Skömmin sé Breta, Færeyinga og Norðmanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. júní 2024 13:43 Heiðrún Lind Marteinsdóttir segir Breta, Færeyinga og Norðmenn sýna yfirgang með samkomulagi sínu og skömmin sé þeirra. vísir/Arnar Halldórs Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segja nýtt samkomulag Breta, Færeyinga og Noregs festa enn ríkar í sessi óásættanlega ofveiði makríls. „Yfirgangurinn er þeirra og skömmin er þeirra,“ segja samtökin. Í vikunni undirrituðu fulltrúar stjórnvalda þriggja strandríkja af sex í makríl samkomulag um skiptingu kvóta fyrir þessi ríki og aðgang til veiða í lögsögu tveggja þeirra. Bretland, Færeyjar og Noregur hafa sammælst um hlut sér til handa og aðgang að lögsögu Bretlands og Noregs. „Hér er því ekki um heildstæðan samning allra strandríkja í makríl að ræða og nær því fyrirkomulagið hvorki til veiðanna né veiðisvæðisins í heild, eins og ákjósanlegt væri til að makrílveiðar gætu kallast sjálfbærar og ábyrgar. ESB, Ísland og Grænland, sem eru einnig strandríki að makríl, eru utan þessa fyrirkomulags,“ segir í yfirlýsingu SFS. „Með þessu þriggja ríkja fyrirkomulagi, sem gilda skal til ársloka 2026, taka ríkin þrjú til sín tæp 72% af heildaraflamarki í makríl fyrir árið 2024 sem öll strandríkin sex samþykktu síðastliðið haust. Þar með er skilin eftir 28% hlutdeild fyrir strandríkin þrjú sem standa utan samkomulagsins. Sé mið tekið af einhliða kvótum þessara þriggja strandríkja árið 2023, þá var sameiginleg hlutdeild ESB, Íslands og Grænlands 45,64%.“ Þessu til viðbótar taki Rússland, sem er veiðiríki að makríl, 15,10% hlutdeild. „Augljóst er því að samkomulag ríkjanna þriggja gerir lítið annað en að festa enn frekar í sessi óásættanlega ofveiði makríls. Gera má ráð fyrir að sameiginlegir kvótar allra strandríkja, ásamt einhliða kvóta Rússlands, leiði því til þess að veiði umfram ráðgjöf verði um 133% árið 2024.“ Mikil verðmæti felist í hinum sameiginlega fiskistofni makríls, en verðmætum þessum fylgi líka ábyrgð. „Ábyrgðin felst í því að öllum ríkjunum sex ber sameiginlega að tryggja vöxt og viðgang þessa stofns til lengri framtíðar og fyrir komandi kynslóðir. Þegar þrjú ríki taka sig saman um að hrifsa til sín yfirgnæfandi hlutdeild þessa stofns, án nokkurs samkomulags við önnur ríki sem deila þessum sameiginlegu verðmætum með þeim, þá sýna hlutaðeigandi ríki að þau ætla ekki að axla þá miklu ábyrgð sem á þeim hvílir um vernd fiskistofnsins. Yfirgangurinn er þeirra og skömmin er þeirra.“ Íslenskur sjávarútvegur leggi mikinn metnað í sjálfbærar fiskveiðar, enda sé fiskurinn burðarstólpi íslensks samfélags og efnahagslífs. „Villtur fiskur er um 40% af vöruútflutningi landsins. Með skynsömu fiskveiðistjórnunarkerfi, vísindalegri nálgun og skilvirkum veiðum hefur Íslendingum tekist að viðhalda fiskistofnum í eigin lögsögu og gera um leið mikil verðmæti úr fiskveiðiauðlindinni. Íslenskur sjávarútvegur nálgast veiðar úr sameiginlegum fiskistofnum, líkt og makríl, með nákvæmlega sama hætti. Það er miður að slík nálgun sé ekki öllum strandríkjum í blóð borin.“ Sjávarútvegur Bretland Noregur Færeyjar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Í vikunni undirrituðu fulltrúar stjórnvalda þriggja strandríkja af sex í makríl samkomulag um skiptingu kvóta fyrir þessi ríki og aðgang til veiða í lögsögu tveggja þeirra. Bretland, Færeyjar og Noregur hafa sammælst um hlut sér til handa og aðgang að lögsögu Bretlands og Noregs. „Hér er því ekki um heildstæðan samning allra strandríkja í makríl að ræða og nær því fyrirkomulagið hvorki til veiðanna né veiðisvæðisins í heild, eins og ákjósanlegt væri til að makrílveiðar gætu kallast sjálfbærar og ábyrgar. ESB, Ísland og Grænland, sem eru einnig strandríki að makríl, eru utan þessa fyrirkomulags,“ segir í yfirlýsingu SFS. „Með þessu þriggja ríkja fyrirkomulagi, sem gilda skal til ársloka 2026, taka ríkin þrjú til sín tæp 72% af heildaraflamarki í makríl fyrir árið 2024 sem öll strandríkin sex samþykktu síðastliðið haust. Þar með er skilin eftir 28% hlutdeild fyrir strandríkin þrjú sem standa utan samkomulagsins. Sé mið tekið af einhliða kvótum þessara þriggja strandríkja árið 2023, þá var sameiginleg hlutdeild ESB, Íslands og Grænlands 45,64%.“ Þessu til viðbótar taki Rússland, sem er veiðiríki að makríl, 15,10% hlutdeild. „Augljóst er því að samkomulag ríkjanna þriggja gerir lítið annað en að festa enn frekar í sessi óásættanlega ofveiði makríls. Gera má ráð fyrir að sameiginlegir kvótar allra strandríkja, ásamt einhliða kvóta Rússlands, leiði því til þess að veiði umfram ráðgjöf verði um 133% árið 2024.“ Mikil verðmæti felist í hinum sameiginlega fiskistofni makríls, en verðmætum þessum fylgi líka ábyrgð. „Ábyrgðin felst í því að öllum ríkjunum sex ber sameiginlega að tryggja vöxt og viðgang þessa stofns til lengri framtíðar og fyrir komandi kynslóðir. Þegar þrjú ríki taka sig saman um að hrifsa til sín yfirgnæfandi hlutdeild þessa stofns, án nokkurs samkomulags við önnur ríki sem deila þessum sameiginlegu verðmætum með þeim, þá sýna hlutaðeigandi ríki að þau ætla ekki að axla þá miklu ábyrgð sem á þeim hvílir um vernd fiskistofnsins. Yfirgangurinn er þeirra og skömmin er þeirra.“ Íslenskur sjávarútvegur leggi mikinn metnað í sjálfbærar fiskveiðar, enda sé fiskurinn burðarstólpi íslensks samfélags og efnahagslífs. „Villtur fiskur er um 40% af vöruútflutningi landsins. Með skynsömu fiskveiðistjórnunarkerfi, vísindalegri nálgun og skilvirkum veiðum hefur Íslendingum tekist að viðhalda fiskistofnum í eigin lögsögu og gera um leið mikil verðmæti úr fiskveiðiauðlindinni. Íslenskur sjávarútvegur nálgast veiðar úr sameiginlegum fiskistofnum, líkt og makríl, með nákvæmlega sama hætti. Það er miður að slík nálgun sé ekki öllum strandríkjum í blóð borin.“
Sjávarútvegur Bretland Noregur Færeyjar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira