McIlroy tekur sér í frí frá golfi eftir „erfiðasta daginn“ á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 09:31 Rory McIlroy missti frá sér sigurinn á Opna bandaríska meistaramótinu. Getty/Jared C. Tilton Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy klúðraði dauðafæri að vinna langþráðan risatitil á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi um helgina. Hinn 35 ára gamli McIlroy var með tveggja högga forskot undir lok mótsins en tapaði þremur höggum á síðustu fjórum holunum. Rory McIlroy has commented for the first time since his US Open heartbreak 💬 pic.twitter.com/WGNAxGLpdL— Sky Sports Golf (@SkySportsGolf) June 18, 2024 Hann hefur unnið fimm risatitla á ferlinum en engan frá árinu 2014. Klúður hans gaf Bandaríkjamanninum Bryson DeChambeau tækifæri til að tryggja sér sigur á mótinu sem og hann nýtti. McIlroy óskaði Bryson til hamingju með sigurinn á samfélagsmiðlum sínum en Norður-Írinn talaði einnig um klúðrið sitt. Honum tókst ekki að nýta pútt af stuttu færi á bæði sextándu og átjándu holunni. „Sunnudagurinn var erfiður dagur. Líklega erfiðasti dagurinn á sautján ára ferli mínum sem atvinnukylfingur,“ skrifaði Rory McIlroy. „Þegar ég horfi til baka yfir mótið þá sé ég eftir nokkrum hlutum og þá sérstaklega púttunum á sextándu og átjándu á lokadeginum,“ skrifaði McIlroy. „Eins og alltaf þá reyni ég samt að horfa frekar á það jákvæða en það neikvæða og það voru miklu fleiri jákvæðir hlutir en neikvæðir á þessu móti. Ég sagði það fyrir mótið að mér finnst ég vera nær sigri á risasmóti en ég hef nokkurn tímann verið áður,“ skrifaði McIlroy. „Ég ætla núna að taka mér nokkra vikna frí frá golfi til að meta stöðuna og byggja mig aftur upp fyrir titilvörn mína á Opna skoska mótinu og svo fyrir Opna breska á Royal Troon,“ skrifaði McIlroy. Opna skoska meistaramótið efst 11. júlí og Opna breska meistaramótið hefst viku síðar. pic.twitter.com/fD9NvqFXav— Rory McIlroy (@McIlroyRory) June 17, 2024 Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hinn 35 ára gamli McIlroy var með tveggja högga forskot undir lok mótsins en tapaði þremur höggum á síðustu fjórum holunum. Rory McIlroy has commented for the first time since his US Open heartbreak 💬 pic.twitter.com/WGNAxGLpdL— Sky Sports Golf (@SkySportsGolf) June 18, 2024 Hann hefur unnið fimm risatitla á ferlinum en engan frá árinu 2014. Klúður hans gaf Bandaríkjamanninum Bryson DeChambeau tækifæri til að tryggja sér sigur á mótinu sem og hann nýtti. McIlroy óskaði Bryson til hamingju með sigurinn á samfélagsmiðlum sínum en Norður-Írinn talaði einnig um klúðrið sitt. Honum tókst ekki að nýta pútt af stuttu færi á bæði sextándu og átjándu holunni. „Sunnudagurinn var erfiður dagur. Líklega erfiðasti dagurinn á sautján ára ferli mínum sem atvinnukylfingur,“ skrifaði Rory McIlroy. „Þegar ég horfi til baka yfir mótið þá sé ég eftir nokkrum hlutum og þá sérstaklega púttunum á sextándu og átjándu á lokadeginum,“ skrifaði McIlroy. „Eins og alltaf þá reyni ég samt að horfa frekar á það jákvæða en það neikvæða og það voru miklu fleiri jákvæðir hlutir en neikvæðir á þessu móti. Ég sagði það fyrir mótið að mér finnst ég vera nær sigri á risasmóti en ég hef nokkurn tímann verið áður,“ skrifaði McIlroy. „Ég ætla núna að taka mér nokkra vikna frí frá golfi til að meta stöðuna og byggja mig aftur upp fyrir titilvörn mína á Opna skoska mótinu og svo fyrir Opna breska á Royal Troon,“ skrifaði McIlroy. Opna skoska meistaramótið efst 11. júlí og Opna breska meistaramótið hefst viku síðar. pic.twitter.com/fD9NvqFXav— Rory McIlroy (@McIlroyRory) June 17, 2024
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira