Varnir gegn gagnagíslatökum Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar 2. júlí 2024 09:01 Öryggisráðstafanir á sviði stjórnkerfis netöryggis gegna mikilvægu hlutverki við að tryggja vernd kerfa og gagna gegn netárásum, þ.m.t. gagnagíslatökum (e. ransomware). En slíkar árásir er ein helsta ógnin sem fyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir í dag, og hefur hún aukist bæði í tíðni og flækjustigi undanfarin ár. Nokkuð hefur verið um alvarlegar gagnagíslatökuárásir hér á landi undanfarið. Má þar t.a.m. nefna árás á Brimborg síðastliðið haust, árás á Háskólann í Reykjavík í byrjun árs og nú síðast á Árvak. Árásir af þessu tagi fela það í sér að árásaraðilar smita kerfi með hugbúnaði sem ýmist læsir, dulkóðar, eyðir eða stelur gögnunum og krefjast svo í mörgum tilfellum lausnargjalds fyrir afhendingu gagnanna. Slíkar árásir geta haft veruleg áhrif á fyrirtæki, bæði fjárhagsleg áhrif og geta falið einnig í sér ákveðna orðsporsáhættu. Allir geta orðið fyrir árás af þessu tagi en það er afar mikilvægt að grípa til fyrirbyggjandi ráðstafana til að lágmarka þær og áhrif þeirra. Með virku stjórnkerfi netöryggismála og góðum öryggisráðstöfunum er hægt að vernda bæði gögn og þjónustu og lágmarka möguleika árásaraðila við ná markmiðum sínum. Dæmi um mikilvægar öryggisráðstafanir sem fyrirtæki geta viðhaft eru: Aukin vitund og þjálfun: Starfsfólk þarf að vera vel upplýst um áhættur tengdar netöryggi og hvernig hægt er að koma í veg fyrir þær, til dæmis með því að forðast að smella á grunsamlega tengla eða opna óvænt viðhengi í tölvupósti. Aðgangsstýring: Með því að takmarka aðgang að viðkvæmum gögnum og kerfum, og tryggja að aðeins tilteknir notendur hafi viðeigandi aðgang, er hægt að minnka líkur á því að árásaraðilar komist inn í kerfin. Þetta getur falið í sér notkun á aðgangsstýringarlista (ACL) og notkun margþátta auðkenningar (MFA) til að auka öryggi. Aðgreining kerfa: Aðgreining neta og kerfa er mikilvæg til að koma í veg fyrir að árás sem nær inn í eitt kerfi dreifi sér yfir í önnur. Með því að skipta netum upp í smærri hluta og stjórna flæði gagna milli þeirra er hægt að draga úr útbreiðslu skaðlegra áhrifa innan kerfisins. Herðing kerfa: Með því að fara yfir stillingar kerfa (e. system hardening) og fjarlægja óþarfa virkni minnkar árásaryfirborð þeirra og mögulegar innbrotsleiðir árásaraðila fækkar. Öryggisuppfærslur og „plástrun“: Það er mikilvægt að allar hugbúnaðaruppfærslur og plástrar (e. patching) séu settar upp tímanlega til að loka fyrir öryggisgöt og veikleika. Einnig þarf að huga tímanlega að uppfærslum kerfa, niðurlagningu þeirra eða útskiptum áður en að stuðningi framleiðanda lýkur. Aukið eftirlit og greining: Með því að nýta greiningartæki og fylgjast með óeðlilegri hegðun í kerfum er hægt að uppgötva og bregðast fljótt við árásum. Afritun gagna: Regluleg afritun gagna tryggir að fyrirtæki geti endurheimt gögn sín án þess að þurfa að greiða lausnargjald ef það verður fyrir gagnagíslatökuárás. Mikilvægt er að afrit séu geymd aðgreint frá gögnum fyrirtækisins. En öflugum árangri gegn netógnum sem þessum verður ekki eingöngu náð með framangreindum öryggisráðstöfunum. Það er mikilvægt að fyrirtæki hér á landi komi á virku stjórnkerfi netöryggismála og umgjörð áhættustýringar í sínum rekstri. Öryggisráðstafanirnar aðila þurfa að vera yfirgripsmiklar og samhæfðar. Þær þurfa að fela í sér bæði tæknilegar lausnir, svo sem eldveggi, innbrotsvarnarkerfi og önnur netgreiningartæki, og einnig stjórnunarráðstafanir, svo sem reglulegar uppfærslur hugbúnaðar og skýrar verklagsreglur fyrir notkun á kerfum, vöktun þeirra fyrir tilkynngum veikleikum, endurreisn þeirra o.fl. Einnig er mikilvægt að uppfæra áhættumat og stefnumótun um netöryggi, sem tekur mið af nýjum ógnum, áhættum og þróun á sviði netglæpa. Samkvæmt Netöryggisstofnun Evrópu (European Union Agency for Cybersecurity (ENISA)), getur meðaltími árásaraðila inn á kerfum aðila áður en þeir greinast (e. dwell time) verið langur, jafnvel margir mánuðir. Þetta gerir árásarmönnum kleift að valda meiri skaða og undirbúa umfangsmeiri árásir áður en þeir eru uppgötvaðir eða stöðvaðir. Þá hefur ENISA einnig bent á að netárásir sem þessar eru að varða flóknari og útbreiddari, og að margar árásir sem þessar greinist í raun ekki eða að slík uppgötvum taki mjög langan tíma. Til að draga úr þessum tíma er mikilvægt að innleiða kerfi sem geta greint óeðlilega hegðun svo hægt sé að grípa til aðgerða strax. Þjálfun starfsfólks er einnig nauðsynleg til að tryggja að allir séu meðvitaðir um hættumerkin og viti hvernig á að bregðast við. Með því að innleiða virkt stjórnkerfi netöryggis og viðhalda sterkum öryggisráðstöfunum er hægt að draga úr hættu á netárásum og takmarka þann skaða sem þær geta valdið. Þessi skref eru ekki aðeins mikilvæg til að vernda gögn og kerfi aðila heldur einnig lykilþáttur í að tryggja traust almennings á stafrænni þróun og stafrænt öryggi innviða hér á landi. Höfundur er sviðsstjóri stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Tækni Netglæpir Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Sjá meira
Öryggisráðstafanir á sviði stjórnkerfis netöryggis gegna mikilvægu hlutverki við að tryggja vernd kerfa og gagna gegn netárásum, þ.m.t. gagnagíslatökum (e. ransomware). En slíkar árásir er ein helsta ógnin sem fyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir í dag, og hefur hún aukist bæði í tíðni og flækjustigi undanfarin ár. Nokkuð hefur verið um alvarlegar gagnagíslatökuárásir hér á landi undanfarið. Má þar t.a.m. nefna árás á Brimborg síðastliðið haust, árás á Háskólann í Reykjavík í byrjun árs og nú síðast á Árvak. Árásir af þessu tagi fela það í sér að árásaraðilar smita kerfi með hugbúnaði sem ýmist læsir, dulkóðar, eyðir eða stelur gögnunum og krefjast svo í mörgum tilfellum lausnargjalds fyrir afhendingu gagnanna. Slíkar árásir geta haft veruleg áhrif á fyrirtæki, bæði fjárhagsleg áhrif og geta falið einnig í sér ákveðna orðsporsáhættu. Allir geta orðið fyrir árás af þessu tagi en það er afar mikilvægt að grípa til fyrirbyggjandi ráðstafana til að lágmarka þær og áhrif þeirra. Með virku stjórnkerfi netöryggismála og góðum öryggisráðstöfunum er hægt að vernda bæði gögn og þjónustu og lágmarka möguleika árásaraðila við ná markmiðum sínum. Dæmi um mikilvægar öryggisráðstafanir sem fyrirtæki geta viðhaft eru: Aukin vitund og þjálfun: Starfsfólk þarf að vera vel upplýst um áhættur tengdar netöryggi og hvernig hægt er að koma í veg fyrir þær, til dæmis með því að forðast að smella á grunsamlega tengla eða opna óvænt viðhengi í tölvupósti. Aðgangsstýring: Með því að takmarka aðgang að viðkvæmum gögnum og kerfum, og tryggja að aðeins tilteknir notendur hafi viðeigandi aðgang, er hægt að minnka líkur á því að árásaraðilar komist inn í kerfin. Þetta getur falið í sér notkun á aðgangsstýringarlista (ACL) og notkun margþátta auðkenningar (MFA) til að auka öryggi. Aðgreining kerfa: Aðgreining neta og kerfa er mikilvæg til að koma í veg fyrir að árás sem nær inn í eitt kerfi dreifi sér yfir í önnur. Með því að skipta netum upp í smærri hluta og stjórna flæði gagna milli þeirra er hægt að draga úr útbreiðslu skaðlegra áhrifa innan kerfisins. Herðing kerfa: Með því að fara yfir stillingar kerfa (e. system hardening) og fjarlægja óþarfa virkni minnkar árásaryfirborð þeirra og mögulegar innbrotsleiðir árásaraðila fækkar. Öryggisuppfærslur og „plástrun“: Það er mikilvægt að allar hugbúnaðaruppfærslur og plástrar (e. patching) séu settar upp tímanlega til að loka fyrir öryggisgöt og veikleika. Einnig þarf að huga tímanlega að uppfærslum kerfa, niðurlagningu þeirra eða útskiptum áður en að stuðningi framleiðanda lýkur. Aukið eftirlit og greining: Með því að nýta greiningartæki og fylgjast með óeðlilegri hegðun í kerfum er hægt að uppgötva og bregðast fljótt við árásum. Afritun gagna: Regluleg afritun gagna tryggir að fyrirtæki geti endurheimt gögn sín án þess að þurfa að greiða lausnargjald ef það verður fyrir gagnagíslatökuárás. Mikilvægt er að afrit séu geymd aðgreint frá gögnum fyrirtækisins. En öflugum árangri gegn netógnum sem þessum verður ekki eingöngu náð með framangreindum öryggisráðstöfunum. Það er mikilvægt að fyrirtæki hér á landi komi á virku stjórnkerfi netöryggismála og umgjörð áhættustýringar í sínum rekstri. Öryggisráðstafanirnar aðila þurfa að vera yfirgripsmiklar og samhæfðar. Þær þurfa að fela í sér bæði tæknilegar lausnir, svo sem eldveggi, innbrotsvarnarkerfi og önnur netgreiningartæki, og einnig stjórnunarráðstafanir, svo sem reglulegar uppfærslur hugbúnaðar og skýrar verklagsreglur fyrir notkun á kerfum, vöktun þeirra fyrir tilkynngum veikleikum, endurreisn þeirra o.fl. Einnig er mikilvægt að uppfæra áhættumat og stefnumótun um netöryggi, sem tekur mið af nýjum ógnum, áhættum og þróun á sviði netglæpa. Samkvæmt Netöryggisstofnun Evrópu (European Union Agency for Cybersecurity (ENISA)), getur meðaltími árásaraðila inn á kerfum aðila áður en þeir greinast (e. dwell time) verið langur, jafnvel margir mánuðir. Þetta gerir árásarmönnum kleift að valda meiri skaða og undirbúa umfangsmeiri árásir áður en þeir eru uppgötvaðir eða stöðvaðir. Þá hefur ENISA einnig bent á að netárásir sem þessar eru að varða flóknari og útbreiddari, og að margar árásir sem þessar greinist í raun ekki eða að slík uppgötvum taki mjög langan tíma. Til að draga úr þessum tíma er mikilvægt að innleiða kerfi sem geta greint óeðlilega hegðun svo hægt sé að grípa til aðgerða strax. Þjálfun starfsfólks er einnig nauðsynleg til að tryggja að allir séu meðvitaðir um hættumerkin og viti hvernig á að bregðast við. Með því að innleiða virkt stjórnkerfi netöryggis og viðhalda sterkum öryggisráðstöfunum er hægt að draga úr hættu á netárásum og takmarka þann skaða sem þær geta valdið. Þessi skref eru ekki aðeins mikilvæg til að vernda gögn og kerfi aðila heldur einnig lykilþáttur í að tryggja traust almennings á stafrænni þróun og stafrænt öryggi innviða hér á landi. Höfundur er sviðsstjóri stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun