Af hverju er verðlag hér tvöfalt hærra en í Evrópu? Ole Anton Bieltvedt skrifar 13. júní 2024 14:01 Höfundur talar í þessum efnum af nokkurri þekkingu og reynslu. Hann hefur stundað alþjóðlega framleiðslu og viðskipti, bæði í Evrópu og Asíu, í hálfa öld. Nú sem stjórnarformaður ENOX Productions Services GmbH í Hamborg. Á íslenzkum markaði blasir við, að samkeppnin er af skornum skammti og sumstaðar lítil sem engin. Á flestum sviðum mætti fremur tala um fákeppni en samkeppni. Þrátt fyrir þá staðreynd, að við erum aðilar að fjórfrelsi ESB, hafa nánast engir þeirra aðila, sem varning og þjónustu bjóða á hinum 30 mörkuðunum á Evrópska efnahagssvæðinu, áhuga á viðskiptum hér. Það eru þannig mest innlendir aðilar, sem sinna hér verzlun og þjónustu, og förum við því mikið á mis við það gífurlega úrval varnings og þjónustu, og einkum þá hörðu samkeppni, sem við byggjum við, ef Ísland væri áhugaverður markaður fyrir hin EES/ESB-löndin. Allflest verzlunarfyrirtæki hér byggja sín innkaup á gömlu og úreltu - innlendu eða erlendu - heildsölukerfi, þar sem milliliðir eru margir, varningur margfluttur til og frá, í litlu magni, inn og út úr vöruhúsum, milli landa og staða, í stað þess, að hann sé keyptur inn í magni beint frá „uppsprettunni“, oftast verksmiðju í Asíu, og fluttur inn beint og millilalaust til Íslands. Þannig mætti lækka margt verðlagið um helming hér, ef innflutnings- og verzlunarfyrirtæki landsins hefðu vilja og getu til stórinnkaupa, í fullum gámum, beint frá verksmiðju. En, það þrýstir fátt á, allir eru meira og minna í sama úrelta kerfinu, og því láta verzlunarfyrirtæki hér, líka þau stærri, slag standa og halda áfram í forföllnu heildsölukerfinu. Þetta er einfaldara og þægilegra fyrir verzlunina og viðgengzt; neytendurnir eiga ekkert val, verða bara að kaupa sína vöru, þó á tvöföldu verði sé. Einn faktor, sem auðvitað spilar hér mikla rullu, er svo hinn gífurlegi vaxtakostnaður, en hann þrýstir á innflytjendur og kaupmenn með það, að kaupa sem minnst inn í einu, til að halda fjármagnskostnaði niðri, þó að það stórhækki innkaupsverð, jafnvel langt umfram vaxtasparnað. Skyldi Seðlabankastjóri einhvern tíma hafa rennt huganum til þessarar staðreyndar? Efast um það. Betra er að hækka vexti enn meir, til að bregðast við þeirri verhækkun, sem smáinnkaupa leiða til, og hækka svo aftur, þegar áhrif þessara vaxtahækkana haf enn hækkað verðlag. Aðferðafræði fáránleikans, tryggð í sessi af Seðlabankastjóra með dyggum stuðningi fyrrverandi forsætisráðherra, sem passaði upp á að framlengja ráðningarsamning við hann, áður en hún yfirgaf sökkvandi skipið, við 9,25% stýrivexti. Auðvitað má líka velta því fyrir sér, hvernig stjórnendur verzlunarfyrirtækja hér, þeirra, sem ráða fyrir miklum eigin fjámunum og ná magnviðskiptum, líta á sína samfélagslegu ábyrgð. Er hún kannske aukaatriði; jafnvel engin!? Allir hafa séð, hver áhrif til góðs það hafði, þegar erlent verzlunarfyrirtæki kom hér inn, reyndar sem algjör undantekning; Costco. Það er engin spurning, að tilkoma Costco setti innlenda smásöluverzlun, líka benzínsölu, undir verðþrýsting, sem margir neytendur nutu svo góðs af. Áhrifin eru þó takmörkuð, af því Costco á ekki í neinni raunverulegri samkeppni við „jafningja“ hér, eins og t.a.m. Aldi, Lidl eða aðrar evrópskar verzlanakeðjur, sem byggja á og bjóða lágmarksverð. Oft er það helmingurinn af íslenzku verðlagi. En, af hverju koma engin önnur erlend verzlunar- og þjónustufyrirtæki hér inn!? Skýring er ekki langsótt. Íslenzka krónan er ástæðan. Það er hrein undantekning, ef erlent fyrirtæki hefur áhuga á, að fjárfesta og stofna hér til reksturs, meðan krónan er okkar gjaldmiðill. Hér hafa komið upp gjaldeyrishöft og gengissviptingar, sem enginn vill eiga yfir höfði sér. Gætu auðvitað komið aftur. Krónan er gjaldmiðill, sem hvergi gildir og ekkert verðgildi hefur, nema hér á Íslandi. Erlendis hafa okkar blessuðu krónuseðlar ekki einu sinni verðgildi þess pappírs, sem menn nota á sinn óæðri enda. Mér verður líka hugsað til íslenzka bankakerfisins, en þar er það sama uppi á teningnum vegna krónunnar. Að nafninu til eru hér þrír meginbankar, en þegar betur er að gáð, er munurinn á þeim lítill sem enginn, og verður ekki séð, að samkeppnin sé nokkur. Enginn erlendur banki. Þessi fákeppnis bankaþjónusta kostar greinilega líka meira, en bankaþjónusta annars staðar á EES-svæðinu, ef dæmt er út frá vaxtamismun og öðrum kostnaði, sem almenningur og fyrirtæki landsins verða að bera. Hvenær skyldi okkur bera gæfa til - kannske værri réttara að segja, hvenær skyldum við hafa skilning og vitsmuni til - að fá hér Evru og blómstrandi samkeppni í verzlun og þjónustu og lágmarksvexti, öllum til ómetanlegs ávinnings og góðs!? Leiðin að Evru er í gegnum fulla ESB-aðild - við erum nú þegar um 80% þar - en öll önnur smáríki Evrópu, nú 15 talsins, Eistland, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Írland, Slóvenía, Króatía, Kýpur, Malta og svo Kósóvó, Svartfjallaland, San Marínó, Andorra, Mónakó og Vatíkanið, eru nú öll þar. Hvort skildum við vera þrárri, tregari eða heimskari en aðrar smáþjóðir Evrópu, eða þær, 15 talsins, heimskari en við? Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Íslenska krónan Verslun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Höfundur talar í þessum efnum af nokkurri þekkingu og reynslu. Hann hefur stundað alþjóðlega framleiðslu og viðskipti, bæði í Evrópu og Asíu, í hálfa öld. Nú sem stjórnarformaður ENOX Productions Services GmbH í Hamborg. Á íslenzkum markaði blasir við, að samkeppnin er af skornum skammti og sumstaðar lítil sem engin. Á flestum sviðum mætti fremur tala um fákeppni en samkeppni. Þrátt fyrir þá staðreynd, að við erum aðilar að fjórfrelsi ESB, hafa nánast engir þeirra aðila, sem varning og þjónustu bjóða á hinum 30 mörkuðunum á Evrópska efnahagssvæðinu, áhuga á viðskiptum hér. Það eru þannig mest innlendir aðilar, sem sinna hér verzlun og þjónustu, og förum við því mikið á mis við það gífurlega úrval varnings og þjónustu, og einkum þá hörðu samkeppni, sem við byggjum við, ef Ísland væri áhugaverður markaður fyrir hin EES/ESB-löndin. Allflest verzlunarfyrirtæki hér byggja sín innkaup á gömlu og úreltu - innlendu eða erlendu - heildsölukerfi, þar sem milliliðir eru margir, varningur margfluttur til og frá, í litlu magni, inn og út úr vöruhúsum, milli landa og staða, í stað þess, að hann sé keyptur inn í magni beint frá „uppsprettunni“, oftast verksmiðju í Asíu, og fluttur inn beint og millilalaust til Íslands. Þannig mætti lækka margt verðlagið um helming hér, ef innflutnings- og verzlunarfyrirtæki landsins hefðu vilja og getu til stórinnkaupa, í fullum gámum, beint frá verksmiðju. En, það þrýstir fátt á, allir eru meira og minna í sama úrelta kerfinu, og því láta verzlunarfyrirtæki hér, líka þau stærri, slag standa og halda áfram í forföllnu heildsölukerfinu. Þetta er einfaldara og þægilegra fyrir verzlunina og viðgengzt; neytendurnir eiga ekkert val, verða bara að kaupa sína vöru, þó á tvöföldu verði sé. Einn faktor, sem auðvitað spilar hér mikla rullu, er svo hinn gífurlegi vaxtakostnaður, en hann þrýstir á innflytjendur og kaupmenn með það, að kaupa sem minnst inn í einu, til að halda fjármagnskostnaði niðri, þó að það stórhækki innkaupsverð, jafnvel langt umfram vaxtasparnað. Skyldi Seðlabankastjóri einhvern tíma hafa rennt huganum til þessarar staðreyndar? Efast um það. Betra er að hækka vexti enn meir, til að bregðast við þeirri verhækkun, sem smáinnkaupa leiða til, og hækka svo aftur, þegar áhrif þessara vaxtahækkana haf enn hækkað verðlag. Aðferðafræði fáránleikans, tryggð í sessi af Seðlabankastjóra með dyggum stuðningi fyrrverandi forsætisráðherra, sem passaði upp á að framlengja ráðningarsamning við hann, áður en hún yfirgaf sökkvandi skipið, við 9,25% stýrivexti. Auðvitað má líka velta því fyrir sér, hvernig stjórnendur verzlunarfyrirtækja hér, þeirra, sem ráða fyrir miklum eigin fjámunum og ná magnviðskiptum, líta á sína samfélagslegu ábyrgð. Er hún kannske aukaatriði; jafnvel engin!? Allir hafa séð, hver áhrif til góðs það hafði, þegar erlent verzlunarfyrirtæki kom hér inn, reyndar sem algjör undantekning; Costco. Það er engin spurning, að tilkoma Costco setti innlenda smásöluverzlun, líka benzínsölu, undir verðþrýsting, sem margir neytendur nutu svo góðs af. Áhrifin eru þó takmörkuð, af því Costco á ekki í neinni raunverulegri samkeppni við „jafningja“ hér, eins og t.a.m. Aldi, Lidl eða aðrar evrópskar verzlanakeðjur, sem byggja á og bjóða lágmarksverð. Oft er það helmingurinn af íslenzku verðlagi. En, af hverju koma engin önnur erlend verzlunar- og þjónustufyrirtæki hér inn!? Skýring er ekki langsótt. Íslenzka krónan er ástæðan. Það er hrein undantekning, ef erlent fyrirtæki hefur áhuga á, að fjárfesta og stofna hér til reksturs, meðan krónan er okkar gjaldmiðill. Hér hafa komið upp gjaldeyrishöft og gengissviptingar, sem enginn vill eiga yfir höfði sér. Gætu auðvitað komið aftur. Krónan er gjaldmiðill, sem hvergi gildir og ekkert verðgildi hefur, nema hér á Íslandi. Erlendis hafa okkar blessuðu krónuseðlar ekki einu sinni verðgildi þess pappírs, sem menn nota á sinn óæðri enda. Mér verður líka hugsað til íslenzka bankakerfisins, en þar er það sama uppi á teningnum vegna krónunnar. Að nafninu til eru hér þrír meginbankar, en þegar betur er að gáð, er munurinn á þeim lítill sem enginn, og verður ekki séð, að samkeppnin sé nokkur. Enginn erlendur banki. Þessi fákeppnis bankaþjónusta kostar greinilega líka meira, en bankaþjónusta annars staðar á EES-svæðinu, ef dæmt er út frá vaxtamismun og öðrum kostnaði, sem almenningur og fyrirtæki landsins verða að bera. Hvenær skyldi okkur bera gæfa til - kannske værri réttara að segja, hvenær skyldum við hafa skilning og vitsmuni til - að fá hér Evru og blómstrandi samkeppni í verzlun og þjónustu og lágmarksvexti, öllum til ómetanlegs ávinnings og góðs!? Leiðin að Evru er í gegnum fulla ESB-aðild - við erum nú þegar um 80% þar - en öll önnur smáríki Evrópu, nú 15 talsins, Eistland, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Írland, Slóvenía, Króatía, Kýpur, Malta og svo Kósóvó, Svartfjallaland, San Marínó, Andorra, Mónakó og Vatíkanið, eru nú öll þar. Hvort skildum við vera þrárri, tregari eða heimskari en aðrar smáþjóðir Evrópu, eða þær, 15 talsins, heimskari en við? Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun