Rekinn fyrir að biðja Messi um að biðjast afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2024 13:31 Javier Milei er forseti Argentínu og hann kom Lionel Messi til varnar. EPA-EFE/JUAN IGNACIO RONCORONI Rasistasöngur argentínska landsliðsmannsins Enzo Fernandes og liðsfélaga hans eftir sigur Argentínu í Suðurameríkukeppninni var fordæmdur víða um heim en aðstoðaráðherra íþróttamála í Argentínu kemur einna verst út úr málinu. Hluti argentínska landsliðsins söng rasistasöngva um franska landsliðsmenn eftir að Argentínumenn unnu sitt þriðja stórmót í röð. Myndband af öllu saman var tekið upp af Chelsea manninum Enzo Fernandes og sett á Instagram. Fullt af liðsfélögum Fernandes hjá Chelsea tóku mjög illa í þetta og leikmaðurinn hefur beðist afsökunar. Það var samt ekki nóg að mati Julio Garro, aðstoðarmanns Íþróttamálaráðherra Argentínu. 🚨💣💥| Argentina President Javier Milei has fired the Argentina Undersecretary of Sports Julio Garro who demanded an apology from Captain Lionel Messi for the actions of Enzo Fernandez. The statement quotes: “No one tells the World Champion What to think, what to do or What to… pic.twitter.com/14QuQHOyTz— BeksFCB (@Joshua_Ubeku) July 18, 2024 Garro vildi fá afsökunarbeiðni frá sjálfum Lionel Messi, sem er fyrirliði argentínska landsliðsins. „Fyrirliði landsliðsins verður líka að biðjast afsökunar í þessu máli. Það sama á við um forseta argentínska sambandsins. Ég tel að það sé við hæfi því annars komum við illa út,“ sagði Garro. Stjórnvöld í Argentínu voru allt annað en sátt með þessa beiðni og Javier Milei, forseti Argentínu, tjáði sig um hana á samfélagsmiðlinum X. „Forsetaskrifstofan vill koma því á framfæri að stjórnvöld taka ekki ákvörðun fyrir hönd knattspyrnusambands Argentínu eða ákveða hvað heimsmeistari á að hugsa, segja eða gera. Hvorki hann né nokkur borgari þessa lands. Vegna þessa þá er Julio Garro ekki lengur aðstoðarráðherra íþróttamála,“ skrifaði Javier Milei á X. Garro tók við stöðunni í mars á þessu ári og var því rekinn eftir aðeins fjóra mánuði í starfi. Hann hefur beðist afsökunar á yfirlýsingu sinni en sagði jafnframt að hann komi alltaf þeim til varnar sem verði fyrir einhvers konar mismunun. Argentine President Javier Milei decided to dismiss Undersecretary of Sports Julio Garro, who demanded an apology from Captain Lionel Messi for Enzo Fernandez's actions.The statement reads: "No one tells the World Champion what to think, what to do, or what to say." pic.twitter.com/01FprekJao— The FTBL Index 🎙 ⚽ (@TheFTBLIndex) July 18, 2024 Copa América Tengdar fréttir FIFA hefur rannsókn á rasískum söngvum Argentínumanna Í kjölfar kvörtunar franska knattspyrnusambandsins, FFF, hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hafið rannsókn á níðsöngvum leikmanna argentínska karlalandsliðsins í garð þess franska. 17. júlí 2024 16:31 Frakkar í mál og vesen hjá Chelsea vegna rasískra söngva Argentínumanna Franska knattspyrnusambandið ætlar að leita réttar síns vegna rasískra söngva í búningsklefa Argentínu eftir sigur í Suður-Ameríkukeppninni. Málið hefur einnig valdið usla hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. 16. júlí 2024 21:45 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Sjá meira
Hluti argentínska landsliðsins söng rasistasöngva um franska landsliðsmenn eftir að Argentínumenn unnu sitt þriðja stórmót í röð. Myndband af öllu saman var tekið upp af Chelsea manninum Enzo Fernandes og sett á Instagram. Fullt af liðsfélögum Fernandes hjá Chelsea tóku mjög illa í þetta og leikmaðurinn hefur beðist afsökunar. Það var samt ekki nóg að mati Julio Garro, aðstoðarmanns Íþróttamálaráðherra Argentínu. 🚨💣💥| Argentina President Javier Milei has fired the Argentina Undersecretary of Sports Julio Garro who demanded an apology from Captain Lionel Messi for the actions of Enzo Fernandez. The statement quotes: “No one tells the World Champion What to think, what to do or What to… pic.twitter.com/14QuQHOyTz— BeksFCB (@Joshua_Ubeku) July 18, 2024 Garro vildi fá afsökunarbeiðni frá sjálfum Lionel Messi, sem er fyrirliði argentínska landsliðsins. „Fyrirliði landsliðsins verður líka að biðjast afsökunar í þessu máli. Það sama á við um forseta argentínska sambandsins. Ég tel að það sé við hæfi því annars komum við illa út,“ sagði Garro. Stjórnvöld í Argentínu voru allt annað en sátt með þessa beiðni og Javier Milei, forseti Argentínu, tjáði sig um hana á samfélagsmiðlinum X. „Forsetaskrifstofan vill koma því á framfæri að stjórnvöld taka ekki ákvörðun fyrir hönd knattspyrnusambands Argentínu eða ákveða hvað heimsmeistari á að hugsa, segja eða gera. Hvorki hann né nokkur borgari þessa lands. Vegna þessa þá er Julio Garro ekki lengur aðstoðarráðherra íþróttamála,“ skrifaði Javier Milei á X. Garro tók við stöðunni í mars á þessu ári og var því rekinn eftir aðeins fjóra mánuði í starfi. Hann hefur beðist afsökunar á yfirlýsingu sinni en sagði jafnframt að hann komi alltaf þeim til varnar sem verði fyrir einhvers konar mismunun. Argentine President Javier Milei decided to dismiss Undersecretary of Sports Julio Garro, who demanded an apology from Captain Lionel Messi for Enzo Fernandez's actions.The statement reads: "No one tells the World Champion what to think, what to do, or what to say." pic.twitter.com/01FprekJao— The FTBL Index 🎙 ⚽ (@TheFTBLIndex) July 18, 2024
Copa América Tengdar fréttir FIFA hefur rannsókn á rasískum söngvum Argentínumanna Í kjölfar kvörtunar franska knattspyrnusambandsins, FFF, hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hafið rannsókn á níðsöngvum leikmanna argentínska karlalandsliðsins í garð þess franska. 17. júlí 2024 16:31 Frakkar í mál og vesen hjá Chelsea vegna rasískra söngva Argentínumanna Franska knattspyrnusambandið ætlar að leita réttar síns vegna rasískra söngva í búningsklefa Argentínu eftir sigur í Suður-Ameríkukeppninni. Málið hefur einnig valdið usla hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. 16. júlí 2024 21:45 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Sjá meira
FIFA hefur rannsókn á rasískum söngvum Argentínumanna Í kjölfar kvörtunar franska knattspyrnusambandsins, FFF, hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hafið rannsókn á níðsöngvum leikmanna argentínska karlalandsliðsins í garð þess franska. 17. júlí 2024 16:31
Frakkar í mál og vesen hjá Chelsea vegna rasískra söngva Argentínumanna Franska knattspyrnusambandið ætlar að leita réttar síns vegna rasískra söngva í búningsklefa Argentínu eftir sigur í Suður-Ameríkukeppninni. Málið hefur einnig valdið usla hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. 16. júlí 2024 21:45