Ratcliffe og vinir á fjórum einkaþotum á Egilsstöðum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júlí 2024 10:42 Það væsir ekki um Ratcliffe og vini. vísir Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe er duglegur að bjóða vinum sínum í veiði á Norðausturlandi. Til þess að komast þangað notast þeir við einkaþotur í eigu fyrirtækis hans Ineos, sem flogið er á Egilsstaði. Í gær voru sex einkaþotur staddar á Egilsstaðaflugvelli, þar af fjórar í eigu Ratcliffe. Austurfrétt greinir frá því að þotur á vegum Ineos hafi flogið víða að frá Evrópu og til Egilsstaða. Fram og til baka. Í gærmorgun hafi ein flogið frá Manchester í Bretlandi, önnur frá Nice í Frakklandi og enn önnur frá Brac í Króatíu, samkvæmt upplýsingum af FlightRadar. Ratcliffe hefur sjálfur verið hér á landi undanfarna daga og sendi enska landsliðinu í knattspyrnu kveðju á samfélagsmiðlum fyrir úrslitaleikinn á EM sem fór fram á sunnudag. Allar líkur eru á því að kveðjan hafi verið send úr veiðihúsi í Vopnafirði. Vélarnar merktar Ineos.Unnar erlingsson Sjá einnig: Sir Jim Ratcliffe sendi enska landsliðinu kveðju frá Íslandi Ratcliffe hefur um nokkurt skeið ásælst jarðir í Vopnafirði og Norðausturlandi ásamt viðskiptafélögum sínum. Þær eru flestar í umsjón Six Rivers Iceland, félags sem hann stendur að baki og hefur það að markmiði að vernda villta laxinn í Norður-Atlantshafi. Ratcliffe virðist ekki jafn umhugað um loftslagið, enda kolefnisfótspor einnar ferðar í einkaþotu allt að fjórtan sinnum meira en ferð með farþegaþotu. Auðkýfingurinn sagði í samtali við fréttastofu árið 2021 að hann væri hættur að kaupa land á Íslandi. Þá átti Ratcliffe hlut í landi sem voru ríflega hundrað þúsund hektarar, eða um eitt prósent af öllu landsvæði Íslands. Nýjar reglur sem settu útlendingum skorður á jarðakaup urðu til þess að Ratcliffe kvaðst ekki vilja fá Íslendinga á móti sér. Á síðasta ári keypti hann 25 prósenta hlut í knattspyrnuliðinu Manchester United. Alls voru sex vélar staddar á Egilsstaðaflugvelli í gær, þar af tvær sem eru ekki í eigu Ratcliffe. Önnur þeirra N703RK, er skráð á Emergence Southwest í Flórída. Fyrirsvarsmaðurinn Alan Russel Pike á hlut í fyrirtæki sem hannaði Depla lúxushótelið í Fljótunum.Unnar erlingsson Frá Egilsstaðaflugvelli í gær.Unnar erlingsson Bílastæðið sem olli fjaðrafoki nýlega vegna gjaldtöku.Unnar erlingsson Vopnafjörður Egilsstaðaflugvöllur Fjarðabyggð Bretland Lax Umhverfismál Tengdar fréttir Ratcliffe telur ólíklegt að hægt verði að forða íslenska laxinum frá útrýmingu Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe óttast að íslenski laxastofninn sé að deyja út. Hann er ekki bjartsýnn á að hægt verði að snúa þeirri þróun við. Banna gæti þurft veiðar á honum í sjó í einhver ár. 21. september 2021 21:16 Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“ Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe mun ekki sækjast eftir því að kaupa meira land á Íslandi þó það sé að hans sögn fullkominn staður fyrir verkefni hans til að styrkja stofn Atlantshafslaxins. Hann segist ekki vilja fá Íslendinga upp á móti sér. 22. september 2021 11:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Í gær voru sex einkaþotur staddar á Egilsstaðaflugvelli, þar af fjórar í eigu Ratcliffe. Austurfrétt greinir frá því að þotur á vegum Ineos hafi flogið víða að frá Evrópu og til Egilsstaða. Fram og til baka. Í gærmorgun hafi ein flogið frá Manchester í Bretlandi, önnur frá Nice í Frakklandi og enn önnur frá Brac í Króatíu, samkvæmt upplýsingum af FlightRadar. Ratcliffe hefur sjálfur verið hér á landi undanfarna daga og sendi enska landsliðinu í knattspyrnu kveðju á samfélagsmiðlum fyrir úrslitaleikinn á EM sem fór fram á sunnudag. Allar líkur eru á því að kveðjan hafi verið send úr veiðihúsi í Vopnafirði. Vélarnar merktar Ineos.Unnar erlingsson Sjá einnig: Sir Jim Ratcliffe sendi enska landsliðinu kveðju frá Íslandi Ratcliffe hefur um nokkurt skeið ásælst jarðir í Vopnafirði og Norðausturlandi ásamt viðskiptafélögum sínum. Þær eru flestar í umsjón Six Rivers Iceland, félags sem hann stendur að baki og hefur það að markmiði að vernda villta laxinn í Norður-Atlantshafi. Ratcliffe virðist ekki jafn umhugað um loftslagið, enda kolefnisfótspor einnar ferðar í einkaþotu allt að fjórtan sinnum meira en ferð með farþegaþotu. Auðkýfingurinn sagði í samtali við fréttastofu árið 2021 að hann væri hættur að kaupa land á Íslandi. Þá átti Ratcliffe hlut í landi sem voru ríflega hundrað þúsund hektarar, eða um eitt prósent af öllu landsvæði Íslands. Nýjar reglur sem settu útlendingum skorður á jarðakaup urðu til þess að Ratcliffe kvaðst ekki vilja fá Íslendinga á móti sér. Á síðasta ári keypti hann 25 prósenta hlut í knattspyrnuliðinu Manchester United. Alls voru sex vélar staddar á Egilsstaðaflugvelli í gær, þar af tvær sem eru ekki í eigu Ratcliffe. Önnur þeirra N703RK, er skráð á Emergence Southwest í Flórída. Fyrirsvarsmaðurinn Alan Russel Pike á hlut í fyrirtæki sem hannaði Depla lúxushótelið í Fljótunum.Unnar erlingsson Frá Egilsstaðaflugvelli í gær.Unnar erlingsson Bílastæðið sem olli fjaðrafoki nýlega vegna gjaldtöku.Unnar erlingsson
Vopnafjörður Egilsstaðaflugvöllur Fjarðabyggð Bretland Lax Umhverfismál Tengdar fréttir Ratcliffe telur ólíklegt að hægt verði að forða íslenska laxinum frá útrýmingu Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe óttast að íslenski laxastofninn sé að deyja út. Hann er ekki bjartsýnn á að hægt verði að snúa þeirri þróun við. Banna gæti þurft veiðar á honum í sjó í einhver ár. 21. september 2021 21:16 Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“ Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe mun ekki sækjast eftir því að kaupa meira land á Íslandi þó það sé að hans sögn fullkominn staður fyrir verkefni hans til að styrkja stofn Atlantshafslaxins. Hann segist ekki vilja fá Íslendinga upp á móti sér. 22. september 2021 11:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Ratcliffe telur ólíklegt að hægt verði að forða íslenska laxinum frá útrýmingu Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe óttast að íslenski laxastofninn sé að deyja út. Hann er ekki bjartsýnn á að hægt verði að snúa þeirri þróun við. Banna gæti þurft veiðar á honum í sjó í einhver ár. 21. september 2021 21:16
Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“ Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe mun ekki sækjast eftir því að kaupa meira land á Íslandi þó það sé að hans sögn fullkominn staður fyrir verkefni hans til að styrkja stofn Atlantshafslaxins. Hann segist ekki vilja fá Íslendinga upp á móti sér. 22. september 2021 11:35