Ekkert bús í búðir! Jódís Skúladóttir skrifar 12. júní 2024 11:31 Fjölmörg samtök, stofnanir og einstaklingar hafa vakið máls á þeirri vegferð sem Sjálfstæðisflokkurinn hóf fyrir mörgum árum; að fá vín í búðir. Má þar nefna samtökin Fræðsla og forvarnir, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum og ýmsar breiðfylkingar forvarnasamtaka sem hafa unnið gott starf á málefnalegum og faglegum grunni til að halda lýðheilsusjónarmiðum varðandi áfengissölu á lofti. Þá má ekki heldur gleyma félögum fagfólks í heilbrigðisgeiranum sem hafa ítrekað vakið athygli á skaðsemi áfengisneyslu fyrir heilsufar. Það hefur verið hlustað, skoðanir og rök tekin til greina, kollum kinkað og spurningum svarað. En svo endum við alltaf á sama stað, að þetta sé á gráu svæði lagalega, að aukið aðgengi þýði nú ekkert endilega aukna neyslu. En lögin eru skýr: Það má ekki selja áfengi í almennum verslunum, hvort sem það er í Bónus eða á netinu. Það er bannað með lögum. Þrátt fyrir það bjóða tugir fyrirtækja upp á netsölu á áfengi á Íslandi í dag. Í gær var ég málshefjandi í sérstakri umræðu um forvarnir og lýðheilsu þegar horft er til aukins aðgengis að áfengi en Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur lagt lýðheilsusjónarmið til grundvallar allri umræðu um breytingar á áfengislöggjöfinni. Fjölmargir þingmenn tóku þátt í umræðunni og yfirgnæfandi meirihluti var andsnúinn því að auka aðgengi að áfengi. Hæstvirtur heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af þessum áherslum sem fara beint gegn stefnu stjórnvalda um lýðheilsu. Hæstvirtir félags- og vinnumarkaðsráðherra, matvælaráðherra og fjármálaráðherra hafa sömuleiðis tjáð þessa skoðun sína og þá sérstaklega hvað varðar netsölu á áfengi. Netsala á áfengi stóreykur neyslu þess. Um það er fjöldi rannsókna samhljóða. Um miðjan september í fyrra bárust fregnir af því að áfengisneysla Íslendinga hafi tvöfaldast á síðustu áratugum, og þetta á ekki bara við um fullorðna Íslendinga heldur ná tölurnar yfir börn frá 15 ára aldri. Fjöldi þeirra skjólstæðinga SÁÁ sem drekkur daglega hefur meira en þrefaldast á síðustu áratugum. Á sama tíma og fræðsla hefur aukist, mikilvægi forvarnastarfs orðið viðurkennt og unglingadrykkja hætt að vera samfélagslegt norm hefur eitt gerst: Framboð á áfengi hefur margfaldast. Og hvað gerist þegar áfengisneysla eykst? Þeim fjölgar í takt sem þurfa aðstoð vegna neyslu sinnar á þessu vinsælasta og viðurkennda fíkniefni sem mannskepnan hefur fundið upp. Sum geta drukkið áfengi án þess að bíða skaða af. En þeirra hagsmunir geta ekki trompað lýðheilsusjónarmið og þann kostnað sem samfélagið ber af áfengisvandanum. Áfengi er meðal fjögurra algengustu áhættuþátta fyrir ýmsar tegundir krabbameina, sykursýki, hjartasjúkdóma, skorpulifur og heilablóðfall að ógleymdum þeim félagslegu vandamálum sem tengjast áfengisneyslu og kosta samfélagið bæði ómælda þjáningu og gríðarlegar fjárhæðir ár hvert. Þau sem ekki geta sýnt þá fyrirhyggju að næla sér í hvitvín með humrinum á almennum opnunartímum ÁTVR verða bara að lifa við það “íþyngjandi ástand”. Lýðheilsa allra hinna vegur einfaldlega þyngra. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Áfengi og tóbak Alþingi Vinstri græn Netsala á áfengi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Sjá meira
Fjölmörg samtök, stofnanir og einstaklingar hafa vakið máls á þeirri vegferð sem Sjálfstæðisflokkurinn hóf fyrir mörgum árum; að fá vín í búðir. Má þar nefna samtökin Fræðsla og forvarnir, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum og ýmsar breiðfylkingar forvarnasamtaka sem hafa unnið gott starf á málefnalegum og faglegum grunni til að halda lýðheilsusjónarmiðum varðandi áfengissölu á lofti. Þá má ekki heldur gleyma félögum fagfólks í heilbrigðisgeiranum sem hafa ítrekað vakið athygli á skaðsemi áfengisneyslu fyrir heilsufar. Það hefur verið hlustað, skoðanir og rök tekin til greina, kollum kinkað og spurningum svarað. En svo endum við alltaf á sama stað, að þetta sé á gráu svæði lagalega, að aukið aðgengi þýði nú ekkert endilega aukna neyslu. En lögin eru skýr: Það má ekki selja áfengi í almennum verslunum, hvort sem það er í Bónus eða á netinu. Það er bannað með lögum. Þrátt fyrir það bjóða tugir fyrirtækja upp á netsölu á áfengi á Íslandi í dag. Í gær var ég málshefjandi í sérstakri umræðu um forvarnir og lýðheilsu þegar horft er til aukins aðgengis að áfengi en Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur lagt lýðheilsusjónarmið til grundvallar allri umræðu um breytingar á áfengislöggjöfinni. Fjölmargir þingmenn tóku þátt í umræðunni og yfirgnæfandi meirihluti var andsnúinn því að auka aðgengi að áfengi. Hæstvirtur heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af þessum áherslum sem fara beint gegn stefnu stjórnvalda um lýðheilsu. Hæstvirtir félags- og vinnumarkaðsráðherra, matvælaráðherra og fjármálaráðherra hafa sömuleiðis tjáð þessa skoðun sína og þá sérstaklega hvað varðar netsölu á áfengi. Netsala á áfengi stóreykur neyslu þess. Um það er fjöldi rannsókna samhljóða. Um miðjan september í fyrra bárust fregnir af því að áfengisneysla Íslendinga hafi tvöfaldast á síðustu áratugum, og þetta á ekki bara við um fullorðna Íslendinga heldur ná tölurnar yfir börn frá 15 ára aldri. Fjöldi þeirra skjólstæðinga SÁÁ sem drekkur daglega hefur meira en þrefaldast á síðustu áratugum. Á sama tíma og fræðsla hefur aukist, mikilvægi forvarnastarfs orðið viðurkennt og unglingadrykkja hætt að vera samfélagslegt norm hefur eitt gerst: Framboð á áfengi hefur margfaldast. Og hvað gerist þegar áfengisneysla eykst? Þeim fjölgar í takt sem þurfa aðstoð vegna neyslu sinnar á þessu vinsælasta og viðurkennda fíkniefni sem mannskepnan hefur fundið upp. Sum geta drukkið áfengi án þess að bíða skaða af. En þeirra hagsmunir geta ekki trompað lýðheilsusjónarmið og þann kostnað sem samfélagið ber af áfengisvandanum. Áfengi er meðal fjögurra algengustu áhættuþátta fyrir ýmsar tegundir krabbameina, sykursýki, hjartasjúkdóma, skorpulifur og heilablóðfall að ógleymdum þeim félagslegu vandamálum sem tengjast áfengisneyslu og kosta samfélagið bæði ómælda þjáningu og gríðarlegar fjárhæðir ár hvert. Þau sem ekki geta sýnt þá fyrirhyggju að næla sér í hvitvín með humrinum á almennum opnunartímum ÁTVR verða bara að lifa við það “íþyngjandi ástand”. Lýðheilsa allra hinna vegur einfaldlega þyngra. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun