Innlent

Ís­lensk kona og fjöl­skylda hennar á sjúkra­húsi eftir á­rás á Krít

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Fjölskyldan hlaut öll aðhlynningu á sjúkrahúsi en þau hlutu eymsl á höfði og líkama.
Fjölskyldan hlaut öll aðhlynningu á sjúkrahúsi en þau hlutu eymsl á höfði og líkama. Getty

Ráðist var á íslenska konu og fjölskyldu hennar á grísku eyjunni Krít. Konan sem er 41 árs, kanadískur eiginmaður hennar og tveir synir, 21 og 18 ára, voru flutt á sjúkrahús í kjölfar árásarinnar.

Fjölskyldan var á bar á aðalgötu Heraklíon þegar fjórir grískir menn réðust á hana og særðu illa. Fjölskyldan hlaut högg á höfuð og líkama.

Móðirin íslenska og synir hennar tveir voru útskrifuð af spítala eftir aðhlynningu en maðurinn kanadíski sem er 49 ára gamall er enn á Venizeliosjúkrahúsinu í Heraklíon, stærstu borg Krítar.

Gríski miðillinn Patris greinir frá þessu. Samkvæmt umfjöllun hans vinnur lögreglan að því að finna árásarmennina og er á góðri leið með að komast að því hverjir þeir eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×