Spá því að nýjum krabbameinstilfellum á Íslandi fjölgi um 57 prósent Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júlí 2024 10:23 Krabbameinstilfellum mun fjölga en fleiri munu læknast eða lifa með meinið. Stöð 2 Árlegur meðalfjöldi nýrra krabbameinstilfella á Íslandi verður allt að 2.903 árið 2040 en um er að ræða 57 prósent fjölgun miðað við árslok 2022. Mannfjöldabreytingar munu knýja þróunina, ekki síst ört hækkandi meðalaldur þjóðarinnar. Þetta kemur fram í grein í Læknablaðinu, þar sem fjallað er um nýja rannsókn á nýgengi og algengi krabbameina á Íslandi til ársins 2040. Þar segir meðal annars að fyrirséð fjölgun krabbameinssjúklinga og bætt lifun muni auka álag á heilbrigðiskerfið, sem brýnt sé að bregðast við. Alls greindust 1.853 ný krabbameinstilfelli árið 2022 en líkt og fyrr segir verða þau 2.903 árið 2040 ef spá rannsakenda nær fram að ganga. Nýjum brjóstakrabbameinsgreiningum hjá konum mun fjölga úr 260 í 373 og blöðruhálskirtilskrabbameinsgreiningum hjá körlum úr 240 í 361, svo dæmi séu tekin. Gert er ráð fyrir að algengustu meinin verði þau sömu; í brjóstum, blöðruhálskirtli, ristli og endaþarmi, lungum og húð. Samkvæmt spánni mun þeim einnig fjölga verulega sem læknast af eða lifa með krabbameini. Í árslok 2040 verði fjöldi lifenda á bilinu 25 til 30 þúsund, sem er 40-76 prósent aukning. Framfarir í læknavísindum veki vonir um að fleiri læknist en áður. „Jafnvel þó að unnið verði markvisst að því að fyrirbyggja krabbamein er ljóst að fjölgun nýrra tilfella á Íslandi samhliða mikilli fjölgun þeirra sem lifa eftir greiningu krabbameins mun auka þörf fyrir sérhæfða og almenna heilbrigðisþjónustu. Til að mæta þeirri þörf er ljóst að víða þarf að bæta úrræði og geta niðurstöður þessarar rannsóknar verið leiðbeinandi við uppbyggingu nauðsynlegra innviða,“ segir í greininni. Athygli vekur að umrædd fjölgun nýrra krabbameinstilfella á Íslandi, 57 prósent, er töluvert meiri en á hinum Norðurlöndunum. Samkvæmt spám verður hún 41 prósent í Noregi, 24 prósent í Svíþjóð, 23 prósent í Danmörku og 21 prósent í Finnlandi. Í greininni segir að þetta megi rekja til þess að Íslendingar séu yngri þjóð og að eftirstríðsárakynslóðin sé hlutfallslega stærri hér á landi. Hér má finna greinina í heild. Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í grein í Læknablaðinu, þar sem fjallað er um nýja rannsókn á nýgengi og algengi krabbameina á Íslandi til ársins 2040. Þar segir meðal annars að fyrirséð fjölgun krabbameinssjúklinga og bætt lifun muni auka álag á heilbrigðiskerfið, sem brýnt sé að bregðast við. Alls greindust 1.853 ný krabbameinstilfelli árið 2022 en líkt og fyrr segir verða þau 2.903 árið 2040 ef spá rannsakenda nær fram að ganga. Nýjum brjóstakrabbameinsgreiningum hjá konum mun fjölga úr 260 í 373 og blöðruhálskirtilskrabbameinsgreiningum hjá körlum úr 240 í 361, svo dæmi séu tekin. Gert er ráð fyrir að algengustu meinin verði þau sömu; í brjóstum, blöðruhálskirtli, ristli og endaþarmi, lungum og húð. Samkvæmt spánni mun þeim einnig fjölga verulega sem læknast af eða lifa með krabbameini. Í árslok 2040 verði fjöldi lifenda á bilinu 25 til 30 þúsund, sem er 40-76 prósent aukning. Framfarir í læknavísindum veki vonir um að fleiri læknist en áður. „Jafnvel þó að unnið verði markvisst að því að fyrirbyggja krabbamein er ljóst að fjölgun nýrra tilfella á Íslandi samhliða mikilli fjölgun þeirra sem lifa eftir greiningu krabbameins mun auka þörf fyrir sérhæfða og almenna heilbrigðisþjónustu. Til að mæta þeirri þörf er ljóst að víða þarf að bæta úrræði og geta niðurstöður þessarar rannsóknar verið leiðbeinandi við uppbyggingu nauðsynlegra innviða,“ segir í greininni. Athygli vekur að umrædd fjölgun nýrra krabbameinstilfella á Íslandi, 57 prósent, er töluvert meiri en á hinum Norðurlöndunum. Samkvæmt spám verður hún 41 prósent í Noregi, 24 prósent í Svíþjóð, 23 prósent í Danmörku og 21 prósent í Finnlandi. Í greininni segir að þetta megi rekja til þess að Íslendingar séu yngri þjóð og að eftirstríðsárakynslóðin sé hlutfallslega stærri hér á landi. Hér má finna greinina í heild.
Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira