Staðfesta áminningu vegna flutnings 37 þorska milli skipa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júní 2024 10:46 Veiðieftirlit Fiskistofu stóð skipstjóra að því að færa 37 þorska milli skipa. Vísir/Vilhelm Matvælaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Fiskistofu um að veita útgerðaraðila skriflega áminningu fyrir að hafa fært 37 þorska milli skipa í júní 2022. Málsatvikum er lýst í skýrslu veiðieftirlitsmanna Fiskistofu frá því í júlí 2022 en þar segir að veiðieftirlitsmenn hafi orðið vitni að því þegar skipstjóri á ónefndu skipi á strandveiðum tíndi þorsk upp úr lestinni hjá sér og í kar uppi á dekki. Fylgst var með skipinu með dróna og eftir stutta siglingu sást það leggjast að öðru skipi þar sem umræddur þorskur var færður yfir, 37 stykki samtals. Útgerðaraðilinn fékk tækifæri til að veita andsvör og sagði að það hefði ekki verið ásetningur skipstjórans að brjóta reglur. Hann hefði hins vegar séð í lok dags að aflinn hafi verið orðinn ríflegur dagskammtur á strandveiðum og því ákveðið að gefa umframaflann til annars báts. Allur afli hefði verið veginn á hafnarvog. Skipstjórinn hefði ekki talið að það væri tiltökumál að færa nokkra fiska milli skipa og var meðal annars vísað til jafnræðisreglunnar og þess að uppsjávarskipum væri heimilt að miðla afla sín á milli. Fiskistofa sagði hins vegar í niðurstöðu sinni að markmiðið með heimildum til miðlunar afla úr nótum á miðunum, milli uppsjávarskipa, væri að koma í veg fyrir að síld eða loðnu væri sleppt dauðri úr nótunum og tryggja að öllum afla væri landað. Ekki væri um að ræða að sama hætta fylgdi veiðum með handfærarúllum, þar sem skipstjóri gæti séð til þess að allur afli væri hirtur og honum landað. Þá væri auðvelt að tryggja að aflinn færi ekki langt umfram lögbundinn hámarksafla. Fiskistofa sagði brotin hafa verið til þess fallin að hafa í för með sér ávinning fyrir hlutaðeigandi en hann hefði þó verið óverulegur. Matvælaráðuneytið staðfesti, eins og fyrr segir, ákvörðun Fiskistofu og baðst sömuleiðis afsökunar á töfum á uppkvaðningu úrskurðarins, sem mætti rekja til mikilla anna í ráðuneytinu. Úrskurðurinn í heild. Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Málsatvikum er lýst í skýrslu veiðieftirlitsmanna Fiskistofu frá því í júlí 2022 en þar segir að veiðieftirlitsmenn hafi orðið vitni að því þegar skipstjóri á ónefndu skipi á strandveiðum tíndi þorsk upp úr lestinni hjá sér og í kar uppi á dekki. Fylgst var með skipinu með dróna og eftir stutta siglingu sást það leggjast að öðru skipi þar sem umræddur þorskur var færður yfir, 37 stykki samtals. Útgerðaraðilinn fékk tækifæri til að veita andsvör og sagði að það hefði ekki verið ásetningur skipstjórans að brjóta reglur. Hann hefði hins vegar séð í lok dags að aflinn hafi verið orðinn ríflegur dagskammtur á strandveiðum og því ákveðið að gefa umframaflann til annars báts. Allur afli hefði verið veginn á hafnarvog. Skipstjórinn hefði ekki talið að það væri tiltökumál að færa nokkra fiska milli skipa og var meðal annars vísað til jafnræðisreglunnar og þess að uppsjávarskipum væri heimilt að miðla afla sín á milli. Fiskistofa sagði hins vegar í niðurstöðu sinni að markmiðið með heimildum til miðlunar afla úr nótum á miðunum, milli uppsjávarskipa, væri að koma í veg fyrir að síld eða loðnu væri sleppt dauðri úr nótunum og tryggja að öllum afla væri landað. Ekki væri um að ræða að sama hætta fylgdi veiðum með handfærarúllum, þar sem skipstjóri gæti séð til þess að allur afli væri hirtur og honum landað. Þá væri auðvelt að tryggja að aflinn færi ekki langt umfram lögbundinn hámarksafla. Fiskistofa sagði brotin hafa verið til þess fallin að hafa í för með sér ávinning fyrir hlutaðeigandi en hann hefði þó verið óverulegur. Matvælaráðuneytið staðfesti, eins og fyrr segir, ákvörðun Fiskistofu og baðst sömuleiðis afsökunar á töfum á uppkvaðningu úrskurðarins, sem mætti rekja til mikilla anna í ráðuneytinu. Úrskurðurinn í heild.
Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira