„Hefðum átt að fá allavega eitt víti í viðbót“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. júlí 2024 23:00 Chris Shields klúðraði einu víti og vildi fá annað. vísir / pawel Chris Shields fyrirliði Linfield var að vonum svekktur eftir 2-0 tap gegn Stjörnunni í undankeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Emil Atlason skoraði fyrra mark Stjörnunnar og seinna var sjálfsmark eftir undirbúning Emils. Shields ræddi við blaðamenn eftir leik og sagði liðið vel geta snúið blaðinu við í seinni hálfleik. Aðspurður um hvað skildi liðin að í kvöld sagði hann: „Það eru bara þessi litlu atriði sem við höfum séð oft áður í Evrópuleikjum. Þetta var jafn leikur í upphafi en svo skorar framherjinn þeirra beint úr aukaspyrnu og það setur okkur vonda stöðu. Síðan klikkum við á vítalínunni og það tekur dálítið orkuna úr okkur. Síðan fer boltinn af okkar manni í öðru markinu. Þannig þetta eru bara þessi litlu atriði sem ráða úrslitum. Hefur fulla trú fyrir seinni leikinn Fyrirliðinn virtist ekki í vafa um það að liðið gæti snúið einvíginu sér í vil í seinni leiknum. „Við verðum að hafa trú á því. Við höfum spilað mikið af leikjum í Evrópukeppnum og vitum að eitt mark breytir viðureignunum mikið og það hlýtur að vera okkar plan í næsta leik að skora fyrsta markið.“ sagði Shields og sagði svo Stjörnuna ekki hafa komið þeim á óvart. „Við vorum búnir að undirbúa okkur vel. Stjarnan er gott lið og ég hef áður spilað Evrópuleik á Íslandi. Því þekki ég vel hvernig deildin er og skipulagið á íslenskum fótbolta. Það kom okkur því ekkert á óvart. Þeir voru rólegir, yfirvegaðir og spila góðan fótbolta. Það var bara undir okkur komið að mæta þeim en við gerðum það ekki.“ Eitt víti ekki nóg Linfield fékk víti eftir 27 mínútna leik og var það umtalaður Shields sem skot boltanum bylmingsfast í slánna. Þeir gerðu tilkall til tveggja víta í viðbót og höfðu líklega eitthvað fyrir sér miðað við endursýningar. „Mér fannst allavega annað atvikið vera víti. Ég skil að það er erfitt fyrir dómarann að gefa víti sérstaklega þegar hann er búinn að gefa eitt slíkt. Það er ekkert VAR þannig ég hef skilning á því að þetta er erfitt fyrir dómarann. Hefðum líklega átt að fá allavega eitt víti í viðbót en fengum ekki og verðum bara að halda áfram.“ sagði fyrirliðinn. Engar afsakanir Linfield eru á sínu undirbúningstímabili þar sem norður-írska deildin er ekki hafin á meðan Stjarnan er á miðju tímabili. Shields vildi ekki vera að nota það sem afsökun fyrir frammistöðunni í dag. „Við fengum mikinn tíma til að undirbúa okkur fyrir þennan leik á meðan Stjarnan er á miðju tímabili. Hefur verið svona síðustu ár líka og við viljum ekkert vera að nota það sem afsökun. Það sást í lokin að við gátum alveg hlaupið með þeim þannig við getum ekki talað um að við séum í verra formi en þeir.“ sagði Shields og bætti við að lokum: „Við þekkjum þetta frá okkar heimalandi, vind, rigningu og gervigras. Viljum ekki nota þetta sem afsökun.“ Sambandsdeild Evrópu Stjarnan Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Sjá meira
Shields ræddi við blaðamenn eftir leik og sagði liðið vel geta snúið blaðinu við í seinni hálfleik. Aðspurður um hvað skildi liðin að í kvöld sagði hann: „Það eru bara þessi litlu atriði sem við höfum séð oft áður í Evrópuleikjum. Þetta var jafn leikur í upphafi en svo skorar framherjinn þeirra beint úr aukaspyrnu og það setur okkur vonda stöðu. Síðan klikkum við á vítalínunni og það tekur dálítið orkuna úr okkur. Síðan fer boltinn af okkar manni í öðru markinu. Þannig þetta eru bara þessi litlu atriði sem ráða úrslitum. Hefur fulla trú fyrir seinni leikinn Fyrirliðinn virtist ekki í vafa um það að liðið gæti snúið einvíginu sér í vil í seinni leiknum. „Við verðum að hafa trú á því. Við höfum spilað mikið af leikjum í Evrópukeppnum og vitum að eitt mark breytir viðureignunum mikið og það hlýtur að vera okkar plan í næsta leik að skora fyrsta markið.“ sagði Shields og sagði svo Stjörnuna ekki hafa komið þeim á óvart. „Við vorum búnir að undirbúa okkur vel. Stjarnan er gott lið og ég hef áður spilað Evrópuleik á Íslandi. Því þekki ég vel hvernig deildin er og skipulagið á íslenskum fótbolta. Það kom okkur því ekkert á óvart. Þeir voru rólegir, yfirvegaðir og spila góðan fótbolta. Það var bara undir okkur komið að mæta þeim en við gerðum það ekki.“ Eitt víti ekki nóg Linfield fékk víti eftir 27 mínútna leik og var það umtalaður Shields sem skot boltanum bylmingsfast í slánna. Þeir gerðu tilkall til tveggja víta í viðbót og höfðu líklega eitthvað fyrir sér miðað við endursýningar. „Mér fannst allavega annað atvikið vera víti. Ég skil að það er erfitt fyrir dómarann að gefa víti sérstaklega þegar hann er búinn að gefa eitt slíkt. Það er ekkert VAR þannig ég hef skilning á því að þetta er erfitt fyrir dómarann. Hefðum líklega átt að fá allavega eitt víti í viðbót en fengum ekki og verðum bara að halda áfram.“ sagði fyrirliðinn. Engar afsakanir Linfield eru á sínu undirbúningstímabili þar sem norður-írska deildin er ekki hafin á meðan Stjarnan er á miðju tímabili. Shields vildi ekki vera að nota það sem afsökun fyrir frammistöðunni í dag. „Við fengum mikinn tíma til að undirbúa okkur fyrir þennan leik á meðan Stjarnan er á miðju tímabili. Hefur verið svona síðustu ár líka og við viljum ekkert vera að nota það sem afsökun. Það sást í lokin að við gátum alveg hlaupið með þeim þannig við getum ekki talað um að við séum í verra formi en þeir.“ sagði Shields og bætti við að lokum: „Við þekkjum þetta frá okkar heimalandi, vind, rigningu og gervigras. Viljum ekki nota þetta sem afsökun.“
Sambandsdeild Evrópu Stjarnan Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Sjá meira