Staða HSÍ grafalvarleg Aron Guðmundsson skrifar 22. júní 2024 08:07 Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ Vísir/Sigurjón Ólason Formaður Handknattleikssambands Íslands segir stöðu sambandsins grafalvarlega. Tugmilljóna króna tap var á rekstri þess á síðasta ári. Eigið fé HSÍ er einnig neikvætt um tugi milljóna og mun sambandið þurfa að skera niður ef ríkið grípur ekki inn í. Tap var á rekstri HSÍ upp á 85 milljónir króna á síðasta ári. Eigið fé sambandsins er uppurið og var í raun neikvætt um tuttugu og tvær milljónir króna undir lok árs 2023. Formaður sambandsins, Guðmundur B. Ólafsson, segir tapið að miklu leiti skýrast af góðum árangri landsliða Íslands, bæði A-landsliða sem og yngri landsliða, það þýði aukafjárútlát. „Það er rétt það var tap hjá okkur upp á áttatíu og fimm milljónir króna á síðasta ári sem skýrist að hluta til af velgengni okkar,“ segir Guðmundur. „Við höfum aldrei verið með jafnmörg yngri landslið á lokamótum eins og í fyrra. Mót sem leikin eru yfir sumartímann. Það er mikill kostnaður í kringum það þó að leikmenn sjálfir þurfi sjálfir að bera stóran hluta af þeim kostnaði. Við höfum ekki náð að hjálpa þeim eins mikið með þann kostnað í ár líkt og við reyndum í fyrra. Síðan er það góður árangur kvennalandsliðsins. Sú vinna sem við höfum lagt í undanfarin ár við að reyna byggja upp sterkan kvennahandbolta. Hún er að skila sér í góðum árangri með því að við erum bæði á lokamóti HM í fyrra sem og á lokamóti EM núna í ár. Þetta þýðir auka fjárútlát fyrir okkur. Það kostar um þrjátíu milljónir fyrir okkur að taka þátt á stórmóti með karla- eða kvennalandslið.“ Íslenska kvennalandsliðið er orðið reglulegur þátttakandi á stórmótumVísir/Hulda Margrét Ekki gaman að skila ársreikningi í bullandi tapi Guðmundur kallar eftir frekari stuðningi frá ríki sem og Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Betri árangri fylgi ekki meira fé. „Við erum að fá óbreytta tölu frá afrekssjóði ÍSÍ upp á áttatíu milljónir króna inn í okkar rekstur. Ef að það er vilji fyrir því að við séum að stunda hér alvöru afreksstarf. Þá þarf að koma meira fjármagn frá ríkinu í þennan þátt. Það er búið að tala um þetta lengi. Gerð mjög góð breyting fyrir fjórum árum síðan þar sem að afrekssjóðurinn hækkaði úr eitt hundrað milljónum upp í tæpar fjögur hundruð milljónir. En síðan þá hefur allt staðið í stað.“ Tap upp á 85 milljónir, eigið fé neikvætt um 22 milljónir. Er þetta ekki grafalvarleg staða sem HSÍ er í? „Jú. Það er ekkert gaman að skila ársreikningi með tapi upp á áttatíu og fimm milljónir. En ástæðan er sú að við tókum þá ákvörðun að halda uppi þessu starfi. Ekki missa það niður fram þeim stað sem við erum komin á. Við verðum síðan bara að treysta á sjálf okkur við það að afla meira fjár. Ég held hins vegar að stóra spurningin sé sú hvernig við ætlum að skipta þeim fjármunum sem eru til skiptana? Er virkilega ekki meira fjármagn til fyrir íþróttastarfið Við erum ekki að tala niður aðra hópa eða aðrar greinar sem þurfa fjármagn. En ef við berum saman fjármagnið frá ríkisvaldinu inn á listasviðið. Listamannalaun, rekstur á Sinfóníuhljómsveit Íslands, Þjóðleikhúsinu og því öllu saman. Þá erum við að tala um milljarða. Við erum að tala um milljarða í kostnað þar samanborið við þrjú hundruð og áttatíu milljónir sem renna í afrekssjóð. Ég held að það sem að ráðamenn þurfi einfaldlega að spyrja sig að sé: Er þetta eðlileg skipting?“ Ekki um annað að ræða en að skera niður HSÍ sé ekki bara að lenda í þessu. Heldur finni önnur sérsambönd einnig fyrir þessu. „Ef maður skilar áttatíu og fimm milljóna tapi. Þá er ekki um neitt annað að ræða en að skera niður. Þegar að við erum að tala um að skera niður þá erum við að tala um að allur undirbúningur okkar landsliða. Æfingaleikir. Umgjörðin í kringum liðin með sérfæðingum, sjúkraþjálfurum, læknum og öðru slíku. Það verður þá bara að skera það af. En það þýðir það líka að árangurinn minnkar. Er það það sem að við viljum?“ Strákarnir okkar.Vísir/Vilhelm „Við teljum okkur vera hluta af samfélaginu eins og við viljum hafa það. Þetta eru innviðir samfélagsins. Afreksstarf. Það að börn og unglingar hafi fyrirmyndir í þessu. Ég trúi því bara ekki að stjórnvöld sjái ekki ljósið í því að styðja betur við afreksstarf á Íslandi.“ En er þetta eina skýringin fyrir þessum taprekstri? Eða er eitthvað annað innan vébanda þíns sambands sem þið þurfið að breyta? „Ekki annað en það að við þurfum að afla meira fjár. Við þurfum að leita til fyrirtækja og reyna fá styrk. Treysta í raun og veru á það að fyrirtæki, sem hafa verið okkur hliðholl og vilja styðja okkar starf, geri enn betur. En fyrst og fremst snýr þetta að því hvað við getum lagt mikið í afreksstarfið eða þurfum við að skera niður? Þá erum við að tala jafnt um karla- og kvennalið okkar. Þetta eru stórar áskoranir sem við stöndum frammi fyrir.“ Reikna með að tekjur af Handboltapassa tæplega þrjátíufaldist Síðasta tímabil í íslenska handboltanum var það fyrsta í tilraun HSÍ til þess að sjá sjálft um útsendingar frá leikjum í gegnum Handboltapassann. Í skýrslu stjórnar HSÍ segir einnig að frumkvöðlastarfsemi HSÍ með Handboltapassann í samstarfi við Símann hafi verið mjög kostnaðarsöm. Áskriftarsala tafðist og hófst ekki fyrr en í desember sem „olli miklu fjárhagslegu tjóni“. Tekjur af passanum fyrir HSÍ námu rétt um einni og hálfri milljón íslenskra króna en áætlanir HSÍ fyrir árið 2024 miða við að tekjur af passanum margfaldist um rétt tæplega þrjátíu prósent og muni verða um fjörutíu og þrjár milljónir í ár. Er þetta ekki dálítið bratt áætlað hjá ykkur? „Það verður náttúrulega að reikna með því að það er í rauninni bara einn mánuður á síðasta ári tekinn með í tekjur af þessu. Við gátum ekki innheimt Handboltapassann að fullu eins og við ætluðum okkur. Við stóðum frammi fyrir því að við vorum ekki með neinn samstarfssamning við fyrirtæki um að sýna leiki frá handboltanum fyrir síðasta tímabil og þurftum því að fara í það sem að við höfum kallað frumkvöðlastarf þar sem að við þurftum að koma boltanum í sjónvarpið.“ Frá leik Aftureldingar og FH í úrslitaeinvígi Olís deildar karla „Við metum það þannig að til lengri tíma litið. Þegar að þessir tækniörðugleikar, sem að við áttum við í upphafi urðu til þess að við gátum ekki innheimt nein gjöld fyrir áskrift af Handboltapassanum, eru að baki. Þá muni þetta snúast við. Það getur vel verið að við séum bjartsýnir í þessari áætlun en við vorum með fjögur þúsund áskrifendur að Handboltapassanum í lok tímabils. Það var yfir okkar áætlunum. Ef við náum að auka við það eiga þessar tekjuáætlanir að standast.“ Snúa vonir ykkar um tekjuöflun í þessum efnum þá eingöngu að áskrifendum eða eru þið einnig að reikna með tekjum úr öðrum áttum? „Auglýsingatekjur og samstarfssamningar eru líka hluti af þessu. En að stórum hluta til eru þetta áskriftatekjur af Handboltapassanum.“ Kostnaður sem fylgdi Handboltapassanum og sjónvarpsútsendingunum hafi verið meiri en búist var við. „Hins vegar höfum við átt í frábæru samstarfi við Kukl og notið mikillar velvildar hjá bæði þeim sem þar eru sem og hjá Símanum sem við vorum í samstarfi við. Við erum að vinna í því hvernig við getum haldið því samstarfi áfram en einnig að skoða aðra möguleika í því sambandi. Það er í sjálfu sér allt opið. Við vonumst til þess að sjónvarpsmálin, útsendingar frá boltanum, verði aðgengilegri fyrir fleiri. Uppsafnað áhorf í úrslitakeppninni var upp á fimmtíu þúsund áhorfendur. Sem er gríðarlega mikið. Við teljum út frá því að við eigum að geta aukið við tekjur okkar.“ Leikir í Olís deildum karla og kvenna voru sýndir í gegnum Handboltapassann og í sum skipti í samstarfi við Símann. Ætla að rétta skútuna við Framundan er mikil vinna hjá HSÍ að rétta skútuna við. Guðmundur er þó bjartsýnn fyrir hönd handboltans. „Það er bjart. Auðvitað er leiðinlegt að skila tapi og sjá að þetta er erfiður rekstur. Við teljum hins vegar að handboltinn sé á mikilli uppleið. Við finnum það bara á áhuganum hjá krökkunum og árangri landsliða okkar að við erum á réttri leið. Þetta kostar hins vegar allt pening. Á meðan að maður sér kannski ekki alveg fyrir endann á því þá er maður kannski svolítið frústreraður. En hvað handboltann varðar er ég bjartsýnn.“ Þú ert bjartsýnn á að ná að snúa rekstrarlegu skútunni við? „Já við ætlum að gera allt sem við getum til að gera það.ׅ“ Olís-deild karla Olís-deild kvenna HSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Sjá meira
Tap var á rekstri HSÍ upp á 85 milljónir króna á síðasta ári. Eigið fé sambandsins er uppurið og var í raun neikvætt um tuttugu og tvær milljónir króna undir lok árs 2023. Formaður sambandsins, Guðmundur B. Ólafsson, segir tapið að miklu leiti skýrast af góðum árangri landsliða Íslands, bæði A-landsliða sem og yngri landsliða, það þýði aukafjárútlát. „Það er rétt það var tap hjá okkur upp á áttatíu og fimm milljónir króna á síðasta ári sem skýrist að hluta til af velgengni okkar,“ segir Guðmundur. „Við höfum aldrei verið með jafnmörg yngri landslið á lokamótum eins og í fyrra. Mót sem leikin eru yfir sumartímann. Það er mikill kostnaður í kringum það þó að leikmenn sjálfir þurfi sjálfir að bera stóran hluta af þeim kostnaði. Við höfum ekki náð að hjálpa þeim eins mikið með þann kostnað í ár líkt og við reyndum í fyrra. Síðan er það góður árangur kvennalandsliðsins. Sú vinna sem við höfum lagt í undanfarin ár við að reyna byggja upp sterkan kvennahandbolta. Hún er að skila sér í góðum árangri með því að við erum bæði á lokamóti HM í fyrra sem og á lokamóti EM núna í ár. Þetta þýðir auka fjárútlát fyrir okkur. Það kostar um þrjátíu milljónir fyrir okkur að taka þátt á stórmóti með karla- eða kvennalandslið.“ Íslenska kvennalandsliðið er orðið reglulegur þátttakandi á stórmótumVísir/Hulda Margrét Ekki gaman að skila ársreikningi í bullandi tapi Guðmundur kallar eftir frekari stuðningi frá ríki sem og Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Betri árangri fylgi ekki meira fé. „Við erum að fá óbreytta tölu frá afrekssjóði ÍSÍ upp á áttatíu milljónir króna inn í okkar rekstur. Ef að það er vilji fyrir því að við séum að stunda hér alvöru afreksstarf. Þá þarf að koma meira fjármagn frá ríkinu í þennan þátt. Það er búið að tala um þetta lengi. Gerð mjög góð breyting fyrir fjórum árum síðan þar sem að afrekssjóðurinn hækkaði úr eitt hundrað milljónum upp í tæpar fjögur hundruð milljónir. En síðan þá hefur allt staðið í stað.“ Tap upp á 85 milljónir, eigið fé neikvætt um 22 milljónir. Er þetta ekki grafalvarleg staða sem HSÍ er í? „Jú. Það er ekkert gaman að skila ársreikningi með tapi upp á áttatíu og fimm milljónir. En ástæðan er sú að við tókum þá ákvörðun að halda uppi þessu starfi. Ekki missa það niður fram þeim stað sem við erum komin á. Við verðum síðan bara að treysta á sjálf okkur við það að afla meira fjár. Ég held hins vegar að stóra spurningin sé sú hvernig við ætlum að skipta þeim fjármunum sem eru til skiptana? Er virkilega ekki meira fjármagn til fyrir íþróttastarfið Við erum ekki að tala niður aðra hópa eða aðrar greinar sem þurfa fjármagn. En ef við berum saman fjármagnið frá ríkisvaldinu inn á listasviðið. Listamannalaun, rekstur á Sinfóníuhljómsveit Íslands, Þjóðleikhúsinu og því öllu saman. Þá erum við að tala um milljarða. Við erum að tala um milljarða í kostnað þar samanborið við þrjú hundruð og áttatíu milljónir sem renna í afrekssjóð. Ég held að það sem að ráðamenn þurfi einfaldlega að spyrja sig að sé: Er þetta eðlileg skipting?“ Ekki um annað að ræða en að skera niður HSÍ sé ekki bara að lenda í þessu. Heldur finni önnur sérsambönd einnig fyrir þessu. „Ef maður skilar áttatíu og fimm milljóna tapi. Þá er ekki um neitt annað að ræða en að skera niður. Þegar að við erum að tala um að skera niður þá erum við að tala um að allur undirbúningur okkar landsliða. Æfingaleikir. Umgjörðin í kringum liðin með sérfæðingum, sjúkraþjálfurum, læknum og öðru slíku. Það verður þá bara að skera það af. En það þýðir það líka að árangurinn minnkar. Er það það sem að við viljum?“ Strákarnir okkar.Vísir/Vilhelm „Við teljum okkur vera hluta af samfélaginu eins og við viljum hafa það. Þetta eru innviðir samfélagsins. Afreksstarf. Það að börn og unglingar hafi fyrirmyndir í þessu. Ég trúi því bara ekki að stjórnvöld sjái ekki ljósið í því að styðja betur við afreksstarf á Íslandi.“ En er þetta eina skýringin fyrir þessum taprekstri? Eða er eitthvað annað innan vébanda þíns sambands sem þið þurfið að breyta? „Ekki annað en það að við þurfum að afla meira fjár. Við þurfum að leita til fyrirtækja og reyna fá styrk. Treysta í raun og veru á það að fyrirtæki, sem hafa verið okkur hliðholl og vilja styðja okkar starf, geri enn betur. En fyrst og fremst snýr þetta að því hvað við getum lagt mikið í afreksstarfið eða þurfum við að skera niður? Þá erum við að tala jafnt um karla- og kvennalið okkar. Þetta eru stórar áskoranir sem við stöndum frammi fyrir.“ Reikna með að tekjur af Handboltapassa tæplega þrjátíufaldist Síðasta tímabil í íslenska handboltanum var það fyrsta í tilraun HSÍ til þess að sjá sjálft um útsendingar frá leikjum í gegnum Handboltapassann. Í skýrslu stjórnar HSÍ segir einnig að frumkvöðlastarfsemi HSÍ með Handboltapassann í samstarfi við Símann hafi verið mjög kostnaðarsöm. Áskriftarsala tafðist og hófst ekki fyrr en í desember sem „olli miklu fjárhagslegu tjóni“. Tekjur af passanum fyrir HSÍ námu rétt um einni og hálfri milljón íslenskra króna en áætlanir HSÍ fyrir árið 2024 miða við að tekjur af passanum margfaldist um rétt tæplega þrjátíu prósent og muni verða um fjörutíu og þrjár milljónir í ár. Er þetta ekki dálítið bratt áætlað hjá ykkur? „Það verður náttúrulega að reikna með því að það er í rauninni bara einn mánuður á síðasta ári tekinn með í tekjur af þessu. Við gátum ekki innheimt Handboltapassann að fullu eins og við ætluðum okkur. Við stóðum frammi fyrir því að við vorum ekki með neinn samstarfssamning við fyrirtæki um að sýna leiki frá handboltanum fyrir síðasta tímabil og þurftum því að fara í það sem að við höfum kallað frumkvöðlastarf þar sem að við þurftum að koma boltanum í sjónvarpið.“ Frá leik Aftureldingar og FH í úrslitaeinvígi Olís deildar karla „Við metum það þannig að til lengri tíma litið. Þegar að þessir tækniörðugleikar, sem að við áttum við í upphafi urðu til þess að við gátum ekki innheimt nein gjöld fyrir áskrift af Handboltapassanum, eru að baki. Þá muni þetta snúast við. Það getur vel verið að við séum bjartsýnir í þessari áætlun en við vorum með fjögur þúsund áskrifendur að Handboltapassanum í lok tímabils. Það var yfir okkar áætlunum. Ef við náum að auka við það eiga þessar tekjuáætlanir að standast.“ Snúa vonir ykkar um tekjuöflun í þessum efnum þá eingöngu að áskrifendum eða eru þið einnig að reikna með tekjum úr öðrum áttum? „Auglýsingatekjur og samstarfssamningar eru líka hluti af þessu. En að stórum hluta til eru þetta áskriftatekjur af Handboltapassanum.“ Kostnaður sem fylgdi Handboltapassanum og sjónvarpsútsendingunum hafi verið meiri en búist var við. „Hins vegar höfum við átt í frábæru samstarfi við Kukl og notið mikillar velvildar hjá bæði þeim sem þar eru sem og hjá Símanum sem við vorum í samstarfi við. Við erum að vinna í því hvernig við getum haldið því samstarfi áfram en einnig að skoða aðra möguleika í því sambandi. Það er í sjálfu sér allt opið. Við vonumst til þess að sjónvarpsmálin, útsendingar frá boltanum, verði aðgengilegri fyrir fleiri. Uppsafnað áhorf í úrslitakeppninni var upp á fimmtíu þúsund áhorfendur. Sem er gríðarlega mikið. Við teljum út frá því að við eigum að geta aukið við tekjur okkar.“ Leikir í Olís deildum karla og kvenna voru sýndir í gegnum Handboltapassann og í sum skipti í samstarfi við Símann. Ætla að rétta skútuna við Framundan er mikil vinna hjá HSÍ að rétta skútuna við. Guðmundur er þó bjartsýnn fyrir hönd handboltans. „Það er bjart. Auðvitað er leiðinlegt að skila tapi og sjá að þetta er erfiður rekstur. Við teljum hins vegar að handboltinn sé á mikilli uppleið. Við finnum það bara á áhuganum hjá krökkunum og árangri landsliða okkar að við erum á réttri leið. Þetta kostar hins vegar allt pening. Á meðan að maður sér kannski ekki alveg fyrir endann á því þá er maður kannski svolítið frústreraður. En hvað handboltann varðar er ég bjartsýnn.“ Þú ert bjartsýnn á að ná að snúa rekstrarlegu skútunni við? „Já við ætlum að gera allt sem við getum til að gera það.ׅ“
Olís-deild karla Olís-deild kvenna HSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Sjá meira