Mbappé með ákall til kjósenda í Frakklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2024 14:31 Kylian Mbappé hefur áhyggjur af stöðunni í frönskum stjórnmálum. AP/Hassan Amma Kylian Mbappé var pólitískur á blaðamannafundi franska landsliðsins fyrir fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í fótbolta. Mbappé kallaði þar eftir því að franskir kjósendur styðji ekki öfgaflokka í komandi kosningum og tók þar með undir orð liðfélaga síns Marcus Thuram frá deginum áður. Thuram hafði lýst yfir áhyggjum sínum af auknu fylgi franska þjóðernisflokksins Rassemblement National sem er mjög hægrisinnaður poppúlistaflokkur. Kosningar fara fram í Frakklandi í lok júní. „Ég deili sömu gildum og Marcus. Auðvitað styð ég hann. Hann gekk ekki of langt að mínu mati. Það er málfrelsi og ég fylgi honum í skoðunum,“ sagði Mbappé. „Við sem franskir ríkisborgarar megum ekki aðskilja okkur frá heiminum í kringum okkur. Við vitum að við erum á mikilvægum stað í sögu okkar þjóðar og í raun í fordæmislausri stöðu. Ég vil því ávarpa frönsku þjóðina. Öfgahópar eru komnir nálægt valdastöðum en við sjálf erum í þeirri stöðu að geta valið framtíð okkar þjóðar,“ sagði Mbappé. „Ég hvet því unga fólkið okkar til að fara á kjörstað og vona að þau átti sig á alvarleika stöðunnar. Ég vona að ég geti haft einhver áhrif og ég vona að ég verði enn þá stoltur af því að klæðast þessari treyju 7. júlí næstkomandi,“ sagði Mbappé. Hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í nýafstöðnum Evrópuþingskosningum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, biðlar til annarra flokka á miðjunni um að mynda bandalag gegn hægriöfgaflokkum í þingkosningum sem hann boðaði til eftir Evrópuþingskosningar. Fyrsti leikur franska liðsins á mótinu er á móti Austurríki í kvöld. EM 2024 í Þýskalandi Frakkland Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira
Mbappé kallaði þar eftir því að franskir kjósendur styðji ekki öfgaflokka í komandi kosningum og tók þar með undir orð liðfélaga síns Marcus Thuram frá deginum áður. Thuram hafði lýst yfir áhyggjum sínum af auknu fylgi franska þjóðernisflokksins Rassemblement National sem er mjög hægrisinnaður poppúlistaflokkur. Kosningar fara fram í Frakklandi í lok júní. „Ég deili sömu gildum og Marcus. Auðvitað styð ég hann. Hann gekk ekki of langt að mínu mati. Það er málfrelsi og ég fylgi honum í skoðunum,“ sagði Mbappé. „Við sem franskir ríkisborgarar megum ekki aðskilja okkur frá heiminum í kringum okkur. Við vitum að við erum á mikilvægum stað í sögu okkar þjóðar og í raun í fordæmislausri stöðu. Ég vil því ávarpa frönsku þjóðina. Öfgahópar eru komnir nálægt valdastöðum en við sjálf erum í þeirri stöðu að geta valið framtíð okkar þjóðar,“ sagði Mbappé. „Ég hvet því unga fólkið okkar til að fara á kjörstað og vona að þau átti sig á alvarleika stöðunnar. Ég vona að ég geti haft einhver áhrif og ég vona að ég verði enn þá stoltur af því að klæðast þessari treyju 7. júlí næstkomandi,“ sagði Mbappé. Hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í nýafstöðnum Evrópuþingskosningum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, biðlar til annarra flokka á miðjunni um að mynda bandalag gegn hægriöfgaflokkum í þingkosningum sem hann boðaði til eftir Evrópuþingskosningar. Fyrsti leikur franska liðsins á mótinu er á móti Austurríki í kvöld.
EM 2024 í Þýskalandi Frakkland Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira