„Það var enginn sirkus“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júlí 2024 12:26 Arnar Grétarsson, þjálfari Vals. Vísir/Diego Það fór vel um Valsmenn í Albaníu eftir mikinn viðbúnað í aðdraganda leiksins við Vllaznia í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld. Þjálfari liðsins er ánægður með sigurinn. „Ég er hrikalega ánægður með frammistöðuna hjá strákunum. Mér fannst fyrsti hálftíminn af leiknum mjög góður. Við sköpum helling af færum og skorum þessi mörk. Það skóp sigurinn,“ segir Arnar í santali við Vísi um sigur gærkvöldsins. Valur vann leikinn með yfirburðum, 4-0, þar sem þeir slökktu algjörlega vonarneista liðsmanna Vllaznia snemma leiks. Fallegasta mark leiksins var án ef það fjórða þar sem Gylfi Þór Sigurðsson gaf glæsilega sendingu inn fyrir á Tryggva Hrafn Haraldsson sem afgreiddi boltann frábærlega í netið. Arnar hrósar Gylfa í hástert. „Maður sér að Gylfi lítur yfir öxlina áður en hann fær boltann. Þetta er stórkostleg sending, þetta getur hann gert þessi strákur. Hann er frábær í fótbolta. Hlaupið hjá Tryggva var frábær og afgreiðslan líka. Það kláraði leikinn endanlega,“ segir Arnar. Það hafi ekki verið sjálfgefið að klára leikinn svo vel, þrátt fyrir 3-0 stöðu í hálfleik. „Aðstæðurnar voru erfiðar, rosalegur hiti. Við vonuðumst til að það yrði smá gjóla sem var ekki. Þetta var heitasti dagurinn og fór í 39 gráður yfir daginn. Við spiluðum í 31 til 32 gráðum. Það er rosalega erfitt. Ég er mjög ánægður að halda hreinu og skora þessi mörk. Strákarnir eiga heiður skilinn,“ segir Arnar. Allt upp á tíu Eitthvað stress var í Valsmönnum fyrir ferðina út. Eftir mikinn hamagang á Hlíðarenda í síðustu viku var fundað stíft með lögreglu, UEFA og KSÍ. Arnar fagnar því hversu vel UEFA tók á málum. Öryggisgæsla í kringum Valsliðið var aukin og skipt um dómara á leiknum. „Það verður smá hasar þarna í lokin en leikmenn lentu ekki í þessu beint. Það eru stjórnarmenn og aðrir sem lenda í þessu. Við reyndum að útiloka þetta alveg frá byrjun, þetta var auðvitað ákveðið bíó,“ segir Arnar um leikinn í síðustu viku. Vel hafi verið staðið að öllu við komuna til Albaníu. „En móttökurnar hér voru mjög flottar af því það var náttúrulega tekið á þessu, föstum tökum. Það er ekki yfir neinu að kvarta hér, forráðamenn liðsins voru flottir og allt upp á tíu. Það var skipt um dómara á leiknum, og þeir voru flottir. Þetta skiptir allt máli,“ „Þetta var auðvitað smá intimidating að fara út, maður vissi ekki alveg út í hvað maður væri að fara. Við vorum spurðir mikið út í þetta á blaðamannafundi hér úti, Albanarnir gerðu lítið úr þessu þar og við tókum bara undir það,“ „Í raun og veru var allt upp á tíu hér, enginn sirkus og ekkert í gangi. Sem er bara mjög gott. Þetta var tæklað vel af forráðamönnum UEFA, það voru flottir eftirlitsmenn sem fóru yfir allt fyrir leikinn og allt tekið föstum tökum,“ segir Arnar. Valur mætir St. Mirren frá Skotlandi í næstu umferð. Fyrri leikur liðanna fer fram að Hlíðarenda næsta fimmtudag. Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira
„Ég er hrikalega ánægður með frammistöðuna hjá strákunum. Mér fannst fyrsti hálftíminn af leiknum mjög góður. Við sköpum helling af færum og skorum þessi mörk. Það skóp sigurinn,“ segir Arnar í santali við Vísi um sigur gærkvöldsins. Valur vann leikinn með yfirburðum, 4-0, þar sem þeir slökktu algjörlega vonarneista liðsmanna Vllaznia snemma leiks. Fallegasta mark leiksins var án ef það fjórða þar sem Gylfi Þór Sigurðsson gaf glæsilega sendingu inn fyrir á Tryggva Hrafn Haraldsson sem afgreiddi boltann frábærlega í netið. Arnar hrósar Gylfa í hástert. „Maður sér að Gylfi lítur yfir öxlina áður en hann fær boltann. Þetta er stórkostleg sending, þetta getur hann gert þessi strákur. Hann er frábær í fótbolta. Hlaupið hjá Tryggva var frábær og afgreiðslan líka. Það kláraði leikinn endanlega,“ segir Arnar. Það hafi ekki verið sjálfgefið að klára leikinn svo vel, þrátt fyrir 3-0 stöðu í hálfleik. „Aðstæðurnar voru erfiðar, rosalegur hiti. Við vonuðumst til að það yrði smá gjóla sem var ekki. Þetta var heitasti dagurinn og fór í 39 gráður yfir daginn. Við spiluðum í 31 til 32 gráðum. Það er rosalega erfitt. Ég er mjög ánægður að halda hreinu og skora þessi mörk. Strákarnir eiga heiður skilinn,“ segir Arnar. Allt upp á tíu Eitthvað stress var í Valsmönnum fyrir ferðina út. Eftir mikinn hamagang á Hlíðarenda í síðustu viku var fundað stíft með lögreglu, UEFA og KSÍ. Arnar fagnar því hversu vel UEFA tók á málum. Öryggisgæsla í kringum Valsliðið var aukin og skipt um dómara á leiknum. „Það verður smá hasar þarna í lokin en leikmenn lentu ekki í þessu beint. Það eru stjórnarmenn og aðrir sem lenda í þessu. Við reyndum að útiloka þetta alveg frá byrjun, þetta var auðvitað ákveðið bíó,“ segir Arnar um leikinn í síðustu viku. Vel hafi verið staðið að öllu við komuna til Albaníu. „En móttökurnar hér voru mjög flottar af því það var náttúrulega tekið á þessu, föstum tökum. Það er ekki yfir neinu að kvarta hér, forráðamenn liðsins voru flottir og allt upp á tíu. Það var skipt um dómara á leiknum, og þeir voru flottir. Þetta skiptir allt máli,“ „Þetta var auðvitað smá intimidating að fara út, maður vissi ekki alveg út í hvað maður væri að fara. Við vorum spurðir mikið út í þetta á blaðamannafundi hér úti, Albanarnir gerðu lítið úr þessu þar og við tókum bara undir það,“ „Í raun og veru var allt upp á tíu hér, enginn sirkus og ekkert í gangi. Sem er bara mjög gott. Þetta var tæklað vel af forráðamönnum UEFA, það voru flottir eftirlitsmenn sem fóru yfir allt fyrir leikinn og allt tekið föstum tökum,“ segir Arnar. Valur mætir St. Mirren frá Skotlandi í næstu umferð. Fyrri leikur liðanna fer fram að Hlíðarenda næsta fimmtudag.
Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira