„Maður finnur aðeins til með liðinu að þurfa að spila á þessum velli” Árni Gísli Magnússon skrifar 12. júní 2024 21:41 Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Anton Brink Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var léttur í lund þegar blaðamann bar að garði eftir 1-0 sigur á Þór á Akureyri í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins með marki á lokaandartökum leiksins. Hvernig eru tilfinningarnar eftir, hvað eigum við að segja, ljótan sigur? Jökull skellti upp úr, sem gefur til kynna að sigurinn hafi kannski ekki verið mjög fallegur, áður en hann tók til máls: „Já, þetta eru bara góðar tilfinningar og okkur fannst þessi leikur svo sem vera fara í framlengingu og mér fannst bara Þórsarar eiga skilið að fara í framlengingu eins og þeir spiluðu, þeir spiluðu frábæran leik, gott lið, vel þjálfað og maður finnur aðeins til með liðinu að þurfa að spila á þessum velli. Þetta eru góðir fótboltamenn og ég veit að Siggi (Sigurður Höskuldsson) og þeir vilji spila góðan fótbolta en bara mjög ánægjulegt.” Það var ýmislegt í spilamennsku Lengjudeildar liði Þórs sem heillaði Jökul. „Þeir eru náttúrulega bara vel drillaðir og svo eru góðir leikmenn þarna inni á milli. Nokkrir mjög öflugir í dag og auðvitað voru þeir í því hlutverki í dag að hafa stjórn á leiknum í dag með því að liggja aðeins og það er mjög eðiliegt, ég held að þeim hafi liðið vel, leikurinn var það hægur og í raun fyrirsjáanlegur að ég held að við höfum aldrei náð að láta þeim líða neitt sérstaklega illa þannig að góðir leikmenn og góður þjálfari.” Það er erfitt að halda því fram að Stjarnan hafi spilað fótbolta í dag á þann hátt sem þeir vilja og spilar völlurinn þar hlutverk en Stjarnan spilar alla jafna á gervigrasi. „Hann spilaði inn í, það var eiginlega ekkert hægt að spila inn á milli, og alltaf þegar við reyndum það misheppnaðist það eða að við fengum ekkert út úr því en það breytti samt ekkert sérstaklega leikskipulaginu því að þeir hafa verið brothættir í boltum aftur fyrir vörnina þannig þó hann hefði verið á gervigrasi hefðum við leitað meira aftur fyrir. Við hefðum hins vegar átt fleiri öðruvísi móment inn á milli á betri velli en bara sterkt að koma hingað og vinna.” Bikarleikir þessara liða á Þórsvellinum hafa verið dramatískir en 2013 vann Stjarnan í vítaspyrnukeppni og 2018 í framlengingu með tveimur mörkum í blálokin eftir að hafa lent undir. Jökull segist ekki hafa verið meðvitaður um þetta. „Nei nei, við erum búnir að skoða síðustu leiki hjá þeim og höfðum góða hugmynd um styrkleika og veikleika og tækifæri en svo auðvitað kemur þetta og það er lokaður leikur og náðum svo sem ekkert að nýta það fyrr en rétt í restina þar sem við erum aggressívir í fyrirgjöf og við ætluðum meira í fyrirgjafir og vel gert að klára það.” Stjarnan hefur tapað síðustu tveimur deildarleikjum nokkuð sannfærandi og sigurinn í dag því kærkominn. „Já já, líka bara menn eru búnir að vinna mikið frá síðasta leik og leggja rosalega mikið á sig inni á æfingum og utan æfinga og bara rýna mikið í ansi margt frá öllu tímabilinu og þar af leiðandi er gott að menn uppskeri líka bara eftir mikla vinnu og nú taka menn sér tveggja daga frí og gera sig klára í næsta deildarleik.” Mjólkurbikar karla Stjarnan Þór Akureyri Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira
Hvernig eru tilfinningarnar eftir, hvað eigum við að segja, ljótan sigur? Jökull skellti upp úr, sem gefur til kynna að sigurinn hafi kannski ekki verið mjög fallegur, áður en hann tók til máls: „Já, þetta eru bara góðar tilfinningar og okkur fannst þessi leikur svo sem vera fara í framlengingu og mér fannst bara Þórsarar eiga skilið að fara í framlengingu eins og þeir spiluðu, þeir spiluðu frábæran leik, gott lið, vel þjálfað og maður finnur aðeins til með liðinu að þurfa að spila á þessum velli. Þetta eru góðir fótboltamenn og ég veit að Siggi (Sigurður Höskuldsson) og þeir vilji spila góðan fótbolta en bara mjög ánægjulegt.” Það var ýmislegt í spilamennsku Lengjudeildar liði Þórs sem heillaði Jökul. „Þeir eru náttúrulega bara vel drillaðir og svo eru góðir leikmenn þarna inni á milli. Nokkrir mjög öflugir í dag og auðvitað voru þeir í því hlutverki í dag að hafa stjórn á leiknum í dag með því að liggja aðeins og það er mjög eðiliegt, ég held að þeim hafi liðið vel, leikurinn var það hægur og í raun fyrirsjáanlegur að ég held að við höfum aldrei náð að láta þeim líða neitt sérstaklega illa þannig að góðir leikmenn og góður þjálfari.” Það er erfitt að halda því fram að Stjarnan hafi spilað fótbolta í dag á þann hátt sem þeir vilja og spilar völlurinn þar hlutverk en Stjarnan spilar alla jafna á gervigrasi. „Hann spilaði inn í, það var eiginlega ekkert hægt að spila inn á milli, og alltaf þegar við reyndum það misheppnaðist það eða að við fengum ekkert út úr því en það breytti samt ekkert sérstaklega leikskipulaginu því að þeir hafa verið brothættir í boltum aftur fyrir vörnina þannig þó hann hefði verið á gervigrasi hefðum við leitað meira aftur fyrir. Við hefðum hins vegar átt fleiri öðruvísi móment inn á milli á betri velli en bara sterkt að koma hingað og vinna.” Bikarleikir þessara liða á Þórsvellinum hafa verið dramatískir en 2013 vann Stjarnan í vítaspyrnukeppni og 2018 í framlengingu með tveimur mörkum í blálokin eftir að hafa lent undir. Jökull segist ekki hafa verið meðvitaður um þetta. „Nei nei, við erum búnir að skoða síðustu leiki hjá þeim og höfðum góða hugmynd um styrkleika og veikleika og tækifæri en svo auðvitað kemur þetta og það er lokaður leikur og náðum svo sem ekkert að nýta það fyrr en rétt í restina þar sem við erum aggressívir í fyrirgjöf og við ætluðum meira í fyrirgjafir og vel gert að klára það.” Stjarnan hefur tapað síðustu tveimur deildarleikjum nokkuð sannfærandi og sigurinn í dag því kærkominn. „Já já, líka bara menn eru búnir að vinna mikið frá síðasta leik og leggja rosalega mikið á sig inni á æfingum og utan æfinga og bara rýna mikið í ansi margt frá öllu tímabilinu og þar af leiðandi er gott að menn uppskeri líka bara eftir mikla vinnu og nú taka menn sér tveggja daga frí og gera sig klára í næsta deildarleik.”
Mjólkurbikar karla Stjarnan Þór Akureyri Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira