Fólk ofmeti sína eigin þekkingu á næringu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. júní 2024 10:48 Dögg hvetur fólk til þess að skoða samfélagsmiðla með gagnrýnni hugsun að leiðarljósi. Vísir/Getty Næringafræðingur segir að samfélagsmiðlar séu að grafa undan næringarfræði. Rangfærslur grasseri á miðlunum og ýti undir þau áhrif að fólk ofmeti þekkingu sína. Þetta segir Dögg Guðmundsdóttir næringarfræðingur í Bítinu á Bylgjunni. Tilefnið er grein hennar og kollega hennar Guðrúnar Nönnu Egilsdóttur um næringarfræði og samfélagsmiðla. Þar velta þær fyrir sér hvort samfélagsmiðlar séu að setja heilbrigðiskerfi framtíðarinnar á hausin vegna rangfærslna um næringu. Fólk ofmeti þekkingu sína „Við vitum að við getum unnið gegn ákveðnum sjúkdómum með góðu mataræði og erum að velta fyrir okkur röngum upplýsingum sem eru í gangi í villta vestrinu sem eru samfélagsmiðlar,“ segir Dögg í Bítinu. Hún segir þær röngu upplýsingar af allskyns toga, meðal annars um ónauðsynleg fæðubótarefni og kjöt. Algóritmi samfélagsmiðla haldi röngum upplýsingum að fólki og nefnir Dögg hin svokölluðu Dunning Kruger áhrif. „Það eru semsagt þau áhrif þegar fólk fer að ofmeta sína eigin þekkingu og þá vill það gerast að fólk einblíni á eitthvað eitt ákveðið og fer að ofmeta það í staðinn fyrir að horfa á heildarmyndina og fer jafnvel að leita sér að upplýsingum sem staðfesta það, hvort sem það sé meðvitað eða ómeðvitað. Þá oft með ritrýndum greinum og svoleiðis en hunsar þá algjörlega þær greinar sem vega á móti.“ Áhrifavaldar öflugir í rangfærslunum Dögg minnir á að næringarfræði snúist sem vísindagrein um að líta á heildarmyndina. Skoða allar rannsóknir. Nóg sé til af rangfærslum og fólki sem haldi þeim ítrekað fram og nefnir Dögg að það séu oft áhrifavaldar af einvherju tagi. „Svo er þetta náttúrulega oft með samfélagsmiðla, að þeir eru landamæralausir, þannig þetta eru oft áhrifavaldar erlendis frá og svo eru þeir oft líka hérlendis. Þannig það myndast oft stemning sem er erfitt að ráða við og það fer mikil orka í að leiðrétta allskonar svona mýtur.“ Dögg segir alveg ljóst að þetta grafi undan næringafræðinni. Þeir sem harðastir séu ráðleggi fólki að treysta ekki sérfræðingum og nefni í því samhengi að rannsóknir þeirra byggi ekki á einstaka atriðum. „En við erum náttúrulega ekki að nota einhverjar ákveðnar rannsóknir, við skoðum bara rannsóknir í heild sinni og vegum og metum upplýsingar eftir því, af því að rannsóknir eru allskonar eftir því hvað er leiðrétt fyrir, hvað er verið að skoða, hvaða mengi, hversu stórar þær eru og svo framvegis.“ Fólk slökkvi á sér þegar það skoði samfélagsmiðla Dögg segist helst ráðleggja fólki að taka til á samfélagsmiðlum sínum. Það sé eðlilegt að fólki hætti til að slökkva á sér þegar það noti miðlana, enda sé þar að finna allskonar skemmtiefni, sem gjarnan sé heiladautt. Inn á milli slæðist hinsvegar rangfærslur. „Og þá er kannski slökkt á gagnrýnu hugsuninni, þannig aðeins að fara inn í þetta með gagnrýna hugsun. Eru þessar upplýsingar bestar fyrir mig? Get ég treyst þessum einstaklingi fyrir minni heilsu? Get ég tekið þessum ráðleggingum og ef ekki, þá jafnvel bara affylgja, unfollowa, eða jafnvel reporta ef þú ert ekki að fylgja einstaklingnum og þetta bara kemur upp.“ Dögg minnir á að grúppur á Facebook séu gjarnan bergmálsklefar. Þar safnist saman einstaklingar sem séu gjarnan sammála hvor öðrum og ákveðnar hugmyndir fái þar með staðfestingu. Sniðugt sé að skoða slíkar grúppur með gagnrýnni hugsun, jafnvel yfirgefa þær. Heilsa Matur Samfélagsmiðlar Bítið Tengdar fréttir Enginn ávinningur annar en einfaldlega hrært vatn Meistaranemi í næringarfræði segir vörur sem snúast um að hræra upp í vatni enn eitt tískufyrirbrigðið sem sé drifið áfram af markaðsöflum með gylliboðum. Ávinningurinn sé enginn, auk þess sem loforð um virkni séu efnafræðilega ómöguleg. Hún brýnir fyrir fólki að flækja ekki líf sitt að óþörfu en þau sem vilji geti einfaldlega hrært í vatninu sínu sjálf án þess að borga krónu fyrir það. 8. júní 2024 09:20 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
Þetta segir Dögg Guðmundsdóttir næringarfræðingur í Bítinu á Bylgjunni. Tilefnið er grein hennar og kollega hennar Guðrúnar Nönnu Egilsdóttur um næringarfræði og samfélagsmiðla. Þar velta þær fyrir sér hvort samfélagsmiðlar séu að setja heilbrigðiskerfi framtíðarinnar á hausin vegna rangfærslna um næringu. Fólk ofmeti þekkingu sína „Við vitum að við getum unnið gegn ákveðnum sjúkdómum með góðu mataræði og erum að velta fyrir okkur röngum upplýsingum sem eru í gangi í villta vestrinu sem eru samfélagsmiðlar,“ segir Dögg í Bítinu. Hún segir þær röngu upplýsingar af allskyns toga, meðal annars um ónauðsynleg fæðubótarefni og kjöt. Algóritmi samfélagsmiðla haldi röngum upplýsingum að fólki og nefnir Dögg hin svokölluðu Dunning Kruger áhrif. „Það eru semsagt þau áhrif þegar fólk fer að ofmeta sína eigin þekkingu og þá vill það gerast að fólk einblíni á eitthvað eitt ákveðið og fer að ofmeta það í staðinn fyrir að horfa á heildarmyndina og fer jafnvel að leita sér að upplýsingum sem staðfesta það, hvort sem það sé meðvitað eða ómeðvitað. Þá oft með ritrýndum greinum og svoleiðis en hunsar þá algjörlega þær greinar sem vega á móti.“ Áhrifavaldar öflugir í rangfærslunum Dögg minnir á að næringarfræði snúist sem vísindagrein um að líta á heildarmyndina. Skoða allar rannsóknir. Nóg sé til af rangfærslum og fólki sem haldi þeim ítrekað fram og nefnir Dögg að það séu oft áhrifavaldar af einvherju tagi. „Svo er þetta náttúrulega oft með samfélagsmiðla, að þeir eru landamæralausir, þannig þetta eru oft áhrifavaldar erlendis frá og svo eru þeir oft líka hérlendis. Þannig það myndast oft stemning sem er erfitt að ráða við og það fer mikil orka í að leiðrétta allskonar svona mýtur.“ Dögg segir alveg ljóst að þetta grafi undan næringafræðinni. Þeir sem harðastir séu ráðleggi fólki að treysta ekki sérfræðingum og nefni í því samhengi að rannsóknir þeirra byggi ekki á einstaka atriðum. „En við erum náttúrulega ekki að nota einhverjar ákveðnar rannsóknir, við skoðum bara rannsóknir í heild sinni og vegum og metum upplýsingar eftir því, af því að rannsóknir eru allskonar eftir því hvað er leiðrétt fyrir, hvað er verið að skoða, hvaða mengi, hversu stórar þær eru og svo framvegis.“ Fólk slökkvi á sér þegar það skoði samfélagsmiðla Dögg segist helst ráðleggja fólki að taka til á samfélagsmiðlum sínum. Það sé eðlilegt að fólki hætti til að slökkva á sér þegar það noti miðlana, enda sé þar að finna allskonar skemmtiefni, sem gjarnan sé heiladautt. Inn á milli slæðist hinsvegar rangfærslur. „Og þá er kannski slökkt á gagnrýnu hugsuninni, þannig aðeins að fara inn í þetta með gagnrýna hugsun. Eru þessar upplýsingar bestar fyrir mig? Get ég treyst þessum einstaklingi fyrir minni heilsu? Get ég tekið þessum ráðleggingum og ef ekki, þá jafnvel bara affylgja, unfollowa, eða jafnvel reporta ef þú ert ekki að fylgja einstaklingnum og þetta bara kemur upp.“ Dögg minnir á að grúppur á Facebook séu gjarnan bergmálsklefar. Þar safnist saman einstaklingar sem séu gjarnan sammála hvor öðrum og ákveðnar hugmyndir fái þar með staðfestingu. Sniðugt sé að skoða slíkar grúppur með gagnrýnni hugsun, jafnvel yfirgefa þær.
Heilsa Matur Samfélagsmiðlar Bítið Tengdar fréttir Enginn ávinningur annar en einfaldlega hrært vatn Meistaranemi í næringarfræði segir vörur sem snúast um að hræra upp í vatni enn eitt tískufyrirbrigðið sem sé drifið áfram af markaðsöflum með gylliboðum. Ávinningurinn sé enginn, auk þess sem loforð um virkni séu efnafræðilega ómöguleg. Hún brýnir fyrir fólki að flækja ekki líf sitt að óþörfu en þau sem vilji geti einfaldlega hrært í vatninu sínu sjálf án þess að borga krónu fyrir það. 8. júní 2024 09:20 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
Enginn ávinningur annar en einfaldlega hrært vatn Meistaranemi í næringarfræði segir vörur sem snúast um að hræra upp í vatni enn eitt tískufyrirbrigðið sem sé drifið áfram af markaðsöflum með gylliboðum. Ávinningurinn sé enginn, auk þess sem loforð um virkni séu efnafræðilega ómöguleg. Hún brýnir fyrir fólki að flækja ekki líf sitt að óþörfu en þau sem vilji geti einfaldlega hrært í vatninu sínu sjálf án þess að borga krónu fyrir það. 8. júní 2024 09:20