Golf

Böðvar Bragi sló vallar­metið á Hólmsvelli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Böðvar Bragi spilaði ótrúlegt golf í dag.
Böðvar Bragi spilaði ótrúlegt golf í dag. [email protected]

Böðvar Bragi Pálsson átti hreint út sagt magnaðan dag þegar annar hringur á Íslandsmótinu í golfi var spilaður. Að þessu sinni fer mótið fram á Hólmsvelli í Leiru og gerði Böðvar Bragi sér lítið fyrir og sló vallarmetið.

Böðvar Bragi lék á 64 höggum og sló þar með vallarmet Hólmsvallar. Hann er sem stendur á tíu höggum undir pari og leiðir þar með mótið eftir tvo hringi.

Aron Snær Júlíusson var í forystu eftir fyrsta hring en hann er sem stendur í öðru sæti, aðeins höggi á eftir Böðvari Páli.

Hákon Örn Magnússon er í þriðja sæti á átta höggum undir pari.

Stöðuna á mótinu má sjá á vef Golfsambands Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×