Umtalað samband við eldri konu talið hafa spillt fyrir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júlí 2024 08:32 Kyle Filipowski komst í NBA-deildina eftir allt saman. Patrick Smith/Getty Images Kyle Filipowski hefði átt að vera meðal fyrstu manna sem valdir voru í nýliðavali NBA-deildarinnar á dögunum. Samband hans við konu sem er 7-8 árum eldri og sambandsleysi við eigin fjölskyldu er sagt vera ástæða þess að hann fór ekki fyrr en í 2. umferð valsins. Nýliðaval NBA-deildarinnar í körfubolta er ávallt mikið húllumhæ, fyrir fram er nokkurn veginn vitað hvaða leikmenn verða valdir fyrstir. Í dag er valinu skipt upp í tvo hluta, fyrstu 30 leikmennirnir eru valdir við hátíðlega athöfn á meðan hinir þurfa að bíða í sólarhring til að komast að því hvort hafi verið valdir eður ei. Kyle Filipowski leaving Barclays green room disappointed @DukeMBB standout did not get drafted in the 1st round pic.twitter.com/E7fJHJrFAT— Darko Dželetović (@DarDZel) June 27, 2024 Nýliðavalið í ár var heldur óspennandi og hefði Kyle Filipowski átt að fara í 1. umferð. Um er að ræða leikmann sem er 2.11 metrar á hæð og spilaði í stöðu fjarka fyrir Duke-háskólann undanfarin tvö ár. Þar var hann með 16 stig að meðaltali í leik ásamt því að taka 8 fráköst. Allt kom fyrir ekki og Kyle féll niður listann í nýliðavalinu. Á endanum var það Utah Jazz sem nældi í hann með 32. valréttinum í ár. Það er hins vegar heldur skrítið að leikmaður hrapi jafn harkalega niður í goggunarröðinni en flestar spár sögðu Kyle vera meðal efstu manna í valinu. Ástæðan fyrir fallinu er sagt vera ástarsamband Kyle við konu sem er þó nokkrum árum eldri en hann sjálfur. Það ásamt þeirri staðreynd að hann er í litlu sem engu sambandi við sína nánustu fjölskyldumeðlimi. „Lið í NBA eru að tala sín á milli um þá staðreynd að kærasta hans sé svona mikið eldri en hann og hver ástæðan sé bakvið lítil sem engin tengsl hans við fjölskyldu sína,“ sagði Jonathan Givony, blaðamaður ESPN, í hlaðvarpinu NBA Today. Hann átti hins vegar mjög erfitt með að skilja hvernig Kyle var ekki valinn fyrr þar sem hann „sniðinn að NBA-deildinni.“ View this post on Instagram A post shared by Jonathan Givony (@draftexpress) Það er ekki vitað nákvæmlega hversu gömul Caitlin Hutchinson, unnusta Kyle, er en ef marka má myndir á samfélagsmiðlum af því hvenær hún útskrifaðist úr mennta- og háskóla má telja að hún sé 27-28 ára gömul, það er sjö eða átta árum eldri en Kyle. Þau trúlofuðust fyrr á þessu ári og mun parið gifta sig í ágúst. Þó það sé ef til vill ekki algengt að tvítugur drengur sé í sambandi með kvenmanni sem er nokkrum árum eldri þá er það ekki óeðlilegt. Jafnframt ætti það ekki að vera ástæða þess að NBA-lið hafi ekki viljað fá jafn efnilegan leikmann og Kyle í sínar raðir. Þá hafa leikmenn verið valdir í nýliðavalinu sem eru í litlum eða engu sambandi við sína nánustu fjölskyldu. View this post on Instagram A post shared by Kyle “Flip” Filipowski (@kyleflip) Það er hins vegar talið áhyggjuefni hvenær hjónin verðandi hófu samband sitt. Á Instagram-síðu Kyle má finna mynd af parinu þann 21. maí árið 2022. Þegar sú mynd er tekin er Kyle aðeins 17 ára gamall en undir myndina var skrifað: „Eitt ár með uppáhalds manneskjunni minni.“ Þeim ummælum hefur nú verið eytt en það þýðir að Kyle var aðeins 16 ára gamall þegar samband þeirra hófst. Þá eru sögusagnir þess efnis að Caitlin hafi á sínum verið barnapía Kyle. UPDATE: Filipowski’s girlfriend was his babysitter years ago. Their first photo together on her Instagram is at his high school prom in 2022 (she graduated from Alabama in 2018). There is also a tagged photo with a group in 2017. Kyle’s brother stated that she forced him to… pic.twitter.com/qdDUjkkFqg— College Basketball Report (@CBKReport) June 27, 2024 Ofan á allt þetta hefur maður að nafni Daniel Filipowski – sem segist vera bróðir Kyle – sagt að fyrir tveimur árum hafi Caitlin neytt Kyle til að slíta öll tengsl við fjölskyldu sína. Hann hafi sent þeim tölvupóst sem líkja má við keðjubréf. Daniel hefur verið duglegur að tjá sig á X-síðu sinni, áður Twitter. Þar gagnrýnir hann meðal annars Duke-háskólann sem og hann segir bróðir sinn vera fórnarlamb og hið fullkomna peð í áætlun Caitlin sem fór fyrst að sýna honum áhuga árið 2019 þegar hæfileikar hans í körfubolta voru auðsjáanlegir. Strax þá var Kyle kominn á lista yfir leikmenn sem ættu framtíðina fyrir sér og gætu að öllum líkindum spilað í NBA-deildinni. 1. My brother is a victim and was unfortunately a “perfect” pawn and target for this girl’s lifelong scheme based on his human characteristics and growing potential as a high-level prospect which started taking place in 2019, exactly at the time when she began her pursuit of him— Daniel Filipowski (@thedanielflip24) June 29, 2024 Kyle sjálfur hefur ekki enn tjáð sig um málið en það má reikna með því að hann verði spurður út í það fyrr en seinna af öllum þeim blaðamönnum sem fjalla um NBA-deildina. Körfubolti NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Nýliðaval NBA-deildarinnar í körfubolta er ávallt mikið húllumhæ, fyrir fram er nokkurn veginn vitað hvaða leikmenn verða valdir fyrstir. Í dag er valinu skipt upp í tvo hluta, fyrstu 30 leikmennirnir eru valdir við hátíðlega athöfn á meðan hinir þurfa að bíða í sólarhring til að komast að því hvort hafi verið valdir eður ei. Kyle Filipowski leaving Barclays green room disappointed @DukeMBB standout did not get drafted in the 1st round pic.twitter.com/E7fJHJrFAT— Darko Dželetović (@DarDZel) June 27, 2024 Nýliðavalið í ár var heldur óspennandi og hefði Kyle Filipowski átt að fara í 1. umferð. Um er að ræða leikmann sem er 2.11 metrar á hæð og spilaði í stöðu fjarka fyrir Duke-háskólann undanfarin tvö ár. Þar var hann með 16 stig að meðaltali í leik ásamt því að taka 8 fráköst. Allt kom fyrir ekki og Kyle féll niður listann í nýliðavalinu. Á endanum var það Utah Jazz sem nældi í hann með 32. valréttinum í ár. Það er hins vegar heldur skrítið að leikmaður hrapi jafn harkalega niður í goggunarröðinni en flestar spár sögðu Kyle vera meðal efstu manna í valinu. Ástæðan fyrir fallinu er sagt vera ástarsamband Kyle við konu sem er þó nokkrum árum eldri en hann sjálfur. Það ásamt þeirri staðreynd að hann er í litlu sem engu sambandi við sína nánustu fjölskyldumeðlimi. „Lið í NBA eru að tala sín á milli um þá staðreynd að kærasta hans sé svona mikið eldri en hann og hver ástæðan sé bakvið lítil sem engin tengsl hans við fjölskyldu sína,“ sagði Jonathan Givony, blaðamaður ESPN, í hlaðvarpinu NBA Today. Hann átti hins vegar mjög erfitt með að skilja hvernig Kyle var ekki valinn fyrr þar sem hann „sniðinn að NBA-deildinni.“ View this post on Instagram A post shared by Jonathan Givony (@draftexpress) Það er ekki vitað nákvæmlega hversu gömul Caitlin Hutchinson, unnusta Kyle, er en ef marka má myndir á samfélagsmiðlum af því hvenær hún útskrifaðist úr mennta- og háskóla má telja að hún sé 27-28 ára gömul, það er sjö eða átta árum eldri en Kyle. Þau trúlofuðust fyrr á þessu ári og mun parið gifta sig í ágúst. Þó það sé ef til vill ekki algengt að tvítugur drengur sé í sambandi með kvenmanni sem er nokkrum árum eldri þá er það ekki óeðlilegt. Jafnframt ætti það ekki að vera ástæða þess að NBA-lið hafi ekki viljað fá jafn efnilegan leikmann og Kyle í sínar raðir. Þá hafa leikmenn verið valdir í nýliðavalinu sem eru í litlum eða engu sambandi við sína nánustu fjölskyldu. View this post on Instagram A post shared by Kyle “Flip” Filipowski (@kyleflip) Það er hins vegar talið áhyggjuefni hvenær hjónin verðandi hófu samband sitt. Á Instagram-síðu Kyle má finna mynd af parinu þann 21. maí árið 2022. Þegar sú mynd er tekin er Kyle aðeins 17 ára gamall en undir myndina var skrifað: „Eitt ár með uppáhalds manneskjunni minni.“ Þeim ummælum hefur nú verið eytt en það þýðir að Kyle var aðeins 16 ára gamall þegar samband þeirra hófst. Þá eru sögusagnir þess efnis að Caitlin hafi á sínum verið barnapía Kyle. UPDATE: Filipowski’s girlfriend was his babysitter years ago. Their first photo together on her Instagram is at his high school prom in 2022 (she graduated from Alabama in 2018). There is also a tagged photo with a group in 2017. Kyle’s brother stated that she forced him to… pic.twitter.com/qdDUjkkFqg— College Basketball Report (@CBKReport) June 27, 2024 Ofan á allt þetta hefur maður að nafni Daniel Filipowski – sem segist vera bróðir Kyle – sagt að fyrir tveimur árum hafi Caitlin neytt Kyle til að slíta öll tengsl við fjölskyldu sína. Hann hafi sent þeim tölvupóst sem líkja má við keðjubréf. Daniel hefur verið duglegur að tjá sig á X-síðu sinni, áður Twitter. Þar gagnrýnir hann meðal annars Duke-háskólann sem og hann segir bróðir sinn vera fórnarlamb og hið fullkomna peð í áætlun Caitlin sem fór fyrst að sýna honum áhuga árið 2019 þegar hæfileikar hans í körfubolta voru auðsjáanlegir. Strax þá var Kyle kominn á lista yfir leikmenn sem ættu framtíðina fyrir sér og gætu að öllum líkindum spilað í NBA-deildinni. 1. My brother is a victim and was unfortunately a “perfect” pawn and target for this girl’s lifelong scheme based on his human characteristics and growing potential as a high-level prospect which started taking place in 2019, exactly at the time when she began her pursuit of him— Daniel Filipowski (@thedanielflip24) June 29, 2024 Kyle sjálfur hefur ekki enn tjáð sig um málið en það má reikna með því að hann verði spurður út í það fyrr en seinna af öllum þeim blaðamönnum sem fjalla um NBA-deildina.
Körfubolti NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira