Vara við svindlurum sem líkja eftir Mbl.is Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2024 13:36 Hér má sjá eftirlíkingu af frétt á Mbl.is þar sem reynt er að selja þá sögu að grínistinn Ari Eldjárn hafi fundið fjárfestingakost sem sé ávísun á mikinn gróða. Sannarlega „sérstök frétt“. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir umfangsmiklar tilraunir í gangi til að svíkja peninga út úr landsmönnum á netinu. Glæpamennirnir notist við gervifréttir af vel heppnuðum fjárfestingum til að lokka fólk inn í svikamyllu. „Stórárás á Íslendinga“ segir í færslu lögreglunnar á Facebook. „Lögregla og aðrir sem fylgjast með netárásum hafa orðið varir við umfangsmikla tilraun til vefveiða á Íslendinga,“ segir í færslunni. Ein slík gervifrétt. Undirbúningur glæpamannanna sé vandaður. „Þeir byrja með auglýsingum á Facebook þar sem þeir hafa stolið myndum af þekktum Íslendingum. Tilgangurinn er að veiða fólk inn í falska fjárfestinga svikamyllu og þannig stela af fólki peningum.“ Þrjár auglýsingar eru nefndar sem dæmi um slíkt svindl. Dæmi um netsvik. „Best er að tilkynna þær til Facebook sem svindl en að öðrum kosti hunsa þær alveg. Ef þið klikkið á þær þá farið þið á falska síðu sem líkir eftir mbl.is en er það alls ekki og þaðan er verið að reyna að tæla ykkur yfir á svikasíður sem líkja eftir fjárfestingasíðum en hafa þann eina tilgang að svíkja af fólki peninga, engin raunveruleg fjárfesting á sér stað.“ Jón Gnarr er notað í einu tilfelli netsvika. Þessi glæpahópur hafi útbúið mikinn fjölda af þessu auglýsingum og jafnframt sett upp fjölda af netsíðum til að styðja við glæpinn. „Umfangið bendir til þess að þarna sé vel skipulagður hópur glæpamanna að baki.“ Hér er látið líta út fyrir að hægt sé að sækja um bætur ef maður er á ákveðnum aldri. Andlit Bjarna Benediktssonar og útlit Mbl er notað til að auka trúverðugleika gervifréttarinnar. Glæpamenn í sömu hugleiðingum, á eftir peningum almennings, hafa í gegnum árin birt gervifréttir á Facebook líkt og um fréttir af Vísi væri að ræða. Netglæpir Fjölmiðlar Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
„Stórárás á Íslendinga“ segir í færslu lögreglunnar á Facebook. „Lögregla og aðrir sem fylgjast með netárásum hafa orðið varir við umfangsmikla tilraun til vefveiða á Íslendinga,“ segir í færslunni. Ein slík gervifrétt. Undirbúningur glæpamannanna sé vandaður. „Þeir byrja með auglýsingum á Facebook þar sem þeir hafa stolið myndum af þekktum Íslendingum. Tilgangurinn er að veiða fólk inn í falska fjárfestinga svikamyllu og þannig stela af fólki peningum.“ Þrjár auglýsingar eru nefndar sem dæmi um slíkt svindl. Dæmi um netsvik. „Best er að tilkynna þær til Facebook sem svindl en að öðrum kosti hunsa þær alveg. Ef þið klikkið á þær þá farið þið á falska síðu sem líkir eftir mbl.is en er það alls ekki og þaðan er verið að reyna að tæla ykkur yfir á svikasíður sem líkja eftir fjárfestingasíðum en hafa þann eina tilgang að svíkja af fólki peninga, engin raunveruleg fjárfesting á sér stað.“ Jón Gnarr er notað í einu tilfelli netsvika. Þessi glæpahópur hafi útbúið mikinn fjölda af þessu auglýsingum og jafnframt sett upp fjölda af netsíðum til að styðja við glæpinn. „Umfangið bendir til þess að þarna sé vel skipulagður hópur glæpamanna að baki.“ Hér er látið líta út fyrir að hægt sé að sækja um bætur ef maður er á ákveðnum aldri. Andlit Bjarna Benediktssonar og útlit Mbl er notað til að auka trúverðugleika gervifréttarinnar. Glæpamenn í sömu hugleiðingum, á eftir peningum almennings, hafa í gegnum árin birt gervifréttir á Facebook líkt og um fréttir af Vísi væri að ræða.
Netglæpir Fjölmiðlar Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira