McGregor þaggar niður í orðrómi Aron Guðmundsson skrifar 10. júní 2024 11:30 McGregor og Chandler þjálfuðu sitthvort liðið í The Ultimate Fighter, raunveruleikaþáttaröð UFC sambandsins og má segja að sú þáttaröð hafi lagt grunninn að komandi bardaga þeirra í Las Vegas þann 29.júní næstkomandi Vísir/Getty Írski UFC bardagakappinn Conor McGregor hefur gert sitt í því að þagga niður í orðrómi þess efnis að hann muni ekki snúa aftur í bardagabúrið þann 29.júní næstkomandi gegn Michael Chandler. Írinn birti tíu myndbönd á samfélagsmiðlum á dögunum þar sem má sjá hann æfa af krafti fyrir komandi bardaga. Orðrómur þess efnis að McGregor væri mögulega meiddur og að ekkert myndi verða af bardaga hans við Bandaríkjamanninn Michael Chandler spruttu upp þegar að blaðamannafundi kappanna í Dyflinni var aflýst á elleftu stundu. Bardagans er beðið með mikilli eftirvæntingu en hann markar endurkomu McGregor, sem er og hefur verið stærsta nafnið í heimi bardagaíþrótta undanfarinn áratug eða svo, í búrið. McGregor hefur sýnt það í gegnum tíðina að hann er óútreiknanlegur. Þá hefur frægð hans og frami oft á tíðum stigið honum til höfuðs. Því var það ekki óeðlilegt að orðrómar, þess efnis að ekkert yrði af bardaganum, færu á kreik. McGregor er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir og í þokkabót er hann að snúa aftur í bardagabúrið eftir að hafa fótbrotnað í síðasta bardaga sínum og hefði ekki verið óvenjulegt ef bakslag hefði gert vart um sig í endurkomunni. Írinn gerir hins vegar sitt í því að þagga niður í öllum orðrómi með téðum myndböndum sem hann birti á samfélagsmiðlum. Þau sýna hann meðal annars fara ansi illa með æfingafélaga sinn í búrinu og virðist McGregor vera á réttri leið í undirbúningi sínum. View this post on Instagram A post shared by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) UFC 303 bardagakvöldið í T-Mobile leikvanginum í Las Vegas, þar sem aðalbardagi kvöldsins er á milli Conor McGregor og Michael Chandler, fer fram aðfaranótt sunnudagsins 30.júní næstkomandi. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Vodafone Sport. MMA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Sjá meira
Orðrómur þess efnis að McGregor væri mögulega meiddur og að ekkert myndi verða af bardaga hans við Bandaríkjamanninn Michael Chandler spruttu upp þegar að blaðamannafundi kappanna í Dyflinni var aflýst á elleftu stundu. Bardagans er beðið með mikilli eftirvæntingu en hann markar endurkomu McGregor, sem er og hefur verið stærsta nafnið í heimi bardagaíþrótta undanfarinn áratug eða svo, í búrið. McGregor hefur sýnt það í gegnum tíðina að hann er óútreiknanlegur. Þá hefur frægð hans og frami oft á tíðum stigið honum til höfuðs. Því var það ekki óeðlilegt að orðrómar, þess efnis að ekkert yrði af bardaganum, færu á kreik. McGregor er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir og í þokkabót er hann að snúa aftur í bardagabúrið eftir að hafa fótbrotnað í síðasta bardaga sínum og hefði ekki verið óvenjulegt ef bakslag hefði gert vart um sig í endurkomunni. Írinn gerir hins vegar sitt í því að þagga niður í öllum orðrómi með téðum myndböndum sem hann birti á samfélagsmiðlum. Þau sýna hann meðal annars fara ansi illa með æfingafélaga sinn í búrinu og virðist McGregor vera á réttri leið í undirbúningi sínum. View this post on Instagram A post shared by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) UFC 303 bardagakvöldið í T-Mobile leikvanginum í Las Vegas, þar sem aðalbardagi kvöldsins er á milli Conor McGregor og Michael Chandler, fer fram aðfaranótt sunnudagsins 30.júní næstkomandi. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
MMA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Sjá meira