Kennari í Breiðholti er Reykvíkingur ársins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. júní 2024 07:01 Marta veiddi fyrsta lax vertíðarinnar í Elliðaá í morgun. Það tók hana aðeins um fimmtán mínútur og var þetta Maríulax Mörtu. Róbert Reynisson Marta Wieczorek, grunnskólakennari í Hólabrekkuskóla í Breiðholti og aðstoðarskólastjóri við Pólska skólann, er Reykvíkingur ársins 2024. Henni er lýst sem fagmanneskju fram í fingurgóma. Hún segir útnefninguna hafa komið mjög á óvart og þakkar skilningsríkri fjölskyldu stuðninginn. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, tilkynnti valið í morgun við opnun Elliðaánna en þetta er í fjórtánda sinn sem Reykvíkingur ársins er valinn. Reykvíkingur ársins var útnefndur í fyrsta sinn árið 2011. Tilgangurinn er að leita að einstaklingi sem hefur, með háttsemi sinni eða atferli, verið til fyrirmyndar á einhvern hátt og þakka fyrir hans framlag. „Marta Wieczorek vinnur dýrmætt og óeigingjarnt starf í þágu barna borginni sem kennari við Hólabrekkuskóla en hún hefur líka unnið á leikskóla og mótað fyrstu ár barna í hverfinu. Hún hefur jafnframt unnið ötullega við að efla móðurmálskennslu í Pólska skólanum í Reykjavík, sem var stofnaður árið 2008, þar sem lögð er áhersla á pólskukennslu samhliða því að veita mikilvægan stuðning fyrir tvítyngda nemendur á Íslandi. Nemendur sem stunda nám í Pólska skólanum efla ekki einungis sitt eigið móðurmál heldur eru betur í stakk búnir til að tileinka sér íslensku sem er undirstaða þess að vera virkur þátttakandi í íslensku samfélagi. Skólinn er því mikilvæg brú milli íslensks og pólsks samfélags, ekki bara fyrir börnin sem þangað sækja nám heldur einnig fyrir foreldra barnanna,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Marta kennir einnig á íslenskunámskeiði fyrir börn sem eru nýkomin til Reykjavíkur. Námskeiðið er á vegum Suðurmiðstöðvar og fer fram í Fjölskyldumiðstöðinni í Gerðubergi. Menningarsendiherra í Breiðholti Marta hefur einnig verið menningarsendiherra fyrir landið sitt í Breiðholti. Um er að ræða samfélagsverkefni mismunandi mál-, menningar- og/eða þjóðfélagshópa og Suðurmiðstöðvar. Menningarsendiherrar hafa það hlutverk að brúa bilið milli ólíkra þjóða og menningarheima í hverfinu með það að markmiði að virkja lýðræði, efla upplýsingaflæði og bæta tengslanet innan hverfisins. Marta segir mikilvægt að hjálpa fólki að taka virkan þátt í því samfélagi sem það kýs að búa í. „Það er líka ánægjulegt að hitta allt það fólk sem lætur sér annt um að byggja upp í sameiningu og gera samlanda sína meðvitaða um að það að búa til lokaða menningar- og málhópa getur alið á óvild og fordómum og ýtt undir neikvæðar staðalímyndir. Miklu betri lausn er að kynnast hvert öðru og hafa gagnkvæman ávinning af því,“ segir hún. Fagmanneskja fram í fingurgóma Lovísa Guðrún Ólafsdóttir, skólastjóri Hólabrekkuskóla, segir Mörtu vera fagmanneskju fram í fingurgóma „Hún setur nemendur sína alltaf í fyrsta sæti og leitar leiða til að laða það besta fram í öllum. Marta er jákvæður leiðtogi sem fer fjölbreyttar leiðir í kennslu til að allir nemendur nái að nýta sína styrkleika. Við erum heppin í Hólabrekkuskóla að hafa Mörtu í okkar flotta starfsmannahópi. Hún er fagleg, nemendamiðuð og jákvæð í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur“, segir Lovísa Guðrún. Reykvíkingur ársins var að vonum ánægður með titilinn. „Útnefningin kom mér mjög á óvart. Það er virkilega ánægjulegt að fá viðurkenningu fyrir starfið sitt og þetta mun örugglega hvetja mig áfram, en þetta væri ekki mögulegt án skilningsríkrar fjölskyldu og ég er mjög þakklát fyrir hennar stuðning,“ segir Marta. Reykvíkingur ársins opnaði Elliðaárnar í boði borgarstjórans í Reykjavík og Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem hefur haft umsjón með ánum í 84 ár. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, ræddi við Mörtu um kennarastarfið og starf hennar í Suðurmiðstöð. Því næst var boðið upp á hressingu í veiðihúsinu við ána. Þau hafa verið valin Reykvíkingar ársins: Mikael Marinó Rivera 2023 Kamila Walijewska og Marco Pizzolato 2022 Guðjón Óskarsson, Reykvíkingur ársins 2021 Þorvaldur Daníelsson, Reykvíkingur ársins 2020 Helga Steffensen, Reykvíkingur ársins 2019 Bergþór Grétar Böðvarsson, Reykvíkingur ársins 2018 Anna Sif Jónsdóttir, Reykvíkingur ársins 2017 Reinhard Reinhardsson og Karólína Inga Guðlaugsdóttir, Reykvíkingar ársins 2016 Hanna Guðrún Sigurjónsdóttir, Reykvíkingur ársins 2015 Kristján og Gunnar Jónassynir, Reykvíkingar ársins 2014 Ólafur Ólafsson, Reykvíkingur ársins 2013 Theódóra Guðrún Rafnsdóttir, Reykvíkingur ársins 2012 Gunnlaugur Sigurðsson, Reykvíkingur ársins 2011 Reykjavík Grunnskólar Skóla- og menntamál Innflytjendamál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, tilkynnti valið í morgun við opnun Elliðaánna en þetta er í fjórtánda sinn sem Reykvíkingur ársins er valinn. Reykvíkingur ársins var útnefndur í fyrsta sinn árið 2011. Tilgangurinn er að leita að einstaklingi sem hefur, með háttsemi sinni eða atferli, verið til fyrirmyndar á einhvern hátt og þakka fyrir hans framlag. „Marta Wieczorek vinnur dýrmætt og óeigingjarnt starf í þágu barna borginni sem kennari við Hólabrekkuskóla en hún hefur líka unnið á leikskóla og mótað fyrstu ár barna í hverfinu. Hún hefur jafnframt unnið ötullega við að efla móðurmálskennslu í Pólska skólanum í Reykjavík, sem var stofnaður árið 2008, þar sem lögð er áhersla á pólskukennslu samhliða því að veita mikilvægan stuðning fyrir tvítyngda nemendur á Íslandi. Nemendur sem stunda nám í Pólska skólanum efla ekki einungis sitt eigið móðurmál heldur eru betur í stakk búnir til að tileinka sér íslensku sem er undirstaða þess að vera virkur þátttakandi í íslensku samfélagi. Skólinn er því mikilvæg brú milli íslensks og pólsks samfélags, ekki bara fyrir börnin sem þangað sækja nám heldur einnig fyrir foreldra barnanna,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Marta kennir einnig á íslenskunámskeiði fyrir börn sem eru nýkomin til Reykjavíkur. Námskeiðið er á vegum Suðurmiðstöðvar og fer fram í Fjölskyldumiðstöðinni í Gerðubergi. Menningarsendiherra í Breiðholti Marta hefur einnig verið menningarsendiherra fyrir landið sitt í Breiðholti. Um er að ræða samfélagsverkefni mismunandi mál-, menningar- og/eða þjóðfélagshópa og Suðurmiðstöðvar. Menningarsendiherrar hafa það hlutverk að brúa bilið milli ólíkra þjóða og menningarheima í hverfinu með það að markmiði að virkja lýðræði, efla upplýsingaflæði og bæta tengslanet innan hverfisins. Marta segir mikilvægt að hjálpa fólki að taka virkan þátt í því samfélagi sem það kýs að búa í. „Það er líka ánægjulegt að hitta allt það fólk sem lætur sér annt um að byggja upp í sameiningu og gera samlanda sína meðvitaða um að það að búa til lokaða menningar- og málhópa getur alið á óvild og fordómum og ýtt undir neikvæðar staðalímyndir. Miklu betri lausn er að kynnast hvert öðru og hafa gagnkvæman ávinning af því,“ segir hún. Fagmanneskja fram í fingurgóma Lovísa Guðrún Ólafsdóttir, skólastjóri Hólabrekkuskóla, segir Mörtu vera fagmanneskju fram í fingurgóma „Hún setur nemendur sína alltaf í fyrsta sæti og leitar leiða til að laða það besta fram í öllum. Marta er jákvæður leiðtogi sem fer fjölbreyttar leiðir í kennslu til að allir nemendur nái að nýta sína styrkleika. Við erum heppin í Hólabrekkuskóla að hafa Mörtu í okkar flotta starfsmannahópi. Hún er fagleg, nemendamiðuð og jákvæð í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur“, segir Lovísa Guðrún. Reykvíkingur ársins var að vonum ánægður með titilinn. „Útnefningin kom mér mjög á óvart. Það er virkilega ánægjulegt að fá viðurkenningu fyrir starfið sitt og þetta mun örugglega hvetja mig áfram, en þetta væri ekki mögulegt án skilningsríkrar fjölskyldu og ég er mjög þakklát fyrir hennar stuðning,“ segir Marta. Reykvíkingur ársins opnaði Elliðaárnar í boði borgarstjórans í Reykjavík og Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem hefur haft umsjón með ánum í 84 ár. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, ræddi við Mörtu um kennarastarfið og starf hennar í Suðurmiðstöð. Því næst var boðið upp á hressingu í veiðihúsinu við ána. Þau hafa verið valin Reykvíkingar ársins: Mikael Marinó Rivera 2023 Kamila Walijewska og Marco Pizzolato 2022 Guðjón Óskarsson, Reykvíkingur ársins 2021 Þorvaldur Daníelsson, Reykvíkingur ársins 2020 Helga Steffensen, Reykvíkingur ársins 2019 Bergþór Grétar Böðvarsson, Reykvíkingur ársins 2018 Anna Sif Jónsdóttir, Reykvíkingur ársins 2017 Reinhard Reinhardsson og Karólína Inga Guðlaugsdóttir, Reykvíkingar ársins 2016 Hanna Guðrún Sigurjónsdóttir, Reykvíkingur ársins 2015 Kristján og Gunnar Jónassynir, Reykvíkingar ársins 2014 Ólafur Ólafsson, Reykvíkingur ársins 2013 Theódóra Guðrún Rafnsdóttir, Reykvíkingur ársins 2012 Gunnlaugur Sigurðsson, Reykvíkingur ársins 2011
Reykjavík Grunnskólar Skóla- og menntamál Innflytjendamál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira