Heldur sýningu um vítakeppnir: Angistin, alsælan og sagan hans Southgate Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júlí 2024 09:00 Listamaðurinn Guðmundur Einar. Fyrir aftan hann rignir upp í nefið á Andreas Möller eftir að hann tryggði Þýskalandi sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum á EM 1996. vísir/einar Guðmundur Einar er svo hugfanginn af vítaspyrnukeppnum að hann ákvað að halda myndlistarsýningu tileinkaða þeim. Örlög Gareths Southgate, landsliðsþjálfara Englands, eru listamanninum sérstaklega hugleikin. Spánn og England eigast við í úrslitaleik Evrópumótsins í Þýskalandi annað kvöld. Þar gæti Guðmundur Einar fengið hráefni í fleiri verk svipuð þeim sem eru til sýnis á myndlistarsýningunni VÍTI. Þar setur Guðmundur Einar fram sína útgáfu af mörgum af þekktustu augnablikum vítakeppna fótboltasögunnar. Á sýningunni á Núllinu í Bankastræti - sem var opnuð á miðvikudaginn og stendur fram á sunnudag - koma ýmsar þekktar persónur úr vítaspyrnukeppnum stórmóta í gegnum tíðina við sögu, meðal annars Roberto Baggio, Stuart Pearce, Claudio Taffarel, Bukayo Saka og auðvitað Southgate, maðurinn sem klúðraði sinni spyrnu í vítakeppni Englands og Þýskalands á EM 1996 og var þjálfari enska landsliðsins sem tapaði fyrir Ítalíu í vítakeppni í úrslitaleik EM fyrir þremur árum. Við hverja mynd á sýningunni VÍTI er textabrot. Með því að skanna QR-kóðann er svo hægt að bjóða í myndirnar.vísir/einar Vítakeppnir eru stórmerkilegt fyrirbæri og eitthvað sem Guðmundur Einar hefur heillast að allt frá því hann sá úrslitaleik heimsmeistaramótsins 1994 í Bandaríkjunum ráðast á vítapunktinum. Baggio, heilaga taglið, Taffarel og allt það. „Mér finnst vítaspyrnukeppnir ótrúlegt fyrirbæri. Þetta er það næsta sem kemst hringleikahúsi í nútímanum,“ sagði Guðmundur Einar í samtali við Vísi. Þarna stíga ungir menn fram fyrir allt að einn og hálfan milljarð áhorfenda og eru hetjur eða skúrkar. Þessi frægustu klúður í vítakeppnum eru algjörlega brennd í sálir þjóðanna. Það er enginn Englendingur sem man ekki eftir að Southgate hafi klúðrað 1996 og klúður Baggios 1994 er fast í sameiginlegu minni ítölsku þjóðarinnar. Þetta er þjóðartráma. Og það er þessi stærð augnabliksins í þessari rússnesku rúllettu fótboltans sem heillar Guðmund Einar. „Mér finnast tilfinningarnar sem skapast þarna, hvernig tíminn frýs í pressu, þögnin og andrúmsloftið á vellinum, stórkostleg augnablik. Þess vegna byrjaði ég að skoða þessar myndir, horfa á vítakeppnir og svo byrjaði ég bara að teikna og mála eitt augnablik.“ Líður eins og hann hafi verið á staðnum Fyrsta myndin sem Guðmundur Einar gerði var af markvörðunum Taffarel og Gianluca Pagliuca fyrir vítakeppni Brasilíu og Ítalíu á HM 1994. Hún endaði sem frægt er með skoti Baggios, mannsins sem dró Ítali í úrslitaleikinn, yfir markið. Það var svo önnur myndin sem Guðmundur Einar málaði. Myndin af Claudio Taffarel og Gianluca Pagliuca. „Ég sá hana bara og heillaðist af henni,“ sagði Guðmundur Einar um fyrirmyndina.vísir/einar „Ég er mjög heillaður af þessari 1994 keppni. Ég var bara sjö ára og maður hefur séð þetta svo oft að manni líður eins og maður hafi verið þarna,“ sagði Guðmundur Einar. Hann segir Baggio-myndina, þar sem maðurinn taglið er með hendur á mjöðmum meðan Taffarel ákallar æðri máttarvöld, vera í uppáhaldi hjá honum. Allur tilfinningaskalinn kemur saman í myndinni af Taffarel og Roberto Baggio frá úrslitaleik HM 1994.vísir/einar „Hún var sú fyrsta sem ég málaði með vatnslitum. Það var sérstakt augnablik þegar mér fannst þetta virka,“ sagði Guðmundur Einar og lýsir svo vinnunni við verkin. „Þetta eru stafræn málverk, þar sem ég finn einhverja mynd eða skjáskot af augnablikum úr vítakeppnum. Stafræna teikningin er gríðarlega mikið handverk. Fólk gæti alveg haldið að þetta sé einhver grafísk vinnsla en hver einasta stafræna stroka er gerð í höndunum. Síðan prenta ég myndirnar á bómullarpappír og vatnslita svo yfir. Bæði finnst mér það fallegt og ýta undir tilfinninguna í þessu, sem er að skoða mörk hins íkoníska og efnislega. Ég reyni að má út skilin á milli raunveruleika, ímyndunar og minningar,“ sagði Guðmundur Einar. Með víti á heilanum Talið berst svo að Southgate og sögu hans sem hefur ekki enn tekið enda. „Svo er ein tragedía sem er enn að spilast út og við vitum ekki hvort endar sem harmleikur eða með uppreisn æru. Ég er með mynd af félögum hann þegar hann klúðraði vítinu sem Þjóðverjum og aðra þar sem hann faðmar Saka eftir að hann klikkaði 25 árum síðar,“ sagði Guðmundur Einar. Stefán Pálsson virðir fyrir sér mynd af viðbrögðum leikmanna enska landsliðsins eftir að Gareth Southgate brást bogalistin á vítapunktinum í undanúrslitum EM 1996.vísir/einar Sem landsliðsþjálfari Englands er Southgate í öðru hlutverki, að velja hvaða ungu menn eigi að stíga á punktinn og gætu því mögulega hlotið sömu örlög og hann sjálfur. Hann hefur unnið tvær vítakeppnir á stórmótum sem landsliðsþjálfari, gegn Kólumbíu 2018 og Sviss 2024, en flestir muna eflaust best eftir tapinu gegn Ítalíu 2021. Þar voru Saka, Marcus Rashford og Jadon Sancho í sömu stöðu og Southgate. Skúrkarnir. „Hann virðist hafa verið að hugsa um vítaspyrnur og vítakeppnir frá 1996 og velta þessu fyrir sér. Eru þetta veikir einstaklingar sem klúðra? Hafa þeir styrkinn inn í sér? Eða er þetta tæknileg geta?“ sagði Guðmundur Einar. „Hann fær svo möguleikann á endurlausn gegn Ítalíu 2021. Hann valdi þá þrjár tæknilega bestu vítaskytturnar og þeir klúðruðu allir. Þá missti hann af þessu tækifæri til uppreisnar æru. Hann er farsælasti landsliðsþjálfari Englands síðan 1966 en sagan hans er samt algjör harmsaga út af því vítakeppnirnar hafa spilast.“ Skrifað í skýin Eins og Guðmundur Einar segir er sögu Southgates ekki lokið. Englendingar eru nefnilega komnir aftur í úrslit EM þar sem þeir mæta Spánverjum. Og væri það ekki eftir öllu að úrslitin réðust á vítapunktinum og Southgate myndi loks slökkva VÍTISlogann? Allt er þegar þrennt er og svona. Og það væri viðeigandi þar sem síðasti sýningardagur VÍTIS er á sunnudaginn, sama dag og úrslitaleikur EM fer fram. „And Psycho screaming.“ Guðmundur Einar vonast til að Southgate fái svipaða uppreisn æru og Stuart Pearce fékk gegn Spáni á EM 1996.vísir/einar „Hann gæti endað söguna sína sem hetja, akkúrat sama dag og sýningunni lýkur. Mér finnst það skrifað í skýin að þeir vinni úrslitaleikinn í vítakeppni,“ sagði Guðmundur Einar að endingu. Hægt er að bjóða í myndirnar sem eru til sýnis á VÍTI með því að smella hér. EM 2024 í Þýskalandi Myndlist Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira
Spánn og England eigast við í úrslitaleik Evrópumótsins í Þýskalandi annað kvöld. Þar gæti Guðmundur Einar fengið hráefni í fleiri verk svipuð þeim sem eru til sýnis á myndlistarsýningunni VÍTI. Þar setur Guðmundur Einar fram sína útgáfu af mörgum af þekktustu augnablikum vítakeppna fótboltasögunnar. Á sýningunni á Núllinu í Bankastræti - sem var opnuð á miðvikudaginn og stendur fram á sunnudag - koma ýmsar þekktar persónur úr vítaspyrnukeppnum stórmóta í gegnum tíðina við sögu, meðal annars Roberto Baggio, Stuart Pearce, Claudio Taffarel, Bukayo Saka og auðvitað Southgate, maðurinn sem klúðraði sinni spyrnu í vítakeppni Englands og Þýskalands á EM 1996 og var þjálfari enska landsliðsins sem tapaði fyrir Ítalíu í vítakeppni í úrslitaleik EM fyrir þremur árum. Við hverja mynd á sýningunni VÍTI er textabrot. Með því að skanna QR-kóðann er svo hægt að bjóða í myndirnar.vísir/einar Vítakeppnir eru stórmerkilegt fyrirbæri og eitthvað sem Guðmundur Einar hefur heillast að allt frá því hann sá úrslitaleik heimsmeistaramótsins 1994 í Bandaríkjunum ráðast á vítapunktinum. Baggio, heilaga taglið, Taffarel og allt það. „Mér finnst vítaspyrnukeppnir ótrúlegt fyrirbæri. Þetta er það næsta sem kemst hringleikahúsi í nútímanum,“ sagði Guðmundur Einar í samtali við Vísi. Þarna stíga ungir menn fram fyrir allt að einn og hálfan milljarð áhorfenda og eru hetjur eða skúrkar. Þessi frægustu klúður í vítakeppnum eru algjörlega brennd í sálir þjóðanna. Það er enginn Englendingur sem man ekki eftir að Southgate hafi klúðrað 1996 og klúður Baggios 1994 er fast í sameiginlegu minni ítölsku þjóðarinnar. Þetta er þjóðartráma. Og það er þessi stærð augnabliksins í þessari rússnesku rúllettu fótboltans sem heillar Guðmund Einar. „Mér finnast tilfinningarnar sem skapast þarna, hvernig tíminn frýs í pressu, þögnin og andrúmsloftið á vellinum, stórkostleg augnablik. Þess vegna byrjaði ég að skoða þessar myndir, horfa á vítakeppnir og svo byrjaði ég bara að teikna og mála eitt augnablik.“ Líður eins og hann hafi verið á staðnum Fyrsta myndin sem Guðmundur Einar gerði var af markvörðunum Taffarel og Gianluca Pagliuca fyrir vítakeppni Brasilíu og Ítalíu á HM 1994. Hún endaði sem frægt er með skoti Baggios, mannsins sem dró Ítali í úrslitaleikinn, yfir markið. Það var svo önnur myndin sem Guðmundur Einar málaði. Myndin af Claudio Taffarel og Gianluca Pagliuca. „Ég sá hana bara og heillaðist af henni,“ sagði Guðmundur Einar um fyrirmyndina.vísir/einar „Ég er mjög heillaður af þessari 1994 keppni. Ég var bara sjö ára og maður hefur séð þetta svo oft að manni líður eins og maður hafi verið þarna,“ sagði Guðmundur Einar. Hann segir Baggio-myndina, þar sem maðurinn taglið er með hendur á mjöðmum meðan Taffarel ákallar æðri máttarvöld, vera í uppáhaldi hjá honum. Allur tilfinningaskalinn kemur saman í myndinni af Taffarel og Roberto Baggio frá úrslitaleik HM 1994.vísir/einar „Hún var sú fyrsta sem ég málaði með vatnslitum. Það var sérstakt augnablik þegar mér fannst þetta virka,“ sagði Guðmundur Einar og lýsir svo vinnunni við verkin. „Þetta eru stafræn málverk, þar sem ég finn einhverja mynd eða skjáskot af augnablikum úr vítakeppnum. Stafræna teikningin er gríðarlega mikið handverk. Fólk gæti alveg haldið að þetta sé einhver grafísk vinnsla en hver einasta stafræna stroka er gerð í höndunum. Síðan prenta ég myndirnar á bómullarpappír og vatnslita svo yfir. Bæði finnst mér það fallegt og ýta undir tilfinninguna í þessu, sem er að skoða mörk hins íkoníska og efnislega. Ég reyni að má út skilin á milli raunveruleika, ímyndunar og minningar,“ sagði Guðmundur Einar. Með víti á heilanum Talið berst svo að Southgate og sögu hans sem hefur ekki enn tekið enda. „Svo er ein tragedía sem er enn að spilast út og við vitum ekki hvort endar sem harmleikur eða með uppreisn æru. Ég er með mynd af félögum hann þegar hann klúðraði vítinu sem Þjóðverjum og aðra þar sem hann faðmar Saka eftir að hann klikkaði 25 árum síðar,“ sagði Guðmundur Einar. Stefán Pálsson virðir fyrir sér mynd af viðbrögðum leikmanna enska landsliðsins eftir að Gareth Southgate brást bogalistin á vítapunktinum í undanúrslitum EM 1996.vísir/einar Sem landsliðsþjálfari Englands er Southgate í öðru hlutverki, að velja hvaða ungu menn eigi að stíga á punktinn og gætu því mögulega hlotið sömu örlög og hann sjálfur. Hann hefur unnið tvær vítakeppnir á stórmótum sem landsliðsþjálfari, gegn Kólumbíu 2018 og Sviss 2024, en flestir muna eflaust best eftir tapinu gegn Ítalíu 2021. Þar voru Saka, Marcus Rashford og Jadon Sancho í sömu stöðu og Southgate. Skúrkarnir. „Hann virðist hafa verið að hugsa um vítaspyrnur og vítakeppnir frá 1996 og velta þessu fyrir sér. Eru þetta veikir einstaklingar sem klúðra? Hafa þeir styrkinn inn í sér? Eða er þetta tæknileg geta?“ sagði Guðmundur Einar. „Hann fær svo möguleikann á endurlausn gegn Ítalíu 2021. Hann valdi þá þrjár tæknilega bestu vítaskytturnar og þeir klúðruðu allir. Þá missti hann af þessu tækifæri til uppreisnar æru. Hann er farsælasti landsliðsþjálfari Englands síðan 1966 en sagan hans er samt algjör harmsaga út af því vítakeppnirnar hafa spilast.“ Skrifað í skýin Eins og Guðmundur Einar segir er sögu Southgates ekki lokið. Englendingar eru nefnilega komnir aftur í úrslit EM þar sem þeir mæta Spánverjum. Og væri það ekki eftir öllu að úrslitin réðust á vítapunktinum og Southgate myndi loks slökkva VÍTISlogann? Allt er þegar þrennt er og svona. Og það væri viðeigandi þar sem síðasti sýningardagur VÍTIS er á sunnudaginn, sama dag og úrslitaleikur EM fer fram. „And Psycho screaming.“ Guðmundur Einar vonast til að Southgate fái svipaða uppreisn æru og Stuart Pearce fékk gegn Spáni á EM 1996.vísir/einar „Hann gæti endað söguna sína sem hetja, akkúrat sama dag og sýningunni lýkur. Mér finnst það skrifað í skýin að þeir vinni úrslitaleikinn í vítakeppni,“ sagði Guðmundur Einar að endingu. Hægt er að bjóða í myndirnar sem eru til sýnis á VÍTI með því að smella hér.
EM 2024 í Þýskalandi Myndlist Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira