Yfir tuttugu gráður með mígandi rigningu næstu helgi Lovísa Arnardóttir skrifar 25. júní 2024 15:31 Á Húsavík verður líklega mjög gott veður næsta sunnudag. Vísir/Vilhelm Eflaust eru margir farnir að huga að veðrinu næstu helgi fyrir útilegur og önnur ferðalög. Á vef Veðurstofunnar segir að á laugardag verði hlýjast á Suðausturlandi og að hiti gæti þar náð tuttugu stigum. Á sunnudag verður svo hlýjast á Norðausturlandi og gæti hitinn náð 24 stigum. Trausti Jónsson veðurfræðingur fjallar um spána á bloggi sínu Hungurdiskum og vísar í veðurlíkan Evrópureiknimiðstöðvarinnar. Hann hafði um helgina spáð miklum hlýindum í innsveitum um land allt, eða allt að 25 stigum, en í gær hafði líkanið uppfært reikningana og er þá hlýindum spáð á sunnudag en samkvæmt nýju reikningunum fylgir þeim „mígandi rigning“ á Suðurlandi. Á Norðaustur- og Austurlandi verði mjög hlýtt, en aðeins í skamma stund. „Þetta eru fjórðungarnir sem eru líklegastir til að vera heitastir þessa tvo daga,“ segir Teitur Arason veðurfræðingur á Veðurstofunni. Í spá Veðurstofunnar má sjá að á laugardag á að vera um hádegi hlýjast við Kirkjubæjarklaustur þar sem er spáð sól og 17 stiga hita. Í Árnesi verða þá um fimmtán gráður og á Akureyri um 12 gráður á sama tíma og um níu á höfuðborgarsvæðinu. Síðdegis á laugardag verður hitastigið komið upp í tuttugu gráður á Kirkjubæjarklaustri, sautján í Árnesi, ellefu á höfuðborgarsvæðinu og um fjórtán á Akureyri. Mjög hlýtt og rakt loft á leið til landsins Á sunnudeginum verði blautt þegar það kemur mjög hlýtt og rakt loft yfir landið. „Það hangir þurrt í norðausturfjórðungnum,“ segir Teitur og að þar verði bæði sól og hlýtt loft. Samkvæmt spá verða þá til dæmis um 18 stig um hádegi á Kirkjubæjarklaustri og 19 við Egilsstaði. Þar verður svo farið að rigna um klukkan 15. Í Árnesi, þar sem verður hlýtt á laugardag, er svo spáð mígandi rigningu á sunnudag um hádegisbil og 13 stiga hita. Það verður líklega töluverð blíða á Egilsstöðum á sunnudag.Vísir/Vilhelm Hlýjast verður á landinu á Norðausturlandi á sunnudag. Þá er spáð um 21 stiga hita á Akureyri og Húsavík um hádegisbil og nítján gráðum á Egilsstöðum. Á sama tíma verða um fjórtán gráður á höfuðborgarsvæðinu og mikil rigning. Síðdegis er svo spáð allt að 24 stiga hita á Akureyri og 22 gráðum á Egilsstöðum. Þá er enn rigning á Kirkjubæjarklaustri og hitastigið aðeins 16 gráður. Stutt gaman Á veðurvef Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings, blika.is, er einnig fjallað um þetta veður. Þar segir að hitinn sem sé á leið til landsins sé angi hitabylgju sem nú ríður yfir norðausturhluta Bandaríkjanna. Hann segir að hitinn verði líklega mestur á sunnudag. „Blika spáir 20 stiga hita en hráspá og óleiðrétt spá frá ECMWF sýnir allt að 27 stiga hita síðdegis á sunnudag á Egilsstaðaflugvelli,“ segir Einar í sinni umfjöllun. Það verði gott fyrir landann að njóta þess því eftir það muni svalt loft aftur ná yfirhöndinni fyrstu dagana í júlí. Veður Færð á vegum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Sjá meira
Trausti Jónsson veðurfræðingur fjallar um spána á bloggi sínu Hungurdiskum og vísar í veðurlíkan Evrópureiknimiðstöðvarinnar. Hann hafði um helgina spáð miklum hlýindum í innsveitum um land allt, eða allt að 25 stigum, en í gær hafði líkanið uppfært reikningana og er þá hlýindum spáð á sunnudag en samkvæmt nýju reikningunum fylgir þeim „mígandi rigning“ á Suðurlandi. Á Norðaustur- og Austurlandi verði mjög hlýtt, en aðeins í skamma stund. „Þetta eru fjórðungarnir sem eru líklegastir til að vera heitastir þessa tvo daga,“ segir Teitur Arason veðurfræðingur á Veðurstofunni. Í spá Veðurstofunnar má sjá að á laugardag á að vera um hádegi hlýjast við Kirkjubæjarklaustur þar sem er spáð sól og 17 stiga hita. Í Árnesi verða þá um fimmtán gráður og á Akureyri um 12 gráður á sama tíma og um níu á höfuðborgarsvæðinu. Síðdegis á laugardag verður hitastigið komið upp í tuttugu gráður á Kirkjubæjarklaustri, sautján í Árnesi, ellefu á höfuðborgarsvæðinu og um fjórtán á Akureyri. Mjög hlýtt og rakt loft á leið til landsins Á sunnudeginum verði blautt þegar það kemur mjög hlýtt og rakt loft yfir landið. „Það hangir þurrt í norðausturfjórðungnum,“ segir Teitur og að þar verði bæði sól og hlýtt loft. Samkvæmt spá verða þá til dæmis um 18 stig um hádegi á Kirkjubæjarklaustri og 19 við Egilsstaði. Þar verður svo farið að rigna um klukkan 15. Í Árnesi, þar sem verður hlýtt á laugardag, er svo spáð mígandi rigningu á sunnudag um hádegisbil og 13 stiga hita. Það verður líklega töluverð blíða á Egilsstöðum á sunnudag.Vísir/Vilhelm Hlýjast verður á landinu á Norðausturlandi á sunnudag. Þá er spáð um 21 stiga hita á Akureyri og Húsavík um hádegisbil og nítján gráðum á Egilsstöðum. Á sama tíma verða um fjórtán gráður á höfuðborgarsvæðinu og mikil rigning. Síðdegis er svo spáð allt að 24 stiga hita á Akureyri og 22 gráðum á Egilsstöðum. Þá er enn rigning á Kirkjubæjarklaustri og hitastigið aðeins 16 gráður. Stutt gaman Á veðurvef Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings, blika.is, er einnig fjallað um þetta veður. Þar segir að hitinn sem sé á leið til landsins sé angi hitabylgju sem nú ríður yfir norðausturhluta Bandaríkjanna. Hann segir að hitinn verði líklega mestur á sunnudag. „Blika spáir 20 stiga hita en hráspá og óleiðrétt spá frá ECMWF sýnir allt að 27 stiga hita síðdegis á sunnudag á Egilsstaðaflugvelli,“ segir Einar í sinni umfjöllun. Það verði gott fyrir landann að njóta þess því eftir það muni svalt loft aftur ná yfirhöndinni fyrstu dagana í júlí.
Veður Færð á vegum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Sjá meira