfir gengi sinna liða í Meistaradeild Evrópu og stemninguna á völlum Þýskalands. Að lokum voru þær svo beðnar um að spá í spilin fyrir Bestu-deildina. Báðar voru þær sammála um að lítil breyting yrði á því hvaða lið myndu keppast um Íslandsmeistaratitilinn frá undanförnum árum. „Það er svo lítið búið af þessari deild. En ég held að þetta verði bara Breiðablik eða Valur,“ sagði Sveindís og Glódís var sammála. „Ég held að Valur sé kannski með smá meiri reynslu, en það verður spennandi að sjá hvað Nik [Chamberlain] gerir með Breiðablik og hvort að þær geti tekið þetta með þennan unga og tiltölulega nýja hóp.“ Besta deild kvenna Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Heil umferð verður leikin í Bestu-deild kvenna á morgun. Þrír leikir hefjast klukkan 14:00 og tveir klukkan 16:15, en allir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Glódís og Sveindís fóru einnig yfir síðustu leiki íslenska kvennalandsliðsins þar sem þær voru sem fyrr í lykilhlutverki. Liðið lék tvo leiki gegn Austurríki þar sem Ísland hafði betur á Laugardalsvelli, en liðin skiptu stigunum á milli sín ytra. Íslenska liðið vann 2-1 sigur hér heima með mörkum frá Hlín Eiríksdóttur og Hildi Antonsdóttur, en mark Hlínar varð til upp úr því að Guðrún Arnardóttir tók magnaðan sprett upp völlinn og kom boltanum á Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur sem lagði markið upp. „Guðrún ákvað að verða Messi,“ sagði Glódís í upphitunarþættinum. „Hún sagði það fyrir leik að hún yrði Messi,“ bætti Sveindís við. „Hún ætlaði að spila eins og Amanda. Amanda, Messi, þetta er svona svipað.“ Klippa: Glódís og Sveindís hita upp fyrir Bestu-deildina Búast við endurteknu efni Þær stöllur voru þó ekki aðeins mættar til að ræða íslenska landsliðið. Þær fóru um víðan völl og ræddu meðal annars þýska bikarúrslitaleikinn þar sem Glódís og Sveindís mættust einmitt með félagsliðum sínum, Bayern München og Wolfsburg. Einnig fóru þær yfir gengi sinna liða í Meistaradeild Evrópu og stemninguna á völlum Þýskalands. Að lokum voru þær svo beðnar um að spá í spilin fyrir Bestu-deildina. Báðar voru þær sammála um að lítil breyting yrði á því hvaða lið myndu keppast um Íslandsmeistaratitilinn frá undanförnum árum. „Það er svo lítið búið af þessari deild. En ég held að þetta verði bara Breiðablik eða Valur,“ sagði Sveindís og Glódís var sammála. „Ég held að Valur sé kannski með smá meiri reynslu, en það verður spennandi að sjá hvað Nik [Chamberlain] gerir með Breiðablik og hvort að þær geti tekið þetta með þennan unga og tiltölulega nýja hóp.“
Besta deild kvenna Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira