„Við munum ekkert hreyfa okkur í sumar“ Jón Þór Stefánsson skrifar 15. júní 2024 19:54 Kristján Loftsson framkvæmdastjóri og stærsti eigandi Hvals hf. Vísir/Vilhelm Kristján Loftsson, eigandi Hvals ehf., furðar sig á orðum Vinstri grænna um að útgáfa hvalveiðileyfis sé óhjákvæmilegt í núverandi lagaumhverfi vegna þess hve langan tíma það tók matvælaráðherra að gefa út hvalveiðileyfi. „Þeir ættu þá að vinna eftir þessum lögum,“ sagði Kristján í kvöldfréttum Stöðvar 2 um þessa skoðun Vinstri grænna. „Þeir hanga hér frá því í janúar þangað til núna. Það sýnir bara hvað þetta fólk er framtakssamt.“ Kristján segir að allt hafi verið gert til að setja Hval stólinn fyrir dyrnar. „Þetta byrjar á Katrínu Jakobsdóttur, hún er þarna lengst ráðherra matvælaráðuneytisins, síðan er Svandís Svavarsdóttir í einhverja daga, og svo kemur Olsen þarna í restina. Ef það er svona þá eru þau ekki að fara eftir lögum. Þau draga tímann því þetta er bara þeirra stefna.“ Munu ekki hreyfa sig í sumar Kristján segir að það veiðileyfi sem hafi verið gefið út gangi ekki. Það þurfi miklu lengri tíma til að undirbúa hvalveiðar. „Það er alveg vonlaust dæmi. Bæði að fá vant fólk og ná í ýmislegt sem þarf til þess. En þetta er gert af ásettu ráði.“ Þannig það verða ekki hvalveiðar? „Við munum ekkert hreyfa okkur í sumar.“ Hvernig líður þér með það? „Þetta er bara Ísland í dag.“ Hann segist ætla að sækja um hvalveiðileyfi aftur á næsta ári og þá telur hann að það hljóti að taka minni tíma að samþykkja veiðarnar en í ár, vegna þess að lögin séu þannig að sögn Vinstri grænna. Part of the game Kristján segist stefna ótrauður áfram og ætlar ekki að láta mótmæli stoppa sig. „Mótmæli, þau hafa verið alltaf. Þetta eru einhverjir nokkrir aðilar. Þetta er alltaf sama fólkið. Þetta er eins og ég segi: Part of the game. Það væri eitthvað skrýtið ef þetta væri ekki.“ Skoðanakönnun frá Maskínu frá því maí sýndi að rétttæpur helmingur þjóðarinnar væri andvígur hvalveiðum en rúmur þriðjungur hlynntur þeim. Kristján segist ekki botna í andstöðu fólks á veiðunum. Þá segir hann að fólk sé oft spurt hvort það sé á móti hvalveiðum, en aldrei hvers vegna það sé á móti þeim. „Ef þú gerir skoðanakönnun á íslandi þá muntu aldrei fá alla til að vera samþykka öllu sem gert er. Það eru alltaf einhverjir á móti einhversstaðar.“ Stjórnvöldum alveg sama um lögin í landinu Kristján segir stjórnvöld virða lögin í landinu að vettugi. „Þetta fólk kann ekki annað. Svandís Svavarsdóttir fékk nú heldur betur rassskellingu frá umboðsmanni. En þessu fólki er nákvæmlega sama. Það skiptir engu máli“ Munuð þið leita réttar ykkar? „Eflaust. En við erum nú ekkert farnir að spá í það enn þá.“ Hann segir lagaumhverfið þó erfitt og nefnir sem dæmi að Hvalur hf. hafi sent ríkislögmanni bréf í janúar og að fyrirtækinu hafi enn ekki borist svör. Hvalveiðar Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira
„Þeir ættu þá að vinna eftir þessum lögum,“ sagði Kristján í kvöldfréttum Stöðvar 2 um þessa skoðun Vinstri grænna. „Þeir hanga hér frá því í janúar þangað til núna. Það sýnir bara hvað þetta fólk er framtakssamt.“ Kristján segir að allt hafi verið gert til að setja Hval stólinn fyrir dyrnar. „Þetta byrjar á Katrínu Jakobsdóttur, hún er þarna lengst ráðherra matvælaráðuneytisins, síðan er Svandís Svavarsdóttir í einhverja daga, og svo kemur Olsen þarna í restina. Ef það er svona þá eru þau ekki að fara eftir lögum. Þau draga tímann því þetta er bara þeirra stefna.“ Munu ekki hreyfa sig í sumar Kristján segir að það veiðileyfi sem hafi verið gefið út gangi ekki. Það þurfi miklu lengri tíma til að undirbúa hvalveiðar. „Það er alveg vonlaust dæmi. Bæði að fá vant fólk og ná í ýmislegt sem þarf til þess. En þetta er gert af ásettu ráði.“ Þannig það verða ekki hvalveiðar? „Við munum ekkert hreyfa okkur í sumar.“ Hvernig líður þér með það? „Þetta er bara Ísland í dag.“ Hann segist ætla að sækja um hvalveiðileyfi aftur á næsta ári og þá telur hann að það hljóti að taka minni tíma að samþykkja veiðarnar en í ár, vegna þess að lögin séu þannig að sögn Vinstri grænna. Part of the game Kristján segist stefna ótrauður áfram og ætlar ekki að láta mótmæli stoppa sig. „Mótmæli, þau hafa verið alltaf. Þetta eru einhverjir nokkrir aðilar. Þetta er alltaf sama fólkið. Þetta er eins og ég segi: Part of the game. Það væri eitthvað skrýtið ef þetta væri ekki.“ Skoðanakönnun frá Maskínu frá því maí sýndi að rétttæpur helmingur þjóðarinnar væri andvígur hvalveiðum en rúmur þriðjungur hlynntur þeim. Kristján segist ekki botna í andstöðu fólks á veiðunum. Þá segir hann að fólk sé oft spurt hvort það sé á móti hvalveiðum, en aldrei hvers vegna það sé á móti þeim. „Ef þú gerir skoðanakönnun á íslandi þá muntu aldrei fá alla til að vera samþykka öllu sem gert er. Það eru alltaf einhverjir á móti einhversstaðar.“ Stjórnvöldum alveg sama um lögin í landinu Kristján segir stjórnvöld virða lögin í landinu að vettugi. „Þetta fólk kann ekki annað. Svandís Svavarsdóttir fékk nú heldur betur rassskellingu frá umboðsmanni. En þessu fólki er nákvæmlega sama. Það skiptir engu máli“ Munuð þið leita réttar ykkar? „Eflaust. En við erum nú ekkert farnir að spá í það enn þá.“ Hann segir lagaumhverfið þó erfitt og nefnir sem dæmi að Hvalur hf. hafi sent ríkislögmanni bréf í janúar og að fyrirtækinu hafi enn ekki borist svör.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira